Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 35
143 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Karl Skírnisson Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 143–149, 2013 Um líffræði tríkína og fjarveru þeirra á Íslandi Tríkínur eru sníkjuþráðormar sem lifa í mönnum og dýrum víðast hvar í heiminum. Fram til ársins 1972 þekktu menn einungis eina tegund, Trichinella spiralis. Síðan hefur komið í ljós að tríkínutegundirnar eru að minnsta kosti ellefu. Lífsferillinn er beinn, lirfur upprunnar úr hráu kjöti eða hræjum eru uppspretta sýkinga. Talið er að um 10 milljónir manna um allan heim séu smitaðar af tríkínum. Síðustu áratugina hefur smit í fólki á Vesturlöndum og í Vesturheimi verið á stöðugu undanhaldi, einkum vegna skipulegrar leitar að lirfum í svína- og hrossakjöti sem oft hefur reynst vera uppspretta faraldra í mönnum. Ísland er eitt fárra landa í heiminum þar sem tríkínur eru ekki landlægar. Vekur það nokkra furðu því sérstök norður- hjarategund, T. nativa, er algeng í næsta nágrenni við landið. Finnst hún bæði í hvítabjörnum (Ursus maritimus) (1. mynd) og heimskautaref (Vulpes lagopus) á Grænlandi og Svalbarða. Lirfurnar þola langvarandi frost öfugt við lirfur hinna tegundanna. Á undanförnum árum og áratugum hefur T. nativa með vissu borist þrisvar sinnum til landsins, í öll skiptin með hvítabjörnum. Fyrsti björninn var felldur árið 1963 í Hornvík (2. mynd), hin dýrin syntu nýverið til Íslands. Gera má því skóna að svipað hafi þráfaldlega gerst í gegnum aldirnar og fjöldi hvítabjarna smitaðir af tríkínum hafi borið beinin hér á landi án þess þó að sníkjudýrið hafi orðið landlægt. Í greininni er farið yfir líffræði þessara illræmdu sníkjuþráðorma og greint frá því hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum til að leita þeirra. Í lokin er aðeins fjallað um það hvort, og þá við hvaða aðstæður T. nativa gæti orðið landlæg í lífríki Íslands. Ritrýnd grein ferillinn. Fljótlega áttuðu menn sig á því að tríkínur geta valdið alvar- legum sjúkdómi. Ennfremur að slíkt hafi gerst um langa hríð því at- huganir á mörg þúsund ára gömlum múmíum í Egyptalandi sýna að í þeim er að finna þolhjúpa tríkína.2,3,4 Tríkínutegundirnar og útbreiðsla Þegar kom fram á sjöunda áratug síðustu aldar fór vísindamenn að gruna að tríkínur væru af fleiri en einni tegund. Skömmu síðar, eða árið 1972, lýstu rússneskir sníkju- dýrafræðingar svo sérstakri norður- hjarategund, T. nativa.5 Eftir því sem rannsóknir hafa aukist og greiningartækni fleygt fram hefur fleiri tegundum verið lýst. Í dag er greint á milli átta tríkínutegunda auk þriggja sameinalíffræðilega skilgreindra arfgerða (T6, T8, T9) sem allar eru samt áþekkar í útliti.3,4 Tríkínur eru flokkaðar eftir því hvort lirfurnar mynda utan um sig þolhjúpa eða hvort þær lifa hjúp- lausar úti í vöðvum. Báðar gerð- irnar eru taldar eiga sameiginlegan forföður sem lifði fyrir allt að 20 milljónum ára í Evrasíu. Tegunda- myndun varð svo þegar sníkjudýrin og hýslar þeirra einangruðust landfræðilega, til dæmis í Norður- Ameríku (T. murelli) eða sunnan við Sahara í Afríku (T. nelsoni).2,6 til Richard Owen, safnvarðar við Royal College of Surgeons í London. Lýsti hann þessum áður óþekkta ormi ásamt þolhjúpnum sem umlukti sníkjudýrið.1 Ormurinn hlaut nafnið Trichinella spiralis. Vísar heitið til lögunar lirfanna og þess hvernig þær lifa langar, mjóar og upprúllaðar innan í þolhjúpum, orðið trichnia er upprunnið úr grísku og merkir hárlaga (3. mynd). Árið 1860 tókst mönnum að ráða lífs- Sögulegt yfirlit Við krufningu berklasjúklings árið 1835 í London veitti ungur lækna- nemi, James Paget, því athygli að í þind hins látna var aragrúi örsmárra korna sem minntu einna helst á fínan sand. Forvitni rak hann til að skoða þessi korn í smásjá og sá hann þá fyrstur manna að inni í hverri örðu leyndist upprúlluð lirfa. Í fram- haldinu var bita úr þindinni komið

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.