Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 45
153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags geta önnur mengunarefni haft áhrif á greiningar- og kennimörkin, bæði til hækkunar og lækkunar. Sér- fræðingar töldu þó að ef styrkur H2S væri yfir 7 µg/m3 í meira en hálfa klukkustund myndu berast margar kvartanir vegna lyktar. Þess vegna var ákveðið að lyktarmörkin skyldu miðast við 7 µg/m3 með 30 mínútna meðatalstíma.2 Heilsuverndarmörk brennisteins- vetnis á Íslandi Heilsuverndarmörk eru leyfilegt hámarksgildi mengunar og eru sett til þess að draga úr skaðlegum áhrifum mengunar og tryggja heilsu manna til lengri tíma. Árið 2010 setti þáverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, reglugerð um heilsuverndarmörk fyrir brenni- steinsvetni (1. tafla). Helstu mark- mið reglugerðarinnar eru að við- halda og bæta gæði andrúms- lofts með tilliti til H2S, draga úr skaðlegum áhrifum þess á heilsu og umhverfi, tryggja mælingar á styrk H2S í andrúmslofti og miðlun þeirra upplýsinga til almenn- ings.10 Aukinn styrkur H2S á höfuð- borgarsvæðinu og í sveitarfélögum í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar í kjölfar gangsetningar hennar og fjöldi kvartana vegna lyktar- óþæginda þrýsti á um að lagalega bindandi mörk yrðu sett. Fram að 1. júlí 2014 má hlaupandi 24 klukkustunda meðaltalsstyrkur H2S fara fimm sinnum yfir 50 µg/m3 á ári (5 dagar á ári þar sem styrkur er yfir mörkum a.m.k. eina klst.), en aldrei eftir 1. júlí 2014. Með hlaupandi meðaltali er átt við að gildið sem miðað er við fyrir hverja klukkustund er meðaltalsstyrkurinn síðastliðnar 24 klukkustundir. Í rökstuðningi sínum fyrir því af hverju gildið 50 µg/m3 var valið sagði ráðherra að óvissa ríkti um áhrif langvarandi innöndunar H2S á heilsu og því yrði almenningur að njóta vafans. Einnig myndi þetta gildi koma í veg fyrir megna lyktarmengun.11 Mengunarmörk Mengunarmörk eru leyfilegur há- marksstyrkur mengandi efnis í vinnuumhverfi starfsmanns. Þau eru tilraun til að meta hversu mikla mengun starfsmaður þolir bæði í skemmri og lengri tíma (allt upp í heila starfsævi) án þess að heilsa hans verði fyrir tjóni.12 Á Íslandi eru mengunarmörk fyrir H2S 7 mg/m3 og 14 mg/m3 miðað við 8 klukkustunda og 15 mínútna meðaltalstíma.13 Þetta eru mörk frá Evrópusambandinu sem voru tekin upp beint í íslensku mengunar- markaskrána.14 Nefnd óháðra sér- fræðinga setur mörkin15 út frá vefja- skemmdum í nefholi rotta sem eru taldar hefjast við 14 mg/m3. Það gildi er notað beint með 15 mínútna meðaltalstíma vegna þess að vefja- skemmdirnar eru staðbundnar og rottur anda aðallega með nefinu eins og menn. Til að fá mörk með 8 klukkustunda meðaltalstíma er mælt með öryggisstuðli upp á tvo til að leiðrétta fyrir skorti á gögnum og mun á aðstæðum sem þolendur eru í, rottur á tilraunastofu og menn á vinnusvæði.9 Samanburður á heilsu- verndarmörkum og við- miðum fyrir h2s Upplýsingar um heilsuverndar- viðmið og mörk eru oftast aðgengi- legar á vefsíðum stofnana sem hafa loftgæði og mengun á sinni könnu. Til samanburðar við íslensku heilsu- verndarmörkin voru aðallega valin enskumælandi lönd, ríki eða fylki (í Norður-Ameríku), þar sem lífs- gæði eru svipuð og á Íslandi.16,17 Stundum var notast við skýrslur eða greinar sem innihéldu umfjöllun um viðmiðin/mörkin og þá var reynt að hafa þær sem nýjastar. Löndin, ríkin og fylkin sem skoðuð voru (2. mynd) nota mismunandi langan meðaltals- tíma fyrir sín mörk/viðmið svo taka verður tillit til þess í samanburði. Meðaltalstími þeirra marka sem voru skoðuð er þó ávallt 24 stundir eða styttri; til dæmis notar Hawaii einnar klukkustundar meðaltals- tíma18, líkt og Kalifornía19, New York20 og Nýja Sjáland21, en British Columbia22 og Ontario23 nota 24 klukkustunda meðaltalstíma. Breytilegt er á milli landa hvort til eru viðmið eða mörk um hámarks- styrk H2S í andrúmslofti. Bretland og Ástralía (nota 0,1 ppm = 139,4 µg/m3) nota viðmið WHO en hafa ekki bundið þau í lög.24,25 Indland og Taívan nota einnig viðmið WHO og hafa bundið þau í lög.26,27 Mörg lönd, ríki og fylki kjósa að miða við þann styrk H2S þegar lykt fer að finnast til að vernda al- menning gegn lyktaróþægindum (1. mynd). Sum lönd kjósa að nota lyktarviðmið WHO beint (eða því sem næst) eins og Nýja-Sjá- land21, þau kanadísku fylki sem skoðuð voru22,23,28,29 og New York ríki20. Önnur ríki eins og Kalifornía og Maine nota niðurstöður rann- sókna sem segja að meðaltal lyktar- þröskulds sé um 40 µg/m3.19 Sum ríki Bandaríkjanna leggja einfald- lega til grundvallar heilsu og vel- ferð fólks án þess að rökstyðja það frekar.30,31 Bandaríkin eru ekki með alríkisviðmið heldur er ríkjunum í sjálfsvald sett hvort þau setja sér við- mið eða lagalega bindandi mörk.32 Viðmiðunartími – Reference time Mörk (µg/m3) – Limit Fjöldi skipta sem má fara yfir mörk árlega – Number of allowed exceedances Gildir frá – Valid from Hámark daglegra hlaupandi 24-klukkustunda meðaltala – Max for running 24-h mean 50 5 1. júní 2010 Hámark daglegra hlaupandi 24-klukkustunda meðaltala – Max for running 24-h mean 50 0 1. júlí 2014 Ár – Year 5 1. tafla. Heilsuverndarmörk H2S. Rúmmál miðað við 293 K og 101,3 kPa. Hlaupandi 24-klukkustunda meðaltal er meðaltal síðustu 24 klukkustunda þegar mæling er gerð.10 – Health limits for H2S.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.