Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 58
46
Orð og tunga
2 Ferðinmikla
Tómas Sæmundsson (1807-1841) fór eftir nám sitt við Bessastaða-
skóla til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í guðfræði á árunum
1827-32. Hann var duglegur námsmaður og þótti afar vel gefinn.
Enginn efi lék á að hann myndi fá embætti á Islandi og ná langt í
lífinu. Hann hafði þegar fest ráð sitt og trúlofast Sigriði Þórðardóttur
sýslumanns í Garði í Aðaldal þó á laun hafi verið. Samt ákvað hann
að námi loknu að koma ekki strax heim til íslands og vildi heldur fara
í tveggja ára ferðalag. í bréfi til föður síns frá 23. apríl 1832 útskýrir
hann fyrirætlun sína með þessum orðum:
Manna-, þjóða- og veraldarþekkingin, sem er svo aldeilis
nauðsynleg, til að geta verkað gagnlega í svo mörgum emb-
ættisstöðum í lífinu, er það, sem mig sér í lagi enn þá vant-
ar, ásamt stærri fullkomnun í málum þeirra helztu þjóða í
Evrópu: Þýskra, Franskra, Italíenskra og Engelskra, svo ég
geti haft fult gagn af bókverkum þeirra, en til þess er það hið
einasta tilhrökkvandi meðalið, að uppihalda sér 1 eða 2 ár á
meðal þeirra. (Tómas Sæmundsson 1907: 98-99)
Menntaferð af þessu tagi tíðkaðist á meðal evrópskra aðalsmanna
allt frá 17. öld en í borgarastéttinni frá 18. öld (Brilli 1997, Grand Tour
2004). Ferðin hafði fengið heitið Grand tour sem leitt var af frönsku en
notað af enskum aðalsmönnum sem ferðuðust um Evrópu (Buzard
2002). Þegar Tómas Sæmundsson skipulagði ferð sína var hefðin orð-
in fastmótuð í borgaralegu samhengi. Afangastaðir, ferðaleiðir og
markmið voru í samræmi við hana en einnig við menntunarskilyrði,
áhugasvið og mismunandi efnahag ungu ferðalanganna. Eftir lok
Napóleonsstyrjalda óx straumur Grand towr-ferðamanna talsvert og
lagði grunn að nútímatúrisma. Margt sem við þekkjum í sambandi
við fjöldaferðamennsku í dag á rætur að rekja til Grand tour-ferðalaga
18. og 19. aldar. Almennt telst túrisminn vera kominn til sögunnar um
1830 þannig að Tómas var í sögulegu samhengi frekar síðbúinn grand-
túristi. Hins vegar er ekki hægt að túlka ferðalag hans sem snemm-
búið túristaferðalag. Hjá honum er ótvírætt um að ræða menntaferð
upp á gamla mátann.
Þegar ungir menntamenn lögðu í ferðina sína miklu áttu þeir ekki
einungis að skoða sig um í heiminum, læra tungumál og kynnast
mennta- og áhrifamönnum. Hluti af verkefninu var einnig að skrifa
bók um ferðina og læra og sanna þar með skipulögð vinnubrögð,