Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 94
82
Orð og tunga
að hann þjáist og örmagnast eins og kemur fram í orðasamböndum í
báðum tungumálunum: í spænsku er sagtsw/nWíflmfrre'þjástafhungri'
og það sama er sagt í íslensku. I spænsku er hægt að verða svo svangur
að maður missi sjónina, tengo un hambre que no veo, og í íslensku er það
kvalafullt að vera hungraður, maður verður sársvangur. Svo hungruð
verður manneskjan að hún fellur í yfirlið, estar desmayado de hambre,
eins og sagt er í spænsku en í íslensku verður maður örmagna eða
aðframkominn afliungri.
6. Hungur kvelur manneskjuna
íslenska: Þjást af hungri, vera sársvangur, líða hungurkvalir, vera ör-
magna/aðframkominn afhungri.
Spænska: Sufrir hambre 'þjást af hungri', el hambre tortura al hombre
'hungrið kvelur manneskjuna', tengo un hambre que no veo 'að sjá ekki
fyrir hungri', estar desmayado de hambre 'vera í yfirliði af hungri'.
7. Hungur drepur tnanneskjuna
Eins og áður sagði er ekki þrautalaust að vera soltinn eða aðframkom-
inn af hungri og jafnvel að því kominn að deyja úr hungri eða morirse
de hambre eins og sagt er á spænskri tungu. I spænsku er einnig haft á
orði að vera hálfdauður af hungri eða estar medio muerto de hambre. Eins
og sést hér að neðan á íslenskan litríkari orðasambönd en spænskan
yfir það að deyja úr sulti.
íslenska: Vera dauður úr sulti, drepast úr hungri, deyja úr hungri, farast/
sálast úr hungri, vera (falla) hungurmorða, vera banhungraður, deyja úr
sulti og seyru.
Spænska: Estar muerto de hambre 'vera dauður úr hungri', morir(se) de
hambre 'deyja úr hungri'.
GRUNNMYND 6 [HLUTUR]
Það að leggja sér hvað sem er til munns er merki heils hungurs. I
spænsku er slíkt hungur tjáð með orðasamböndum eins og comerse los
codos 'éta eigin olnboga' og estar tan hambriento que se come uno hasta
las piedras 'vera svo illa haldinn af hungri að vera að því kominn að
leggja sér grjótið til munns'. I íslensku er hungrið tjáð með magninu
sem viðkomandi gæti hugsað sér að innbyrða til að slá á það, þ.e. éta
heilt naut eða heilan hest og þá væntanlega með húð og hári.