Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 66

Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 66
54 Orð og tunga fær um að skrifa hann svo góðan (...)• (Tómas Sæmundsson 1907:158) A þessum forsendum er ekki að undra að Tómas legði áherslu á að láta einnig lesa yfir ferðabók sína. Hann vantreysti sjálfum sér sem rithöfundi á íslensku. Með árunum virðist þessi tilfinning, ásamt þeim hörðu kröfum sem hinir Fjölnismennirnir gerðu til tungumáls- ins, hafa leitt til þess að Tómasi fannst yfirleitt erfitt að koma einhverju frá sér. Tungumálið varð honum fjötur um fót. Þannig tjáir hann sig í bréfi til Konráðs Gíslasonar þann 15. febrúar 1837: Mezzofanti, sem flest kann málin, sagði mér, að maður mætti ekki gleyma að álíta málin sem meðal, og ef ég fyrir málsins skuld fer á mis við augnamiðið, þá er alt ónýtt, og svo fer þó fyrir mér: Eg væri búinn að rita tífalt meira síðan ég kom til íslands til nytsemi og fróðleiks landi okkar, ef ég hefði ekki látið málið leggja á mig þvílíka fjötra (...). (Tómas Sæmunds- son 1907:205) í sama bréfi útlistar hann að nytsemi sé það sem skipti mestu máli í skrifum og sér í lagi í tímaritum sem almenningur eigi að hafa gagn af. Nokkrum árum síðar, eða 1839, er það sama enn uppi á teningnum og Tómas bregst harkalega við gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar: „Að málið væri ekki gott á þáttum mínum, þurftir þú ekki að segja mér, fyrst ég var búinn að segja þér það áður" (Tómas Sæmundsson 1907:250). Augljóslega er Tómas orðinn óþolinmóður. Hann leggur áherslu á að koma þurfi hlutum til skila en ekki liggja yfir þeim, málfari og stafsetningu svo lengi að einungis sé hægt að koma frá sér „blaði á ári". Tónninn er orðinn óvæginn þegar hér er komið sögu og Tómas segir: „(...) ég vil ekki kaupa góða málið ykkar fyrir efni og anda (...)" og heiftin stigmagnast í setningunni: „Eg vildi [að] íslendingar lærðu að hugsa, þá mun þeim skjótt lærast að tala" (Tómas Sæmundsson 1907:251). Sá sem greinir texta Tómasar með tilliti til málfars þarf að hafa þessa afstöðu höfundar í huga. I stuttu máli má segja að Tómas vilji í skrifum sínum leggja áherslu fremur á inntak en form og yfirleitt voru honum hagnýtissjónarmið ofarlega í huga. Þýðandi ætti þess vegna að vara sig á því að oftúlka formþætti textans. Af þeim textadæmum, sem gefin eru hér að framan, er þegar ljóst að stíll Ferðabókarinnar einkennist af löngum og flóknum málsgrein- um. Þannig tekur höfundur í formála á móti lesendum sínum með málsgrein sem þessari:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.