Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 93
Penas lbánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
81
fleiri dýrategundir koma við sögu. Það má kannski rekja til fábrotins
dýralífs þar sem íslenska er töluð. Þó er ekki annað að sjá en að sum
orðasamböndin séu fengin að láni og gildir það jafnt um spænsku sem
íslensku þegar sagt er að einhver sé Ijónhungraður eða tener más hambre
cjue un león en una huerta 'vera soltnari en ljón í grasagarði' eða þegar
einhver er eins og hungraður úlfur í íslensku. I spænsku koma dýr eins
og asni, fló, ormur, köttur og hundur við sögu í orðasamböndunum
sem eru til umfjöllunar og oftar en ekki gætir glettni í þeim eins og
sést í tener más hambre que un piojo en una peluca 'vera hungraðri en fló
í hárkollu' eða tener más hambre que el burro de los gitanos 'vera soltnari
en asni sígaunanna'.
4. Hungruð manneskja er dýr
íslenska: Vera Ijónhungraður, vera eins og hungraður úlfur.
Spænska: Tener más hambre que un león en una huerta 'vera soltnari
en ljón í grasagarði', tener un hambre lobuna 'vera eins og hungraður
úlfur', tener un hambre canina 'vera hundsvangur', tener más hambre que
un lagarto 'vera soltnari en ormur', tener más hambre que un piojo en una
peluca 'vera hungraðri en fló í hárkollu'.
GRUNNMYND 4 [EIGN]
I spænsku eru tilfinningar eða geðshræringar oft látnar í ljós með
sögninni hafa þar sem í íslensku er notuð sögnin vera. Spánverjar hafa
hræðslu og kulda, þorsta, þreytu, sorg og þar fram eftir götunum
en Islendingar eru hræddir, þyrstir, þreyttir o.s.frv. I eftirfarandi
orðasamböndum birtast dæmi þess að í spænsku hefur manneskjan
þessar tilfinningar og hugaræsing.
5. Hungur er eign manneskjunnar
íslenska: Engin dæmi fundust.
Spænska: tener hambre 'hafa hungur', tener gazuza 'hafa svengd', tener
carpanta 'hafa sult'.
GRUNNMYND 5 [ÁTÖk]
Fæða er orka sem knýr líkamann áfram. Ef líkaminn fær ekki þá
næringu sem honum er nauðsynleg er hætt við að það komi niður á
daglegum störfum hans. Líkaminn bregst við á ýmsan hátt en víst er