Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 43

Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 43
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti... 31 Árið 1786 kom út í Kaupmannahöfn Nye og fuldstændig dansk Spillebog og indeholdende rigtig og tydelig Underviisning i de brugeligste Kort-Spil eftir Johan Christian Melbye. Þar er gerð grein fyrir spilinu l'hombre sem á 18. öld var skrifað á margvíslega vegu, svo sem lombre (1782), lomber (1759), L'Ombre (1786), a l’hombre, Al(l)omber og Alumber (um 1700). Síðustu tvær orðmyndirnar virðast myndaðar við sam- runa frönsku setningarinnar (jouer) d l'hombre 'spila lomber'. Elsta ritdæmið um spilaheitið kemur fyrir í orðabókarhandriti Matthiasar Moth frá því fyrir aldamótin 1700 en þar er rithátturinn alumber (ODS; Moth um 1700). Enn þann dag í dag er lomber spilaður í Danmörku. Til marks um það er fjöldi lomberklúbba í landinu2 sem og eftirfarandi samsett orð í dönsku máli: l'hombreaften, l’hombrebog, l'hombregilde, l'hombre- kammerat, l'hombreklub, l’hombrekort, l'hombreparti, l'hombreselskab og l'hombreudtryk (ODS). Orðin L'hombrebord, Vhombrespil, l'hombrespiller, Vhombrist 'lomberspilari' eru sjálfstæðar flettur í dönsku orðabókinni (ODS). Danska fékk spilaheitið úr frönsku (ODS) en lomber var afar vin- sælt spil í Frakklandi, einkum á seinni helmingi 17. aldar og fyrri hluta þeirrar 18. Elsta ritdæmi l'hombre í frönsku er frá 1657 (TLF; Cio- ranescu 1987:165). I ýmsum viðtökumálum, eins og þýsku og sænsku, rann ákveðni greinirinn í frönsku le saman við tökuorðið úr spænsku liombre, l'hombre, svo úr varð orðmyndin lombre og síðar urðu stafavíxl sem gaf lomber, rithátt sem festi sig í sessi í íslensku og þýsku (Kluge 1999:525). 3.2 Basti Basti er samkvæmt íslenskri orðabók'laufás (í trompi) í lomber' (2002:95). í ritinu Múlaþing frá árinu 1985 segir svo: „Laufásinn nefnist basti, og er hann þriðja hæsta tromp, hvort sem trompliturinn er rauður eða svartur" (Sigurður Magnússon (þýð.) 1985:191). Ásgeir Blöndal Magnússon telur að orðið hafi borist í íslensku í gegnum dönsku, basta 'laufás', en sé spænskt að uppruna (1989:44). Orðið kemur fyrir í dönskum textum frá 18. öld, til dæmis í verki leikritahöfundarins Ludvigs Holberg og í fyrstu dönsku spilabókinni frá 1786 (Melbye 1786:3). Samkvæmt dönskum heimildum mun orðið tekið úr frönsku, baste (ODS). Elsta dæmið um baste í frönsku er frá 1674 en það mun 2 Árið 2014 eru þeir samtals 25 og meðlimir rúmlega 800. Sjá Dansk l'Hombre Union.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.