Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 99
Veturliði Óskarsson: Fóviti - fóveti - fógeti
89
Niðurstaðan verður sú aðfóviti og fóveti hafi verið svo fastar orðmyndir í íslenskri
tungu á 16. öld að danskar orðmyndir á borð viðfoged, sem vissulega hafa oft borið
fyrir augu embættismanna, hafi ekki hróflað við hinum innlendu.
5 Excursus: Nokkur orð um framburð
Elstu öruggu dæmin og langflest dæmi síðan, allt fram á 17. öld, eru skrifuð fóeti,
fóiti, fóveti, fóviti o.s.frv. Orðið hefur frá upphafi verið borið fram með önghljóði eða
hálfsérhljóði, [fouiveti], [fouiweti] eða þvíumlíkt. Það hefurborist inn í málið við bein
munnleg áhrif og endurspeglar ritmynd þess framburð í veitimálinu (sennilega dönsku
fremur en norsku), samanber umræðu í 1. kafla þessarar ritgerðar. Danskar ritmyndir
með ‘g’, ‘gh’ virðast ekki hafa haft áhrif í þá átt að orðið fengi gómmælt lokhljóð eða
önghljóð í íslenskum framburði á 15. og 16. öld. Hins vegar hafa ritmálsáhrif ráðið
því að g-myndin varð ofan á í embættisheitinu landfógeti og fyrir áhrif frá því síðan
almennt ífógeti, því ekki hafa munnleg dönsk áhrif getað ráðið neinu um hina nýju rit-
og orðmynd enda hefur ‘g’ í da.foged áreiðanlega verið önghljóð eða hálfsérhljóð frá
upphafi. Seinna sérhljóðið er undantekningalaust e eða i í íslensku sem er þveröfugt við
eldri norsku þar sem orðið virðist svo til alltaf hafa sérhljóðið u (o), en í samræmi við
dönsku og miðlágþýsku.
Tæpast er ástæða til að gera mikið úr muninum á orð- eða ritmyndunum/oví7/,/óver/
og fóeti. Miðatkvæðið er áherslulítið og sérhljóðið verður því auðveldlega óglöggt í
framburði; sömuleiðis er skammt á milli framburðar með [-ouv-] í fóveti/fóviti og
[-ouw-] ([-ouw-]) ífóeti og því lítið að marka hvort ritað er ‘v’ eða ekki.
Framburður orðsins í nútímamáli, með lokhljóðinu [j] á milli sérhljóða, kemure.t.v.
nokkuð á óvart. Sú regla gilti (og gildir í öllum meginatriðum enn) að /g/ sé önghljóð á
milli sérhljóða ([j] á undan /i/, annars [y]) nema orðhlutaskil komi á undan því (eins og
í ógetinn o.s.frv.). Búast hefði mátt við framburði eins og [fouyeti] (með [y] á undan
[e], sbr. lager'2) -og væri þáreyndarstutt í gömluorðmyndina/ó(v)et/. Framburðurinn
[foujeti] hefði jafnvel ekki verið óhugsandi. En um annan framburð á orðinu en með
lokhljóði er ekki kunnugt. Sá framburður getur bent til þess að orðið hafi verið skynjað
sem samsett (seinni hlutinn e.t.v. tengdur við sögnina getal).
6 Að lokum
Hér hefur komið fram að orðiðfóviti mun hafa borist inn í íslensku á síðasta fjórðungi
15. aldar. Elstu dæmin um þessa orðmynd er að vísu einungis að finna í textum sem
varðveittir eru í afritum og dæmi eru einnig um orðmyndina fógeti í afritum skjala
frá sama tíma. Þó er ljóst að fóviti er mun fyrr á ferðinni en fógeti sem ekki varð
algengt fyrr en nær tveim öldum síðar. Fyrmefnda orðmyndin og hliðarmynd hennar,
fóveti, eru mjög algengar alla 16. öldina og langt fram á þá 17. en orðmyndin fógeti
12Til gamans má líka minna á þann framburð orðsins spagettí sem eitt sinn var algengur, a.m.k. þar sem
ég ólst upp, þ.e. ætíð með [y].