Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 14
Náttúrufræðingurinn 122 en hún hefur þó dalað og sýnir um 80 gos á 1000 árum sem er svipað og áður hefur verið áætlað.16,18 Bárðarbunga Á sama máta finnast einungis fimm gjóskulög yngri en 800 ára frá Bárðarbungu (4. mynd). Þessi fjöldi varðveittra laga er einungis ¼ hluti þekktra sögulegra gosa frá Bárðarbungu sem er í samræmi við niðurstöður Guðrúnar Larsen og Jóns Eiríkssonar15 úr jarðvegs- sniðum á láglendi. Áætlaður fjöldi gosa í Bárðarbungu þessi sömu 6500 ár er því um 330, sem þýðir að meðaltali 48 gos á hverjum 1000 árum eða um 5 gos á hverri öld (spönn 1–8 gos á öld). Fjarlægð milli gosstöðvar og jarðvegsopna virðist ekki hafa eins mikil áhrif á varðveisluhlutfall Bárðarbungugjósku og raunin er fyrir Grímsvatnagjósku. Þrátt fyrir að Grímsvötn sýni meiri virkni en Bárðarbunga er einungis mögulegt að tengja 54% Grímsvatnagjósku- laga milli sniða en hægt er að tengja 62% Bárðarbungugjóskulaga milli tveggja eða fleiri sniða. Þetta, ásamt því að varðveislu hlutfall á hálendi og lálendi er það sama fyrir Bárðarbungu, gæti bent til þess að dreifing gjóskulaga frá Bárðarbungu sé meiri en Grímsvatnagjóskulaga sem aftur bendir til þess að gosin sem mynda þau séu stærri og/eða standi lengur yfir. Slíkur stærðarmunur á gosum frá Bárðarbungu og Gríms- vötnum kann að útskýra lægri tíðni í Bárðarbungu. Öfugt hlutfall milli gostíðni og gosstærðar er vel þekkt, en þá fer saman há tíðni og lítil gos og lág tíðni kallast á við stór gos.t.d. 51,52 Engu að síður reynist varð- veislustuðull gjóskulaga í jarðvegs- sniðunum hinn sami (eða 1/4) óháð hvaðan gjóskan er ættuð. Þessi stað- reynd rennir enn frekari stoðum undir þá aðferðafræði sem hér er notuð. Þó er alveg ljóst að frekari rannsókna er þörf á stærðum Gríms- vatna og Bárðarbungu gosa til að mögulegt sé að staðfesta þennan grun en ómögulegt er að reikna rúmmál gjóskulaga út frá einungis sjö opnum. Bárðarbungugos eru ekki jafn- dreifð í tíma frekar en Gríms- vatnagos (5. mynd). Tíðni gjósku- falls eykst fyrstu 7000 árin og er hæst fyrir 1–2 þúsund árum síðan (6. mynd) þegar 80 gos urðu á 1000 árum. Eftir þessa miklu virkni fellur gostíðnin niður í 24 gos á síðasta árþúsundinu sem er lægsta gostíðni kerfisins síðustu 5000 árin. Áætluð gostíðni er að sama skapi lægst, 16 gos á 1000 árum, fyrir 7–8 þúsund árum en hafa þarf í huga að einungis hluti jarðvegssniðanna nær svo langt aftur. Kverkfjöll Þar sem Kverkfjöll hafa ekki gosið á sögulegum tíma er ekki hægt að reikna varðveislustuðul á sama hátt og gert er fyrir Grímsvötn og Bárðarbungu. Við áætlun varð- veislustuðuls fyrir Kverkfjöll var tekið mið af því að staðsetning Kverkfjalla er svipuð Bárðarbungu, eldstöðvarnar eru báðar í norður- hluta Vatnajökuls, nálægt jökuljaðri og í svipaðri hæð.31 Því var sama nálgun notuð fyrir Kverkfjöll og Bárðarbungu, þ.e. að einungis eitt af hverjum fjórum gjóskulögum hafi varðveist í jarðvegssniðum á hálendi. Eftir tengingu milli jarðvegs- sniða sjást 17 forsöguleg Kverkfjalla- gjóskulög sem gefur áætlaða gos- tíðni um 70 gos á 6500 árum eða að meðaltali eitt gos á hverri öld (spönn 0–3 gos/öld). Tíðni gjósku- falls bendir hins vegar til þess að virkni Kverkfjalla hafi verið mjög lotubundin á nútíma með meira en 1000 ára löngum goshléum en nú- verandi goshlé er orðið um 1200 ár. Á tímabilinu fyrir 5–6 þúsund árum, þegar virknin var sem hæst, finn- ast 8 gjóskulög í tengdum jarðvegs- sniðum og er áætluð gostíðni því um 32 gos á 1000 árum (6. mynd). Um 55% Kverkfjallagjósku eða tíu gjóskulög, finnast í fleiri en einu jarðvegssniði. Kverkfjöll er því lítið virk eldstöð á nútíma með aðeins einn virknitopp og mjög löng goshlé. Þrátt fyrir það eru Kverk- fjöll virkust á tímabilum þegar hinar eldstöðvarnar tvær sýna einnig háa gostíðni (6. mynd). Umræður Er breytileg gostíðni Grímsvatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla af völdum breytilegra umhverfisað- stæðna eða mismikillar kviku- framleiðslu? Eftir tengingu jarðvegssniða fæst að áætluð gostíðni Grímsvatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla er tví- toppa, fyrri toppurinn kemur fram fyrir 5–6 þúsund árum og seinni fyrir 1–2 þúsund árum (6. mynd d). Lægð er í gostíðni fyrir 2–5 þúsund árum og verður hún hér kölluð lágvirkni- tímabilið. Það kann annað hvort að endurspegla litla kvikuframleiðslu eða verið tilkomið vegna rýrnunar jökulsins, sem kæmi fram í minni gjóskuframleiðslu vegna minni jökulþekju yfir gosstöðvum Gríms- vatna, Bárðarbungu og Kverk- fjalla. Að öllu jöfnu rennur basalt- kvika sem hraun í gosum undir beru lofti, en samspil kviku og íss er einn meginþátta sem veldur basalt tætigosum og þ.a.l. myndun basalt- gjósku með mun meiri útbreiðslu. Breyting á stærð og legu jökul- hulu yfir eldstöðvum getur því haft töluverð áhrif á gjóskuframleiðslu. Á heildina litið verða flest gos eld- stöðvakerfa í megineldstöðinni sjálfri en mun sjaldnar gýs einungis út á sprungusveimum kerfanna.52 Á síðustu tveimur öldum hefur gosið a.m.k. tuttugu sinnum í Gríms- vötnum,8,23,53 þar af gaus í það minnsta einu sinni utan megineld- stöðvarinnar (í Þórðarhyrnu 190323) og önnur sjö gos áttu sér stað fyrir utan eða að hluta fyrir utan Gríms- vatnaöskjurnar.54 Því er auðsjáanlegt að megnið af Grímsvatnagosum verða í megineldstöð kerfisins. Eldstöðvakerfin þrjú, Grímsvötn, Bárðarbunga og Kverkfjöll, hafa verið mismikið hulin jökli síðan ísaldarjökulinn tók að leysa. Ingi- björg Kaldal og Skúli Víkingsson55 hafa sýnt hvernig ísaldarjökullinn hopaði á suður- og mið-Íslandi. en hann tók síðan að stækka eftir hlýskeiðið um miðbik nútíma. Í dag eru megineldstöðvar Gríms- vatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla allar huldar jöklum, auk 2/3 hluta

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.