Orð og tunga - 01.06.2002, Page 93
Veturliði Óskarsson
Fóviti - fóveti - fógeti
í þessari grein verður fjallað um orðin eða orðmyndimarfóviti,fóveti og fógeti og reynt
að grennslast fyrir um aldur þeirra, uppruna og innbyrðis tengsl.
1 Orðsifjar
Orðið fógeti er eitt þeirra tökuorða sem öðlast hafa hefðarrétt í íslensku þrátt fyrir nokkuð
framandlegt útlit. Það var í upphafi haft um umboðsmann eða fulltrúa sem stjórnaði
Islandi í umboði hirðstjóra eða höfuðsmanns (Björn Þorsteinsson & Bergsteinn Jónsson
1991:494). Orðið er talið hafa borist inn í norræn mál úr mlþ. voget sem hefur það úr
mlat. vocatus ‘málafærslumaður’ < lat. advocatus ‘talsmaður; tilkallaður’. Orðið var
snemma tekið upp í þýsku, fhþ. vogat (8. öld), fsax.fogat (sbr. Kluge 1995:866; Pfeifer
1997:1521). Ekki er útilokað að gómmælta samhljóðið hafi verið lokhljóð ([g]) í fyrstu
(tæpast [k], það hefði komið fram í ritmyndum orðsins) en eins og í norrænum málum
var /g/ annars önghljóð á milli sérhljóða í gamalli þýsku (sbr. t.d. Lasch 1914:182
um miðlágþýsku) og hefur væntanlega fljótt fengið það hljóðgildi í þessu tökuorði.
Að minnsta kosti er víst að í miðháþýsku og miðlágþýsku var þarna önghljóð. Auk
ritmynda eins og mhþ./mlþ. ‘voget’ eru í báðum málum (málstigum) næg dæmi um
ritmyndimar mhþ. ‘voet’, mlþ. ‘voit’ o.s.frv. sem sýna að önghljóðið hefur (getað) verið
mjög veikt og nálgast að vera hálfsérhljóð ([u]). Ritmyndir eins og mhþ. ‘vogt’, mholl.
‘voocht’ sýna að einkvæð mynd var einnig til (= þý. Vogt).
Ýmsar ritmyndir koma fyrir í frændmálum íslenskunnar. í handriti frá um 1300 af
hinum danska Flensborg Stadsret koma t.d. fyrir ‘foghæt’ og ‘foghdæn’ og í dönskum
14. aldar textum sjást dæmi um ritmyndir með ‘w’: ‘fowdæ’ (fornbréf frá um 1397);
þetta verður algengara í yngri textum (t.d. ‘fowet’ í bréfabók Esrom-klausturs frá um
1497 *). í 16. aldar bréfum á dönsku sem varða Island koma einstaka sinnum fyrir
ritmyndir eins og ‘fovite’ og ‘fovet’, t.d. „wor fovite paa Jslandt“ DI 9:432, 1527 (afrit
1 Brendum-Nielsen (1928:41 og 1932:153). Sjá nánar sama höfund (1932:152-153) um breytinguna
[y]—>[w] /o— í fomdönsku og sama stað fom- og miðdönsk dæmi um orðið foged. Sbr. líka dæmi í Kalkar
1:581-582 og 5:263.
83