Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 15
123 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Grímsvatna eldstöðvakerfisins.25,58 Jöklar hopuðu einnig af Bárðar- bungukerfinu við lok ísaldar og upphaf nútíma, og suðvesturhluti kerfisins varð íslaus snemma á nú- tíma. Samkvæmt rannsóknum Elsu G. Vilmundardóttur og Guðrúnar Larsen voru hraungos tíðust þar fyrir 8–9 þúsund árum síðan.t.d. 59 Í dag eru um 60 km af 190 km löngu Bárðarbungukerfinu huldir jökli.25 Sprungusveimur Kverkfjalla til norðurs er að mestu íslaus (1. mynd). Bergrún A. Óladóttir o.fl.60 færðu rök fyrir tilvist Mýrdalsjökuls á hlýjasta skeiði nútíma sem styður við þá kenningu að þegar jöklar voru sem minnstir hafi þeir þó hulið hæstu tinda Vatnajökuls.61 Því er líklegt að basalt tætigos hafi átt sér stað í megineldstöðvunum allan nútíma og þar af leiðandi er lágvirknitímabilið, í gostíðni Gríms- vatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla, ekki tilkomið vegna breytinga í umhverfisaðstæðum. Að auki má nefna að hlýjasta skeið nútíma (fyrir 7–8 þúsund árum56,57) er 1–3 þúsund árum áður en gosvirknin verður hvað lægst (fyrir 2–5 þúsund árum) sem dregur úr líkum þess að umhverfisaðstæður hafi áhrif á breytingar sem sjást í gostíðni. Önnur rök gegn því að lágvirkni- tímabilið sé af völdum umhverfis- breytinga eru þau að gostíðni eld- stöðvanna þriggja er ekki í lág- marki á sama tíma (6. mynd). Því bendir flest til þess að innræn ferli fremur en umhverfisaðstæður valdi breytingum á gostíðni með tíma. Breyting á gostíðni með land- fræðilegri legu Gjóskulög frá nútíma sýna greini- lega að Grímsvötn hafa verið virkust eldstöðvakerfanna þriggja og á eftir fylgir Bárðarbunga (6. mynd). Eldstöðvakerfin tvö sem næst eru meintri miðju hins ís- lenska möttulstróks (1. mynd) eru því virkustu eldstöðvakerfin. Gostíðnisveiflur þessara eld- stöðvakerfa falla ekki saman við sveiflur á gostíðni eldstöðvakerfa á suðurhluta Eystra gosbeltisins. Tíðni gjóskufalls frá Kötlu er hæst á árunum fyrir 7–8 þúsund og 2–4 þúsund árum síðan10,14 (7. mynd). Svipaða sögu er að segja um tíðni súrra gjóskulaga en hún er hæst frá því fyrir 7–8 þúsund og 2–4 þúsund árum.15 Aldursdreifing hrauna á Eystra gosbeltinu sýnir sveiflu sem líkist þeirri sem sést í Kötlu og í súru gjóskulögunum.13 Súru lögin sem hér eru nefnd eru flest frá Heklu, Kötlu, Torfajökli og Eyjafjallajökli15 og eru því öll staðsett á suðurhluta 7. mynd. Samantekt annars vegar á gjóskufallstíðni eldstöðvakerfa (tíðni gjóskulaga/þús. ár) yfir miðju hins meinta íslenska möttulstróks (tvær efri myndirnar) og hins vegar eld- stöðvakerfa á þeim hluta Eystra gosbeltisins sem ekki verður fyrir teljandi áhrifum reks (tvær neðri myndir). Sýnd er gjóskufallstíðni frá jökulþakta hluta Grímsvatna, Bárðar- bungu og Kverkfjallakerfanna,48 tíðni hrauna á íslausa hluta Bárðarbungukerfisins (grænt súluritt.d. 59), gjóskufallstíðni súrra laga frá Torfajökli, Kötlu, Heklu og Eyjafjallajökli á Eystra gosbeltinu15 og gjóskufallstíðni Kötlu (fjólublátt súlurit10,14). Ljósbláar rendur gefa til kynna hvenær virkni möttulstróksins virðist mest. Sjá frekari umfjöllun í texta. – Summary of eruption frequency (number of eruptions/1000 years) of volcanic systems above the assumed centre of the Iceland mantle plume (top two) and those located on the non-rifting part of the EVZ (bottom two). Cumulated TLF for the ice-covered part of the Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll volcanic systems (top panel48), lava flow frequency (LFF) for the ice-free part of the Bárdarbunga system (green panele.g. 59), Katla in violet and silicic tephra from Torfajökull, Katla, Hekla and Eyjafjallajökull on the EVZ in orange (after Larsen and Eiríksson15). Columns cutting across panels indicate maximum plume activity. See further discussion in text. Aldur (þúsund ár) – Age (ka) E ys tra g os be lti , u ta n te lja nd i á hr ifa r ek s – N on ri fti ng p ar t o f E as te rn v ol ca ni c zo ne Á hr if m öt tu ls tró ks – In flu en ce o f m an tle p lu m e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.