Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 116 úti í mörkinni og því er oft stuðst við raðir basískra laga en þó kemur fyrir að basísk gjóskulög mynda góð leiðarlög. Sem dæmi má nefna stök basísk Kötlulög sem finnast langt frá upptakastað en þau eru auðþekkjanleg á kolsvörtum lit sínum. Annað dæmi er hið svo- kallaða Landnámslag (V-871) sem myndaðist við gos í Vatnaöldum um ~870 e.Kr., en gjóskulagið er auðþekkjanlegt á grængráum eða grænsvörtum lit sínum og miklum fjölda plagíóklaskristalla.26,38,39 Við tengingar er einnig stuðst við efnasamsetningu gjóskuleiðarlaga, hún er borin saman við þekkta samsetning hvers leiðarlags til að tryggja að um rétt leiðarlag sé að ræða.14,40–48 Aðalefnasamsetning gjósku getur skorið úr um uppruna hennar, og við tengingar óþekktra gjóskulaga og/ eða gjóskulagasyrpna á milli sniða er stuðst við efnasamsetningu ásamt stöðu gjóskulaga í jarðvegssniðum. Þessar tengingar varpa ljósi á þann fjölda gjóskulaga sem eiga uppruna sinn í eldstöðvum sem jarðvegs- sniðin umkringja. 2. mynd. Jarðvegssnið og umhverfi þeirra, sömu númer og á 1. mynd b. – Outcrops and their surroundings, lettering as in Fig. 1b. Ljósm./Photos: Bergrún Arna Ólafsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.