Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 167

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 167
Ritdómur 155 uppsláttarorð, til að auðkenna orðið sjálft, eða framan við samheiti og þá gat merkið átt við orðið sjálft eða við notkun orðsins í viðkomandi merkingu. í þriðju útgáfu er ekki lengur gerður greinarmunur á máli sem sker sig frá hinu almenna og viðurkennda eftir því hvort það er fornt og úrelt eða nýtt og óstaðfest, heldur eru öll afbrigði frá almennu og viðurkenndu máli merkt með stjörnu (*). I formála 3. útgáfu fylgir sú skýring að notandi verði að gæta sín við notkun slíkra orða og leita sér heimilda um þau annars staðar. Dæmi um auðkenningu orða með stjörnu má sjá á fyrstu síðu í stafkafla N. Þar eru sex orð merkt með stjörnu: *nabbast mm nöldra, *nadd hávaði; nöldur, *nadda nöldra; naga, *nammi sælgæti, *nanna mær, *nappa grípa. Undirritaður lesandi á sjötugsaldri, alinn upp í reykvísku úthverfi, man ekki betur en orðin nammi og nappa hafi verið almennt og viður- kennt mál, að minnsta kosti meðal jafnaldra hans, og hann kannast ekki við annað en þau séu enn almennt mál meðal þess fólks, hálfri öld síðar; en nú renna á mann tvær grímur: Eru þessi orð enn þá vafa- söm tökuorð eða slangur, eða eru þau með einni kynslóð orðin sjald- gæft, fornt og staðbundið málfar? Orðin gotterí og mæra eru skráð samheiti hins viðurkennda sælgætis án athugasemdar. I málvitund lesanda eru orðin nammi og gotterí á svipuðum slóðum í málrófinu, og elstu dæmi um bæði orðin í Ritmálssafni OH eru frá síðari hluta 20. aldar. Við nánari umhugsun má ef til vill halda því fram að orðið nammi sé frekar notað þegar talað er til yngri barna en gotterí (gottirí) þegar talað er til eldri, en ætti það að hafa áhrif á virðingu þess í tungumálinu? Ekki minnist undirritaður þess að hafa heyrt orðið mæra fyrr en Húsvíkingar tóku upp á að halda mærudaga og þá stóðu Húsvíkingar sjálfir í þeirri trú að þetta væri þingeyskt orð, jafnvel sér- húsvískt slangur, sbr. fréttir í Degi 12. febrúar og 19. apríl 1994. Ekkert skal fullyrt um það hér en elstu dæmi í Ritmálssafni OH staðfesta notk- un orðsins á 18. öld. Stjörnumerkta sögnin *nappa vísar á grípa. Af 32 samheitum, orðum og orðasamböndum sagnarinnar grípa er einung- is sögnin nappa stjörnumerkt og er hún þó skráð í Ritmálssafni OH frá 19. öld. Ef til vill væri ástæða til að merkja einnig sögnina hanka, að minnsta kosti í merkingunni 'grípa' því samkvæmt dæmum í Rit- málssafninu virðist það ekki hafa verið algengasta merking hennar. Þessi dæmi sýna hversu vandasamt er að merkja orð sem afbrigði ef orðabókarhöfundur telur að þau séu ekki töm öllum þorra málnot- enda. Slíkar merkingar geta verið bundnar einstaklingum og svæð- um. En þessi dæmi sýna líka hversu mikils er misst að gera ekki grein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.