Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 49
Erla Erlendsdóttir: Lomber, spaddilía, basti, ponti...
37
3.10 Sóló
Sóló er 'sögn í spilum (m.a. vist og lomber)' (ÍO:1423). I ritinu Múlaþing
frá 1985 er orðið útskýrt á eftirfarandi hátt: „Sóló líkist venjulegu spili.
Sá munur er aðeins þar á, að sagnhafi má ekki kaupa úr stokknum, en
verður að spila með þau spil, sem hann fékk þegar gefið var" (Sigurður
Magnússon (þýð.) 1985:194). Elsta dæmið um orðið í ROH er frá
árinu 1859 og er í Nýrri sumargjöf riti sem Steingrímur Thorsteinsson
ritstýrði og gefið var út í Kaupmannahöfn eins og áður hefur komið
fram. Orðið í merkingunni 'sögn í spilum' er tökuorð úr dönsku,
solo, samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni sem telur jafnframt að
orðið sé upprunnið í ítölsku (1989:928). Danskar heimildir benda hins
vegar á að orðið í merkingunni, sem um ræðir7, sé tekið úr spænsku
(ODS) og sé til í málinu síðan 1786 þegar það birtist í fyrstu dönsku
spilabókinni (Melbye 1786:10).
Orðið solo, eða sólo, er erfðaorð í spænsku og má gera ráð fyrir að
það hafi verið í notkun í spilamennsku frá árdögum lomberspilsins,
eða síðan á 16. öld, jafnvel fyrr (sjá Étienvre 1990:178-181).
3.11 Spaddilía, spadda
Spaddilía er 'spaðaás í lomber' (ÍO:1426). í ritinu Miilaþing frá árinu
1985 rekumst við á eftirfarandi dæmi um orðið: „Spaðaásinn er
nefndur spadda, stundum spaddilía, og er hann verðmætasta spilið
hvort sem trompliturinn er rauður eða svartur" (Sigurður Magnús-
son (þýð.) 1985:191). Guðmundur Gíslason Hagalín notar ritháttinn
spadilía (ROH) og í nokkrum ritum frá lokum 20. og byrjun 21. aldar
birtist rithátturinn spaddelía (Ingólfur Sigfússon 2009). Orðið er trúlega
tökuorð úr dönsku spadille 'spar es, der er hojeste trumf i l'hombre
(og kvadrillespil)' sem einnig var ritað spadilje (1764) áður fyrr. Elsta
dæmið um orðið með ofangreindri merkingu í dönsku er frá 1731
samkvæmt heimildum sem telja orðið komið inn í málið úr frönsku
(ODS). í frönsku merkir spadille 'as de pique dans le jeu de l'hombre'
eða 'spaðaás' og er tökuorð úr spænsku. Elsta dæmið um orðið er frá
árinu 1676 en þá birtist það í frönskum texta með rithættinum espadille;
elsta dæmið um ritháttinn spadille er frá 1690 eða 1691 (Cioranescu
1987:140; TLF).
Espadilla í spænsku merkir 'spaðaás' og fyrirfinnst í ritmáli síð-
7 „[...] om melding og spil i l'hombre, hvori spilleren ikke maa "kobe", og som
regnes som honnarspil" (ODS).