Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 43
151
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Sigurður Björnsson og Þröstur Þorsteinsson
Heilsuverndarmörk brenni-
steinsvetnis og styrkur þess
á höfuðborgarsvæðinu
Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 151–158, 2013
Árið 2010 var sett reglugerð um hámarksstyrk brennisteinsvetnis (H2S) í
andrúmslofti, heilsuverndarmörk, þar sem hámark daglegra hlaupandi
24-stunda meðaltala má ekki fara yfir 50 µg/m3. Einnig skal ársmeðaltalið
vera undir 5 µg/m3. Íslensku mörkin eru borin saman við mörk og viðmið
erlendis, en íslensku heilsuverndarmörkin hafa verið gagnrýnd fyrir að
vera óþarflega ströng. Í ljós kemur að þau skera sig ekki úr og víða má
finna töluvert strangari mörk og viðmið. Einnig má færa rök fyrir því að
samanburður íslensku markanna við viðmið WHO (Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin), sem eru 150 µg/m3 á sólarhring, sé ekki gagnlegur þar sem
íslensku mörkin eru sett með langtímaheilsu almennings í huga, en viðmið
WHO eru ákvörðuð með tilliti til bráðaáhrifa. Mengunarmörk, sem segja til
um hámarksstyrk mengandi efnis í vinnuumhverfi starfsmanns, á Íslandi
og í Evrópu, eru mjög nálægt þeim styrk sem talinn er skaðlegur heilsu og
er því mælst til að þau verði skoðuð nánar. Styrkur H2S á höfuðborgar-
svæðinu, mældur við Grensásveg (GRE) í Reykjavík og á Hvaleyrarholti
(HEH) í Hafnarfirði, var í 19 klukkustundir yfir heilsuverndarmörkum á
GRE árið 2010 en aldrei árin 2011–2012 né á HEH árin 2010–2012. Styrkurinn
yrði yfir lyktarmörkum í 1000±280 klukkustundir á ári (meðaltal áranna
2010–2012) ef þau miðuðust við 10 µg/m3. Á báðum stöðvum kemur
fram sterkt árstíðabundið mynstur þar sem minni styrkur H2S mældist yfir
sumarmánuði en vetrarmánuði, að öllum líkindum vegna þess að hitahvörf
eru algengari á veturna.
Inngangur
Brennisteinsvetni (H2S) er litlaus
lofttegund sem myndast náttúrulega
á jarðhitasvæðum og getur einnig
myndast af mannavöldum í ýmiss-
konar iðnaði.1 H2S er uppleysanlegt
í vatni2 og getur oxast í súlfíð (SO2)
sem aftur getur oxast í brennisteins-
sýru í andrúmsloftinu og valdið súru
regni3. Brennisteinsvetni er eitruð
lofttegund4 og á greiðasta leið inn í
líkamann í gegnum öndunarfærin2.
Áberandi lykt er af H2S (eins
og af rotnu eggi) og mannsnefið
ber kennsl á lykt þess þótt það sé í
mjög lágum styrk, eða frá ~7–11 µg/
m3.2 Þar af leiðandi er H2S mengun
meira áberandi en mengun vegna
margra annarra efna og efnasam-
banda. Ef styrkur H2S verður mjög
hár (hærri en ~225 mg/m3) lamast
hins vegar lyktarskynið.2 Eftir að
Hellisheiðarvirkjun var gangsett
fóru fleiri athugasemdir að berast
frá íbúum höfuðborgarsvæðisins
um lyktarmengun vegna H2S og
meira var tekið eftir tæringu málma.
Einnig sást aukning í H2S mengun
í mæligögnum frá mælistöðinni
við Grensásveg, en hún var sett
upp stuttu áður en virkjunin var
gangsett.1 Vitund fólks um loftgæða-
mál hefur verið að aukast og fljótlega
eftir gangsetningu virkjunarinnar fór
að bera meira á kröfum um hreinsun
H2S úr útblæstri. Lengi hefur verið
til umræðu að draga úr styrk H2S
í útblæstri frá Nesjavallavirkjun og
Hellisheiðarvirkjun, en Orkuveita
Reykjavíkur (OR) fullyrðir nú að
útstreymi brennisteinsvetnis frá
virkjunum sínum sé stærsta um-
hverfismál sem fyrirtækið glímir
við.5 Það er í samræmi við mat sér-
fræðinga við Háskóla Íslands.4
Áhrif H2S á heilsu manna má
flokka í eitrunaráhrif og langtíma-
áhrif. Eitrunaráhrif verða við mjög
háan styrk H2S, mældan í milli-
grömmum á rúmmetra (mg/m3),
sem getur valdið dauða. Slíkur
styrkur getur mælst í nágrenni jarð-
varmavirkjana.1 Langtímaáhrif verða
við styrk sem er mældur í míkró-
grömmum á rúmmetra (µg/m3), en
áhrif H2S mengunar í lágum styrk til
langs tíma á heilsu manna eru ekki
vel þekkt.6,7 Einnig mætti taka með
lyktaróþægindi, en þá er styrkur-
inn aðeins nokkur µg/m3.2
Í þessari grein er grundvöllur við-
miða og marka um takmarkanir á
styrk H2S í andrúmslofti útskýrður
og íslensku mörkin eru borin saman
við viðmið og mörk sett af alþjóða-
stofnunum og í öðrum löndum.
Styrkur H2S er skoðaður á tveimur
Ritrýnd grein