Orð og tunga - 01.06.2002, Side 76
66
Orð og tunga
(18) verka
1 meðalið virðist verka vel/geturðu sagt mér hvernig eitrið verkarl
2 <þetta> verkar/verkaði <þannig, einkennilega, undarlega; vel,
illa> á <mig>þetta er sérkennileg list sem verkar undarlega á
mann/ veistu hvernig lyfið verkar á hjartað?
í setningunum í lið 2 er merkingin ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’.12 Það sama gæti átt
við setninguna um meðalið í lið 1. Þar er þó merkingin ‘rækja hlutverk, starfa’ ekki
útilokuð. En í ritmálssafni Orðabókarinnar eru mörg dæmi um þá merkingu. Nokkur
þeirra má sjá hér:
(19) a. Hann hafde þaug betstu Medól, sem verkudu bæde flioott og vel.
Þketgl, 288 18m
b. En nú fór duftið að verka.
JÁþj2IV, 632 19m
c. þá verður moldin ekkert verkandi (neutral) og myldin.
Bún 1890,18 19s
d. Verkuðu hemlarnir ekki?
AlfrAB 16,57 20m
Frumlögin í öllum setningunum eru dauðir hlutir en merkingarlega eru þeir nánast
persónugerðir sem gerendur. I textasafni Orðabókarinnar er að finna dæmi af sömu
gerð:
(20) Ef við skildum betur hvemig markaðirnir verka þá gæti það verið mikil-
væg forsenda reglna.
.. ./moggi/vidsk.gr. 1997
Dæmi er þó um að fruntlagið sé lifandi vera.
(21) er eðlilegt, að hann vill verka landinu til sæmdar.
BGröndRit III, 16 19ms
Um merkinguna ‘rækja hlutverk, starfa’ var rætt um í sambandi við virka, sbr. (7)-(8).
Jafnframt vom sýnd dæmi (9) um svínvirka í sömu merkingu. Engin dæmi eru hins
vegar um *svínverka við hlið verka.
I lýsingu á virka, sbr. (10) var minnst á merkinguna ‘líta út fyrirað vera’. Eitt dæmi
er um slíka merkingu hjá verka:
(22) Öll persóna hans verkaði eins og hún væri margþvæld í hretviðrum
mikillar veraldarreynslu.
ÞórbÞAðall, 63 20m
Það sem hér hefur komið fram er í stuttu máli eftirfarandi:
l2Tekið skal fram að dæmum með öðrum merkingum sagnarinnar er sleppt hér.