Orð og tunga - 01.06.2002, Page 94
84
Orð og tunga
dansks manns á vegum Árna Magnússonar) og „vor ombudsmand oc fovet“ DI 9:761,
1536 (afrit Árna Magnússonar) en þau eru fá og venjulegar ritmyndir þar eru ‘fogett’
og ámóta. I fornsænsku koma m.a. fyrir orðmyndimar ‘fogdhe’, ‘foghat(e)’ og ‘foithe’
(sjá nánar dæmi í Söderwall 1:265). Nútímamálin hafa orðmyndirnar da. foged, sæ.
fogde.
I gamalli norsku eru mörg dæmi um orðið og samsetningar með því. Venjulegasta
ritmyndin er ‘fogut-’ eða afbrigði af henni (‘foghut-’, ‘foghwt-’ o.fl.) en aðrar ritmyndir
koma einnig fyrir. í norskum fornbréfum2 frá 14. og 15. öld er m.a. að finna þessi dæmi:
foguti DN 4:216, 1342, foghute DN 4:465, 1394, foghwttæ DN 5:505,
1414, foghotti DN 1:568,1399, foghatDN 3:272,1365, foguterDN 8:269,
1396, fughuttr DN 3:191, 1337; byfoguiti DN 2:397, 1390, byfogwt
DN 3:612, 1457, byfaugute DN 4:513, 1399, byfogotte DN 5:366, 1417;
huusfouuth DN 1:446, 1408
Að auki kemur örsjaldan fyrir orðmynd (fremur en ritmynd) með samhljóðaklasanum
Ig, ‘folguti’, í réttarbót Hákonar V. frá því snemma á 14. öld (fyrir 1319, NGL 3:144)
og í DN 9:151, 1346. Enn fremureru dæmi um rit- eða orðmyndirán ‘g’, t.d. ‘fuuiti’
DN 4:380, 1357, ‘fowte’ DN 6:379, 1392, ‘foute’ og ‘landfoute’ DN 3:659, 1422, en
þær virðast þó fátíðar í forn- og miðnorsku ef marka má dæmi í orðabók Fritzners, sem
yngst eru frá miðri 15. öld, og Orðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn (ONP) sem
lýkur orðtöku norskra texta um 1370. Nú á dögum hefur orðið myndina fut í norsku. í
færeysku er það fúti.
2 Elstu orðmyndir í íslensku:fóviti,fóveti ifóeti)
Þetta embætti er fyrst nefnt á nafn í íslenskum textum seint á 15. öld. Sú orðmynd sem
er einhöfð í dag Jógeti, er þó ekki hin elsta; í yfir 150 ár var nær undantekningalaust rætt
um þessa menn sem fóvita eðafóveta. Elsta dæmið er að finna í vitnisburði frá 1484 sem
varðveittur er í eftirriti frá um 1750: „af [... ] haris fovita“ DI 7:13; því næst í bréfi frá
1490 sem m.a. er varðveitt í Sópdyngju séra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ frá síðara
helmingi 16. aldar: „didrik pining foueta oc hofudzman" DI 6:719 (tvö önnur eftirrit
frá um 1570 og um 1640 hafa hér reyndar „hirdstiora“ í stað síðustu þriggja orðanna).
Orðið kemur fyrir í öðru bréfi frá 1490 sem einnig er varðveitt í Sópdyngju Gottskálks,
„Didrik pining rfoveta ogn [r...n bætt við af Gottskálki] hofudzmanni“ DI 6:703, en
það er ekki að finna í transskript Ara Jónssonar lögmanns o.fl. frá 1544 sem bendir
til að orðið sé viðbót í eftirriti Gottskálks (önnur uppskrift frá miðri 16. öld hefur hér
„hirdstiora og ... “; enn ein hefur einungis „hofudzmanni"). Þá kemur þessi orðmynd
og fyrir í þýðingu frá því milli 1453 og 1513 á réttarbót Kristjáns I., útg. í Björgvin 1453
(‘fouitum’ þgf., D1 5:115, sbr. ‘foghettom’ í norska textanum, bls. 113). Öll þessi dæmi
eru óviss þar eð textarnir eru ekki varðveittir í frumriti. í D1 7:217 kemur ‘fouita’ fyrir
í utanáskrift bréfs frá 1494 sem að sögn útgefanda íslenzks fornbréfasafns líkist hendi
2Orðabók Fritzners og ONP hafa nær engin dæmi úr öðrum ritum.