Orð og tunga - 01.06.2015, Side 43
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti...
31
Árið 1786 kom út í Kaupmannahöfn Nye og fuldstændig dansk
Spillebog og indeholdende rigtig og tydelig Underviisning i de brugeligste
Kort-Spil eftir Johan Christian Melbye. Þar er gerð grein fyrir spilinu
l'hombre sem á 18. öld var skrifað á margvíslega vegu, svo sem lombre
(1782), lomber (1759), L'Ombre (1786), a l’hombre, Al(l)omber og Alumber
(um 1700). Síðustu tvær orðmyndirnar virðast myndaðar við sam-
runa frönsku setningarinnar (jouer) d l'hombre 'spila lomber'. Elsta
ritdæmið um spilaheitið kemur fyrir í orðabókarhandriti Matthiasar
Moth frá því fyrir aldamótin 1700 en þar er rithátturinn alumber (ODS;
Moth um 1700).
Enn þann dag í dag er lomber spilaður í Danmörku. Til marks
um það er fjöldi lomberklúbba í landinu2 sem og eftirfarandi samsett
orð í dönsku máli: l'hombreaften, l’hombrebog, l'hombregilde, l'hombre-
kammerat, l'hombreklub, l’hombrekort, l'hombreparti, l'hombreselskab og
l'hombreudtryk (ODS). Orðin L'hombrebord, Vhombrespil, l'hombrespiller,
Vhombrist 'lomberspilari' eru sjálfstæðar flettur í dönsku orðabókinni
(ODS).
Danska fékk spilaheitið úr frönsku (ODS) en lomber var afar vin-
sælt spil í Frakklandi, einkum á seinni helmingi 17. aldar og fyrri
hluta þeirrar 18. Elsta ritdæmi l'hombre í frönsku er frá 1657 (TLF; Cio-
ranescu 1987:165). I ýmsum viðtökumálum, eins og þýsku og sænsku,
rann ákveðni greinirinn í frönsku le saman við tökuorðið úr spænsku
liombre, l'hombre, svo úr varð orðmyndin lombre og síðar urðu stafavíxl
sem gaf lomber, rithátt sem festi sig í sessi í íslensku og þýsku (Kluge
1999:525).
3.2 Basti
Basti er samkvæmt íslenskri orðabók'laufás (í trompi) í lomber' (2002:95).
í ritinu Múlaþing frá árinu 1985 segir svo: „Laufásinn nefnist basti,
og er hann þriðja hæsta tromp, hvort sem trompliturinn er rauður
eða svartur" (Sigurður Magnússon (þýð.) 1985:191). Ásgeir Blöndal
Magnússon telur að orðið hafi borist í íslensku í gegnum dönsku,
basta 'laufás', en sé spænskt að uppruna (1989:44). Orðið kemur fyrir
í dönskum textum frá 18. öld, til dæmis í verki leikritahöfundarins
Ludvigs Holberg og í fyrstu dönsku spilabókinni frá 1786 (Melbye
1786:3). Samkvæmt dönskum heimildum mun orðið tekið úr frönsku,
baste (ODS). Elsta dæmið um baste í frönsku er frá 1674 en það mun
2 Árið 2014 eru þeir samtals 25 og meðlimir rúmlega 800. Sjá Dansk l'Hombre Union.