Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 92
80
Orð og tunga
1. Hungur er líkamshreyfing niður (á við)
íslenska: Vera kviðdreginn afsulti, vera í keng afhungri, ganga í hungur-
keng, vera í sultarkeng.
Spænska: Tener el estómago en los pies 'vera með magann í fótunum',
tener el estómago en los talones 'vera með magann í hælunum', entrarle
hambre (a alguien) 'verða svangur', entrarle apetito a alguien 'fyllast
matarlyst'.
Eitt kunnasta merki um hungur eða svengd er hljóðið sem berst frá
görnum eða maga vegna þess að meltingarfærin eru á hreyfingu.
Hljóðin eru oftar en ekki yfirfærð í dýraríkið og maginn sagður gelta,
rymja eða öskra í spænsku; og í íslensku gaula eða urga garnirnar.
2. Hungur er hljóð frá líkama
íslenska: Garnirnar gaula, vera meðgarnagaul, einhvern golar í görn, vera
gutlandi svangur, sulturinn urgar innan í einhverjum.
Spænska: Sonarle las tripas (a alguien) 'garnirnar gaula', ladrar el
estómago 'maginn geltir', rugir el estómago 'maginn rymur', el estó-
mago emite gritos 'maginn öskrar', música militar 'hermars berst frá
maganum'.
GRUNNMYND 2 [LÍKAMl] + [LITUR]
Orfá orðasambönd í spænsku og íslensku gefa til kynna að manneskjan
verði litlaus eða skipti litum þegar hún finnur til hungurs. í spænsku
verður maður fólur af hungri og hið sama er uppi á teningnum í
íslensku, einhver verður hungurfólur. í íslensku verður maður jafnvel
gulgrár af hungri eða glorsoltinn.
3. Hungruð manneskja skiptir litum
íslenska: Vera hungurfölur, vera glorsoltinn.
Spænska: Tener el rostro pálido de hambre 'vera fölur úr hungri'.
GRUNNMYND 3 [dÝr]
Þegar hungraður maður er ímynd dýra í orðasamböndum er yfirleitt
um að ræða vísun í villt dýr (kjötætur) eða húsdýr (grasætur).
Spænska er auðugri að orðasamböndum af þessu tagi en íslenska og