Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 60
48
Orð og tunga
3 Drög að ferðabókinni
Eins og áður segir kom Ferðabók Tómasar Sæmundssonar ekki út á með-
an hann lifði. Reyndar tókst honum alls ekki að klára drög að bókinni.
Tómas kom heim til íslands síðsumars 1834 og dvaldi næsta vetur í
Laugarnesi og í Garði í Aðaldal (Jón Helgason 1941). A þessum mán-
uðum vann hann að útgáfu Fjölnis með vinum sínum en hann hafði
einnig næði til að vinna að ferðabókinni (Þórir Oskarsson 2003). Því
miður gat hann ekki haldið því áfram þegar hann gifti sig og tók við
prestsembætti á Breiðabólstað. Þannig kvartaði hann í bréfi til Jónasar
Hallgrímssonar frá 6. september 1835:
Síðan ég fór að norðan í vor um sumarmálin hefi ég ekki kom-
ist til að taka á ferðabókinni og mér finnst ég vera búinn að
gleyma því öllu, og ekki finst (sic) mér ég hafa lyst til að sýsla
neitt þar við, því ég sé mér engan tíma til að stúdera svo mikið
sem það útkrefur. Þokuandarnir eru þannig strax búnir að
taka úr mér allan kjark [...]. (Tómas Sæmundssonl907:164)
Þegar Jakob Benediktsson tók saman efnið löngu síðar lá aðalhand-
rit að ferðabókinni (Lbs. 1443, 4°) fyrir í fjórtán 16 blaða kverum eða
468 blaðsíðum ásamt formála á fjórum lausum blöðum og „ályktan
bókarinnar" á sex lausum blöðum (Jakob Benediktsson 1947:XVI).
Texti, sem hefur fengið heitið inngangsbrot, var til í þremur 16 blaða
kverum eða 96 blaðsíðum (Lbs. 2839, 4°). Þessi kver voru merkt með
númerum III til V þannig að þar vantaði heftin I og II og hugsanlega
fleiri. Jakob Benediktsson ákvað að setja inngangskaflann aftan við
frásögn af ferðinni þar sem það vantaði nokkuð framan af textanum.
Jakobi fannst greinilega ekki hægt að bjóða lesendum upp á að hefja
lestur í miðjum klíðum inngangsins: „Þar sem inngangur Tómasar
var svo óheill og ófullgerður, þótti bezt við eiga að setja hann sem
eins konar viðbæti aftan við ferðabókina, á eftir drögum þeim sem
Tómas hefur gert að ályktunarorðum bókarinnar, þó að þau séu að
vísu heldur ekki fullgerð" (Jakob Benediktsson 1947:XVII). Uppröðun
textabrota í bókinni er þar með frá Jakobi komin en ekki frá Tómasi.
Það sama gildir um kaflaheitin (að undanskildum yfirskriftunum
„Notanda til formála", „Frá Kaupmannahöfn til Berlínar. Upphaf
sögu" og „Ályktan bókarinnar") og einnig um titil bókarinnar sem er
einfaldlega Ferðabók með tilvísun til höfundar.
Hægt er að fullyrða að nefnd uppköst, þ.e. ferðakaflar I-XIV eða
frá Kaupmannahöfn til Waldmunchen, urðu til á vetrarmánuðum