Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 99

Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 99
Veturliði Óskarsson: Fóviti - fóveti - fógeti 89 Niðurstaðan verður sú aðfóviti og fóveti hafi verið svo fastar orðmyndir í íslenskri tungu á 16. öld að danskar orðmyndir á borð viðfoged, sem vissulega hafa oft borið fyrir augu embættismanna, hafi ekki hróflað við hinum innlendu. 5 Excursus: Nokkur orð um framburð Elstu öruggu dæmin og langflest dæmi síðan, allt fram á 17. öld, eru skrifuð fóeti, fóiti, fóveti, fóviti o.s.frv. Orðið hefur frá upphafi verið borið fram með önghljóði eða hálfsérhljóði, [fouiveti], [fouiweti] eða þvíumlíkt. Það hefurborist inn í málið við bein munnleg áhrif og endurspeglar ritmynd þess framburð í veitimálinu (sennilega dönsku fremur en norsku), samanber umræðu í 1. kafla þessarar ritgerðar. Danskar ritmyndir með ‘g’, ‘gh’ virðast ekki hafa haft áhrif í þá átt að orðið fengi gómmælt lokhljóð eða önghljóð í íslenskum framburði á 15. og 16. öld. Hins vegar hafa ritmálsáhrif ráðið því að g-myndin varð ofan á í embættisheitinu landfógeti og fyrir áhrif frá því síðan almennt ífógeti, því ekki hafa munnleg dönsk áhrif getað ráðið neinu um hina nýju rit- og orðmynd enda hefur ‘g’ í da.foged áreiðanlega verið önghljóð eða hálfsérhljóð frá upphafi. Seinna sérhljóðið er undantekningalaust e eða i í íslensku sem er þveröfugt við eldri norsku þar sem orðið virðist svo til alltaf hafa sérhljóðið u (o), en í samræmi við dönsku og miðlágþýsku. Tæpast er ástæða til að gera mikið úr muninum á orð- eða ritmyndunum/oví7/,/óver/ og fóeti. Miðatkvæðið er áherslulítið og sérhljóðið verður því auðveldlega óglöggt í framburði; sömuleiðis er skammt á milli framburðar með [-ouv-] í fóveti/fóviti og [-ouw-] ([-ouw-]) ífóeti og því lítið að marka hvort ritað er ‘v’ eða ekki. Framburður orðsins í nútímamáli, með lokhljóðinu [j] á milli sérhljóða, kemure.t.v. nokkuð á óvart. Sú regla gilti (og gildir í öllum meginatriðum enn) að /g/ sé önghljóð á milli sérhljóða ([j] á undan /i/, annars [y]) nema orðhlutaskil komi á undan því (eins og í ógetinn o.s.frv.). Búast hefði mátt við framburði eins og [fouyeti] (með [y] á undan [e], sbr. lager'2) -og væri þáreyndarstutt í gömluorðmyndina/ó(v)et/. Framburðurinn [foujeti] hefði jafnvel ekki verið óhugsandi. En um annan framburð á orðinu en með lokhljóði er ekki kunnugt. Sá framburður getur bent til þess að orðið hafi verið skynjað sem samsett (seinni hlutinn e.t.v. tengdur við sögnina getal). 6 Að lokum Hér hefur komið fram að orðiðfóviti mun hafa borist inn í íslensku á síðasta fjórðungi 15. aldar. Elstu dæmin um þessa orðmynd er að vísu einungis að finna í textum sem varðveittir eru í afritum og dæmi eru einnig um orðmyndina fógeti í afritum skjala frá sama tíma. Þó er ljóst að fóviti er mun fyrr á ferðinni en fógeti sem ekki varð algengt fyrr en nær tveim öldum síðar. Fyrmefnda orðmyndin og hliðarmynd hennar, fóveti, eru mjög algengar alla 16. öldina og langt fram á þá 17. en orðmyndin fógeti 12Til gamans má líka minna á þann framburð orðsins spagettí sem eitt sinn var algengur, a.m.k. þar sem ég ólst upp, þ.e. ætíð með [y].
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.