Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn 152 mælistöðum á höfuðborgarsvæðinu (við Grensásveg í Reykjavík og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði) á árunum 2010 til 2012. Athugaðar eru klukkustundir yfir núgildandi mörkum til að meta ástand mála og hvaða áhrif strangari mörk hefðu. Heilsuverndarmörk og viðmið fyrir h2s Árið 1987 setti Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (e. World Health Organization, WHO) viðmið fyrir hámarksstyrk margra mengandi efna í andrúmslofti, þar á meðal H2S. Tilgangur viðmiðanna er að vera grundvöllur til verndunar lýðheilsu fyrir bráðaáhrifum mengandi efna í lofti og lagalega bindandi hámörk fyrir loftmengun. Margar þjóðir hafa tekið mið af viðmiðum WHO við setningu eigin viðmiða eða lagalega bindandi marka.8 Ákvörðun viðmiða WHO fyrir H2S Til að ákvarða viðmið fyrir H2S fól WHO hópi sérfræðinga að komast að því við hvaða styrk í andrúmslofti skaðleg áhrif á heilsu manna byrjuðu að koma fram (e. Lowest-Observed- Adverse-Effect Level, LOAEL)8. Upp- lýsingar um áhrif lágs styrks H2S á fólk eru ekki nægjanlegar til þess að hægt sé að ákvarða LOAEL-gildið af nákvæmni. Þar af leiðandi þurftu sérfræðingarnir að reiða sig á rann- sóknir á eituráhrifum, sameigin- lega reynslu og dómgreind. Niður- staða þeirra var að neikvæð áhrif, bráðaáhrif, hæfust við 15 mg/m3, sem er við mörk þess styrks þar sem augnertingar2 og vefjaskemmda9 verður vart (1. mynd). Næst þurfti að ákvarða svokallaðan öryggisþátt, en í honum er tekin saman í eitt gildi óvissa í sambandi styrks H2S og áhrifa hans á fólk. Stærð öryggis- þáttarins fer eftir því hve óvissan (og þar af leiðandi áhættan) er mikil.8 Ef óvissan er lítil sem engin væri lítil áhætta og nota mætti beint gildið þar sem skaðleg áhrif hefjast. Óvissan er hins vegar töluverð og skiptist í nokkra þætti. Lítið er um gögn varðandi langtímaáhrif H2S mengunar í lágum styrk og því þarf að nýta gögn sem fengin eru með prófunum á dýrum eða litlum hópum manna. Þegar slík gögn eru túlkuð með tilliti til manna og stærri hópa eykst óvissan. Dýr geta verið viðkvæmari en menn fyrir efnum og öfugt og eins er fólk líka mis- jafnlega viðkvæmt. Einnig koma mengandi efni sjaldnast fyrir ein og sér heldur í blöndu fleiri efna sem geta minnkað eða aukið skaðleg áhrif hvers annars. Að lokum getur verið ástæða til að hækka öryggis- þáttinn ef áhrif mengunar eru alvarleg jafnvel varanleg. Þegar öll óvissuatriði höfðu verið tekin til greina var öryggisþáttur fyrir H2S skilgreindur sem 100, en það þykir nokkuð hátt. Fyrir utan fyrrgreinda óvissuþætti var helsta ástæðan sú að styrkurinn þarf ekki að aukast mikið frá því augnertingar verður vart þar til alvarlegur augnskaði á sér stað (1. mynd). Til þess að fá sjálft viðmiðunargildið er LOAEL-gildinu deilt í öryggisþáttinn svo útkoman verður 0,15 mg/m3 eða 150 µg/m3.2 WHO setti líka lyktarviðmið til þess að vernda almenning fyrir óþægindum af vondri lykt. Vart verður við lyktina þegar styrkur H2S er orðinn þrisvar til fjórum sinnum hærri en greiningarstyrkurinn2, en það er sá styrkur þegar vart verður við lykt en ekki er hægt að bera kennsl á hana8 (1. mynd). Erfitt er að setja fram gildi á styrk H2S þar sem lyktaróþæginda verður vart út frá þeim gögnum sem til eru, þar sem fólk er mjög misjafn- lega næmt. Þegar styrkur H2S er í kringum greiningar- eða kennimörk er hann mjög lágur í andrúmsloft- inu og erfitt að mæla hann. Einnig 1. mynd. Áhrif H2S á lyktar- skyn og heilsu. Ef styrkur er við íslensku heilsuverndar- mörkin þarf hann að aukast u.þ.b. þrjúhunduðfalt til að fólk finni fyrir óþægindum vegna augnertingar. Grænir punktar eru lággildi, rauðir eru hágildi.2,10 Mælikvarði á y-ás er lógaritmískur. – Effects of H2S on olfaction and health. If the concen- tration is similar to the Ice- landic health limit, it has to increase 300 fold for people to experience discomfort due to eye irritation. Red dots are maxima, green dots minima. The scale for the y-axis is logarithmic.0 1 10 100 1,000 10,000 100,000 1,000,000 10,000,000 30 0x 10 x Vi mi WHO (150 g/m3) – WHO guideline Augnerting / Vefjaskemmdir (15–30 mg/m3) – Threshold for eye irritation Greining lyktar (0,2–2 g/m3) – Odour dectection Kennsl borin á lykt (0,6–6 g/m3) – Odour identified Heilsuverndarmörk á Íslandi (50 g/m3) – Health limit in Iceland Alvarlegur augnska i (70–140 mg/m3) – Serious eye damage Lyktarskyn tapast (210–350 mg/m3) – Loss of olfactory sense Alvarlegur lungnabjúgur (450–750 mg/m3) – Pulmonary oedema with risk of death Vanöndun / Öndunarstopp / Yfirli (750–1400 mg/m3) – Strong CNS stimulation, hyperpnoea followed by respiratory arrest Lömun öndunarfæra (1400–2800 mg/m3) – Immediate collapse with paralysis of respiration St yr ku r H 2S – H 2S c on ce nt ra tio n (μ g/ m 3 )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.