Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 61
Marion Lerner: Af „setubingum" og „hugvitsverkfærum"
49
1834-1835 ásamt formála, ályktun og inngangsbroti en kafla XV, sem
er lýsing frá Róm til Napólí, skrifaði Tómas tveimur árum síðar eða
veturinn 1836-1837. Þar sér útgefandinn einnig merki um annað
skriftarlag og breytta réttritun í samanburði við hina kaflana (Jakob
Benediktsson 1947:XII, XIX).
Að ósk stjórnar Bókmenntafélagsins samræmdi Jakob Benedikts-
son stafsetningu í textunum að nútíðarhætti, þ.e. miðað við fimmta
áratug 20. aldar. Samt var reynt að halda í sérstakar orðmyndir,
t.a.m. var prentað -ligur og -liga, einnig hönum og hvör sem og sókti
og þókti. Höfundur var samt ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur og
kemur því fyrir að skrifað er honum eða þótti. Beygingarvillur voru
leiðréttar af útgefanda en sumar afbrigðilegar beygingarmyndir látn-
ar standa. Augljós pennaglöp voru leiðrétt þegjandi. Breytt til sam-
tíðarháttar voru einnig orð eins og uppá og inní og komu þá upp á
og inn í í staðinn. Annars var handritinu fylgt eins og við það var
skilið, t.d. með mörgum leiðréttingum og viðbótum höfundar. Jakob
Benediktsson lagði þann dóm á handritið að það hafi verið illt af-
lestrar (1947:XIX). Einnig var það rifið á stöku stað, strikað yfir texta
og skrifað á spássíur. I viðauka hefur Jakob bætt við athugasemdum
og skýringum til að auðvelda lesendum ferðabókarinnar skilning á
nokkrum atriðum (1947:358-376). Þar að auki er að finna efnislykil
(registur), aðallega með staða- og mannanöfnum (1947:377-386).
Auðsjáanlega hefur Jakob Benediktsson unnið stórvirki með útgáfu
þessarar bókar og á þakkir skildar fyrir það.
Þegar skoðuð eru þau drög, sem til voru af hendi Tómasar, má segja
að hann hafi ætlað sér að fylgja þeirri hefð ferðaskrifa sem þegar var
orðin til. í bókum, sem sögðu frá svipuðum ferðalögum, tíðkaðist að
skipta efninu í tvo hluta. Annar fékk gjamanyfirskrifteins og „almennar
athugasemdir" og fjallaði ekki beinlínis um ferðalagið heldur um lönd
eða svæði sem höfundur hefur heimsótt eða um aðrar sögulegar eða
jafnvel fræðilegar vangaveltur. Þessi hluti byggðist gjarnan á öðrum
heimildum og vottaði mikinn lestur höfundar. Hefði Tómas klárað þann
texta sem heitir nú „Brot úr fyrirhuguðum inngangi ferðabókarinnar"
(1947:289-355) hefði þannig orðið til almennur og reyndar mjög langur
og yfirgripsmikill bókarkafli. Jón Helgason hélt meira að segja að þessi
texti væri brot af menningarsögu sem Tómas ætlaði sér að semja og átti
erfittmeð aðsjá tengslin við ferðabókina (Jakob Benediktsson 1947:XVI).
Hins vegar er hægt að skynja þessi tengsl þegar textinn er lesinn í
samhengi við ferðakaflana. Markmiðið virðist hafa verið að undirbúa
lesanda með almennum inngangi í náttúru- og menningarsögu áður