Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 51
159 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 159–166, 2013 Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen Ritrýnd grein Varp stormmáfa hefur verið vaktað í Eyjafirði frá árinu 1980. Frá og með 1990 hafa talningar farið fram á fimm ára fresti. Niðurstöður talninganna frá árinu 1980 til ársins 2000 voru birtar í Náttúrufræðingnum árið 2004. Hér er gerð grein fyrir talningum árin 2005 og 2010. Vorið 2005 voru 462 stormmáfspör á vöktunarsvæðinu og hafði þeim fækkað um 26 pör frá 2000. Vorið 2010 fundust 660 pör á svæðinu. Á árunum 1980 til 2010 hefur stormmáfum í Eyjafirði fjölgað úr 111 varppörum í 660 pör, eða um 6,1% á ári. Aðferðir Vorið 2005 voru varpör og varp- staðir í Eyjafirði taldir á tímabilinu 25. maí til 1. júní en vorið 2010 frá 18. maí til 6. júní. Á þessum árstíma eru flestir stormmáfar orpnir og auð- veldast að telja þá við hreiður. Varp- staðir eru skilgreindir út frá land- fræðilegum þáttum (áreyri, árbakki, hólmi o.s.frv.) en á hverjum stað getur verið frá einu pari og upp í nokkra tugi para. Við talningarnar var tvenns konar aðferðum beitt; (1) talningum á fuglum og (2) hreiðurtalningum. Langflestir varpstaðir stormmáfa í Eyjafirði eru sýnilegir frá vegum og auðvelt er að telja fuglana með sjónauka eða fjarsjá frá vegi eða af útsýnisstöðum í nánd við vegi. Algengast er að sjá fugl á hreiðri og makann skammt frá á verði. Stundum sést aðeins álegufuglinn en einnig kemur fyrir að par standi saman án þess að hreiðrið sjáist. Við Akureyrarflugvöll og í ós- hólmum Eyjafjarðarár var leitað skipulega að hreiðrum og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda fugla. Þessar ólíku aðferðir gáfu svipaða niðurstöðu. Vöktunarsvæði Vestan fjarðar nær vöktunar- svæðið frá Ólafsfirði í norðri suður fyrir Hólsgerði, syðsta bæ í Eyja- fjarðarsveit þar sem er heilsárs- búseta. Austanvert við Eyjafjörð eru norðurmörkin rétt utan við Grenivík. Stærð vöktunarsvæðisins er 556 km2 (2. mynd) eða um 0,5% 1. mynd. Stormmáfsungar í hreiðri í Krossanesborgum við Akureyri. – Common Gull chicks in nest at Krossnesborgir, on the outskirts of Akureyri town. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 05.07.2007. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði Inngangur Varp stormmáfa Larus canus í Eyja- firði hefur verið vaktað frá árinu 1980 en þá fór fyrsta heildartalningin fram. Frá og með 1990 hefur varpið verið metið á fimm ára fresti. Fjallað var um niðurstöður talninga 1980, 1990, 1995 og 2000 í 3.–4. hefti 72. árgangs Náttúrufræð- ingsins árið 2004.1 Þar var talningar- aðferðum og varpútbreiðslu í Eyja- firði lýst og landnámi tegundarinnar á Íslandi gerð ítarleg skil. Ennfremur var rætt almennt um stormmáfa á Íslandi, útbreiðslu og stærð þess hluta íslenska stofnsins sem verpur á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði. Í þessari grein eru birtar niðurstöður talninga 2005 og 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.