Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 101
Penas Ibánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
89
hræðsla / vera hræddur, hungur / vera svangur og ofát / borða of mikið.
Orðasamböndum, sem lutu að þessum þremur marksviðum, var
skipað niður í flokka og svið í samræmi við hugmyndir áðurnefndra
fræðimanna, þ.e. upptakasvið, grunnmynd og erkimyndhvörf.
Upptakasviðin fyrir marksviðið hræðsla/ vera hræddur voru sjö: lík-
ami, hreyfing, hitastig, litur, dýr, eign og átök. Grunnmyndir,
sex talsins, voru að hluta samsettar úr þáttum af upptakasviði: líkami
+ HREYFING, LÍKAMI + HITASTIG, LÍKAMI + LITUR, DÝR, EIGN Og ÁTÖK.
Þær greindust í sextán undirsvið eða erkimyndhvörf. Til að mynda
deildist grunnmyndin líkami + hreyfing í hreyfing upp, hreyfing
niður, hreyfing út (á við), hreyfing inn (á við), líkamsskjálfti, líkamslömun.
Dæmi um hreyfingu út (á við) eru orðasamböndin míga á sig afhræðslu
og mearse de miedo 'míga á sig af hræðslu' á spænsku.
Upptakasviðin fyrir hungur / vera svangur voru einnig sjö: líkami,
hreyfing, litur, dýr, eign, átök og hlutur; og grunnmyndirnar
sex að hluta til samsettar úr þáttum af upptakasviðinu eins og í fyrra
tilfellinu: líkami + hreyfing, líkami + litur, dýr, eign, átök og
hlutur. Hér voru undirsviðin eða erkimyndhvörfin samtals átta.
Grunnmyndin líkami + hreyfing deildist í erkimyndhvörfin hreyfing
niður á við og hljóð frá líkama (hreyfing sem framkallar hljóð). Dæmi
um hið síðarnefnda eru orðasamböndin garnirnar gaula og ladrar el
estómago 'maginn geltir' á spænsku.
Upptakasviðin fyrir ofát / borða ofmikið voru samtals átta: líkami,
HREYFING, LITUR, HITASTIG, HLUTUR, DÝR, MAGN Og ÁTÖK. Grunn-
myndirnar voru sjö og, eins og áður, samsettar úr þáttum af upp-
takasviðinu: líkami + hreyfing, líkami + litur, líkami + hitastig,
hlutur, dýr, magn og átök. Þær deildust í samtals átta erkimynd-
hvörf. Grunnmyndin líkami + hreyfing skiptist í erkimyndhvörfin
líkamshreyfing inn á við og hreyfing sem fyllir líkamann. Dæmi um hið
síðarnefnda eru orðasamböndin éta magafylli sína og llenarse la andorga
'fylla á sér magann, éta magafylli sína' á spænsku.
Eins og var reifað í meginmáli greinarinnar liggja sömu hugtaks-
myndhvörf að baki mörgum þeim íslensku og spænsku orðasambönd-
um sem rannsóknin náði til. Spánverjar jafnt sem Islendingar „gera á
sig af hræðslu", eru „hungurfölir " og „éta sig í spreng" ef því er að
skipta og tjá tilfinningar sínar og líðan í orðasamböndum sem byggjast
á myndhvörfum sem spretta af líkamlegri svörun manneskjunnar við
ákveðnar aðstæður. Samanburðurinn á orðasamböndum í íslensku og
spænsku staðfestir svo að ekki verður um villst að í tungumálunum
eru mörg orðasambönd af sama meiði og má þar af leiðandi draga þá