Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 51
159 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 159–166, 2013 Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen Ritrýnd grein Varp stormmáfa hefur verið vaktað í Eyjafirði frá árinu 1980. Frá og með 1990 hafa talningar farið fram á fimm ára fresti. Niðurstöður talninganna frá árinu 1980 til ársins 2000 voru birtar í Náttúrufræðingnum árið 2004. Hér er gerð grein fyrir talningum árin 2005 og 2010. Vorið 2005 voru 462 stormmáfspör á vöktunarsvæðinu og hafði þeim fækkað um 26 pör frá 2000. Vorið 2010 fundust 660 pör á svæðinu. Á árunum 1980 til 2010 hefur stormmáfum í Eyjafirði fjölgað úr 111 varppörum í 660 pör, eða um 6,1% á ári. Aðferðir Vorið 2005 voru varpör og varp- staðir í Eyjafirði taldir á tímabilinu 25. maí til 1. júní en vorið 2010 frá 18. maí til 6. júní. Á þessum árstíma eru flestir stormmáfar orpnir og auð- veldast að telja þá við hreiður. Varp- staðir eru skilgreindir út frá land- fræðilegum þáttum (áreyri, árbakki, hólmi o.s.frv.) en á hverjum stað getur verið frá einu pari og upp í nokkra tugi para. Við talningarnar var tvenns konar aðferðum beitt; (1) talningum á fuglum og (2) hreiðurtalningum. Langflestir varpstaðir stormmáfa í Eyjafirði eru sýnilegir frá vegum og auðvelt er að telja fuglana með sjónauka eða fjarsjá frá vegi eða af útsýnisstöðum í nánd við vegi. Algengast er að sjá fugl á hreiðri og makann skammt frá á verði. Stundum sést aðeins álegufuglinn en einnig kemur fyrir að par standi saman án þess að hreiðrið sjáist. Við Akureyrarflugvöll og í ós- hólmum Eyjafjarðarár var leitað skipulega að hreiðrum og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda fugla. Þessar ólíku aðferðir gáfu svipaða niðurstöðu. Vöktunarsvæði Vestan fjarðar nær vöktunar- svæðið frá Ólafsfirði í norðri suður fyrir Hólsgerði, syðsta bæ í Eyja- fjarðarsveit þar sem er heilsárs- búseta. Austanvert við Eyjafjörð eru norðurmörkin rétt utan við Grenivík. Stærð vöktunarsvæðisins er 556 km2 (2. mynd) eða um 0,5% 1. mynd. Stormmáfsungar í hreiðri í Krossanesborgum við Akureyri. – Common Gull chicks in nest at Krossnesborgir, on the outskirts of Akureyri town. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 05.07.2007. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði Inngangur Varp stormmáfa Larus canus í Eyja- firði hefur verið vaktað frá árinu 1980 en þá fór fyrsta heildartalningin fram. Frá og með 1990 hefur varpið verið metið á fimm ára fresti. Fjallað var um niðurstöður talninga 1980, 1990, 1995 og 2000 í 3.–4. hefti 72. árgangs Náttúrufræð- ingsins árið 2004.1 Þar var talningar- aðferðum og varpútbreiðslu í Eyja- firði lýst og landnámi tegundarinnar á Íslandi gerð ítarleg skil. Ennfremur var rætt almennt um stormmáfa á Íslandi, útbreiðslu og stærð þess hluta íslenska stofnsins sem verpur á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði. Í þessari grein eru birtar niðurstöður talninga 2005 og 2010.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.