Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 39
Erla Erlendsdóttir
Lomber, spaddilía, basti, ponti...
Um nokkur spænsk spilaorð í íslensku
1 Inngangur
í bókinni íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og pulur (1887) fjalla höf-
undarnir, Jón Árnason og Ólafur Davíðsson, meðal annars um töfl og
spil. Ólafur getur þess í upphafi kaflans um spil að spilamennska sé
„skemtan sú, sem er höfð mest um hönd á Islandi í dag" þótt „spil
og öll spilamennska [séu] lángt frá því að vera íslenzk að uppruna"
(1887:321). Ekki er vitað með neinni vissu hvenær spil bárust til Is-
lands. Þýskir kaupmenn höfðu með sér spil í verslunarferðum til
íslands á fyrri hluta 16. aldar, Jón Arason biskup á Hólum minnist
á spil í taflvísu sinni frá 16. öld og spila er víða getið í handritum frá
17. og 18. öld (1887:336). Þó telur Guðbrandur Magnússon að spil hafi
borist til íslands snemma á 16. öld, jafnvel fyrr (1978:116).
Meðal útlendra spilaleikja á íslandi á 19. öld nefnir Ólafur Davíðs-
son treikort, bónaparte, brús, fransfús, kasína, marías, pikket, rampús og
lúmber eða lomber. Um síðastnefnda spilið er til eftirfarandi húsgang-
ur þar sem glögglega kemur fram að mönnum hafi alla jafna reynst
erfitt að læra lomber í samanburði við önnur spil (Jón Árnason og
Ólafur Davíðsson 1887:336-337):
Fullnæmur má segjast sá
sendir hrafna brima,
sem að lærir lomber á
liðugum klukkutima.
Orð og tunga 17 (2015), 27-43. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.