Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 66
54
Orð og tunga
fær um að skrifa hann svo góðan (...)• (Tómas Sæmundsson
1907:158)
A þessum forsendum er ekki að undra að Tómas legði áherslu á að
láta einnig lesa yfir ferðabók sína. Hann vantreysti sjálfum sér sem
rithöfundi á íslensku. Með árunum virðist þessi tilfinning, ásamt
þeim hörðu kröfum sem hinir Fjölnismennirnir gerðu til tungumáls-
ins, hafa leitt til þess að Tómasi fannst yfirleitt erfitt að koma einhverju
frá sér. Tungumálið varð honum fjötur um fót. Þannig tjáir hann sig í
bréfi til Konráðs Gíslasonar þann 15. febrúar 1837:
Mezzofanti, sem flest kann málin, sagði mér, að maður mætti
ekki gleyma að álíta málin sem meðal, og ef ég fyrir málsins
skuld fer á mis við augnamiðið, þá er alt ónýtt, og svo fer þó
fyrir mér: Eg væri búinn að rita tífalt meira síðan ég kom til
íslands til nytsemi og fróðleiks landi okkar, ef ég hefði ekki
látið málið leggja á mig þvílíka fjötra (...). (Tómas Sæmunds-
son 1907:205)
í sama bréfi útlistar hann að nytsemi sé það sem skipti mestu máli í
skrifum og sér í lagi í tímaritum sem almenningur eigi að hafa gagn
af. Nokkrum árum síðar, eða 1839, er það sama enn uppi á teningnum
og Tómas bregst harkalega við gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar:
„Að málið væri ekki gott á þáttum mínum, þurftir þú ekki að segja
mér, fyrst ég var búinn að segja þér það áður" (Tómas Sæmundsson
1907:250). Augljóslega er Tómas orðinn óþolinmóður. Hann leggur
áherslu á að koma þurfi hlutum til skila en ekki liggja yfir þeim,
málfari og stafsetningu svo lengi að einungis sé hægt að koma frá
sér „blaði á ári". Tónninn er orðinn óvæginn þegar hér er komið
sögu og Tómas segir: „(...) ég vil ekki kaupa góða málið ykkar fyrir
efni og anda (...)" og heiftin stigmagnast í setningunni: „Eg vildi
[að] íslendingar lærðu að hugsa, þá mun þeim skjótt lærast að tala"
(Tómas Sæmundsson 1907:251). Sá sem greinir texta Tómasar með
tilliti til málfars þarf að hafa þessa afstöðu höfundar í huga. I stuttu
máli má segja að Tómas vilji í skrifum sínum leggja áherslu fremur á
inntak en form og yfirleitt voru honum hagnýtissjónarmið ofarlega í
huga. Þýðandi ætti þess vegna að vara sig á því að oftúlka formþætti
textans.
Af þeim textadæmum, sem gefin eru hér að framan, er þegar ljóst
að stíll Ferðabókarinnar einkennist af löngum og flóknum málsgrein-
um. Þannig tekur höfundur í formála á móti lesendum sínum með
málsgrein sem þessari: