Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 167
Ritdómur
155
uppsláttarorð, til að auðkenna orðið sjálft, eða framan við samheiti og
þá gat merkið átt við orðið sjálft eða við notkun orðsins í viðkomandi
merkingu. í þriðju útgáfu er ekki lengur gerður greinarmunur á máli
sem sker sig frá hinu almenna og viðurkennda eftir því hvort það er
fornt og úrelt eða nýtt og óstaðfest, heldur eru öll afbrigði frá almennu
og viðurkenndu máli merkt með stjörnu (*). I formála 3. útgáfu fylgir
sú skýring að notandi verði að gæta sín við notkun slíkra orða og leita
sér heimilda um þau annars staðar.
Dæmi um auðkenningu orða með stjörnu má sjá á fyrstu síðu í
stafkafla N. Þar eru sex orð merkt með stjörnu: *nabbast mm nöldra,
*nadd hávaði; nöldur, *nadda nöldra; naga, *nammi sælgæti, *nanna
mær, *nappa grípa.
Undirritaður lesandi á sjötugsaldri, alinn upp í reykvísku úthverfi,
man ekki betur en orðin nammi og nappa hafi verið almennt og viður-
kennt mál, að minnsta kosti meðal jafnaldra hans, og hann kannast
ekki við annað en þau séu enn almennt mál meðal þess fólks, hálfri
öld síðar; en nú renna á mann tvær grímur: Eru þessi orð enn þá vafa-
söm tökuorð eða slangur, eða eru þau með einni kynslóð orðin sjald-
gæft, fornt og staðbundið málfar? Orðin gotterí og mæra eru skráð
samheiti hins viðurkennda sælgætis án athugasemdar. I málvitund
lesanda eru orðin nammi og gotterí á svipuðum slóðum í málrófinu,
og elstu dæmi um bæði orðin í Ritmálssafni OH eru frá síðari hluta
20. aldar. Við nánari umhugsun má ef til vill halda því fram að orðið
nammi sé frekar notað þegar talað er til yngri barna en gotterí (gottirí)
þegar talað er til eldri, en ætti það að hafa áhrif á virðingu þess í
tungumálinu? Ekki minnist undirritaður þess að hafa heyrt orðið
mæra fyrr en Húsvíkingar tóku upp á að halda mærudaga og þá stóðu
Húsvíkingar sjálfir í þeirri trú að þetta væri þingeyskt orð, jafnvel sér-
húsvískt slangur, sbr. fréttir í Degi 12. febrúar og 19. apríl 1994. Ekkert
skal fullyrt um það hér en elstu dæmi í Ritmálssafni OH staðfesta notk-
un orðsins á 18. öld. Stjörnumerkta sögnin *nappa vísar á grípa. Af 32
samheitum, orðum og orðasamböndum sagnarinnar grípa er einung-
is sögnin nappa stjörnumerkt og er hún þó skráð í Ritmálssafni OH
frá 19. öld. Ef til vill væri ástæða til að merkja einnig sögnina hanka,
að minnsta kosti í merkingunni 'grípa' því samkvæmt dæmum í Rit-
málssafninu virðist það ekki hafa verið algengasta merking hennar.
Þessi dæmi sýna hversu vandasamt er að merkja orð sem afbrigði
ef orðabókarhöfundur telur að þau séu ekki töm öllum þorra málnot-
enda. Slíkar merkingar geta verið bundnar einstaklingum og svæð-
um. En þessi dæmi sýna líka hversu mikils er misst að gera ekki grein-