Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 51
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti...
39
einnig eru mörg dæmi um spilaheitið í ýmsum lausavísum og kvæð-
um frá þessum tíma (Étienvre 1990:181).
Tout (atout) og todo er upprunalega úr latínu tötus og merkir 'all-
ur' (DCECH 1991:528). Hér er vísað til þess að vinna alla slagina í
lomberspili eða öðrum spilum (DRAE; Chamorro Fernández 2005:135).
3.14 Velta
Sjötta skilgreining nafnorðsins velta í íslenskri orðabók (2002:1721) er
'trompsögn (uppvelta) í lomberspili', þ. e. efsta spili spilastokksins
er velt við. Elsta dæmið um orðið í ROH er frá árinu 1985 og er
spilasögnin útskýrð í Múlaþingi á eftirfarandi hátt: „Því næst kemur
stígandi sagnaröð, og er þá fyrst að maður býður veltu eða: ég segi
túrnir, eins og venjulega er sagt, þegar boðin er velta. Sögn þessi
heitir túrnir." (Sigurður Magnússon (þýð.) 1985:193). Túrnir er notað
í sömu merkingu og velta. Nú má vera að velta sé tökuþýðing og
komi úr dönsku turné 'spil i l'hombre, hvorved den meldende vender
talonens overste kort, som bliver trumffarve' (ODS), sem aftur á móti
er tekið úr frönsku tourné sem einnig hefur komist inn í íslensku eins
og eftirfarandi dæmi sýnir: „Grand-túrnir (Grand tourné) (Einnig
oft nefndur ásatúrnir eða ásavelta)" (Sigurður Magnússon (þýð.)
1985:194).
I spænsku er orðið vuelta eða vueltos notað í sömu merkingu og
hér er rætt um. Eitt elsta ritdæmið er úr texta frá 1603 (Chamorro
Fernández 2005:144; DUE 2004:1427).
4 Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um orð og hugtök sem lúta á einn eða annan
hátt að heiti spila og spilasagna í lomber. Elstu ritdæmin í ROH eru
lomber og sóló frá árinu 1859, kaski frá 1866 og koðradilla sem kemur
fyrst fyrir í íslenskum texta frá miðri 19. öld. Önnur orð, sem hér hafa
komið við sögu, finnast í flestum tilfellum í íslenskum textum frá fyrri
hluta 20. aldar og fram á níunda áratug aldarinnar. Það hefur komið
fram hér að ofan að lomber hefur verið spilaður á Islandi frá því á 19.
öld og má fyrir vikið gera því skóna að hugtökin, sem um ræðir, hafi
verið notuð í talmáli spilamanna allt frá þeim tíma.
Spilaheitið og spilaorðin er að finna í ýmsum heimildum, svo
sem dagblöðum og tímaritum frá fyrri hluta 20. aldar. Sum skjóta