Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 52
Náttúrufræðingurinn 160 af flatarmáli Íslands. Stormmáfar verpa einvörðungu neðan 200 m hæðarlínu. Að teknu tilliti til þess tekur vöktunarsvæðið til 2,2% lands. Niðurstöður Fjöldi og útbreiðsla 2005 Vorið 2005 fundust alls 462 pör stormmáfa á 76 varpstöðum í Eyja- firði (3. mynd) og er það tíu stöðum færra en árið 2000. Alls bættust við 24 staðir þar sem stormmáfar urpu ekki árið 2000 en 34 varpstaðir frá árinu 2000 voru ekki notaðir. Stormmáfum hafði fækkað örlítið frá talningunni vorið 2000, úr 488 pörum í 462 (5,3%). Á öllum nýju varpstöðunum (47 pör alls á 24 stöðum) utan eins, urpu eitt til fjögur pör á hverjum stað. Varpstaðurinn í Engihlíð var sá sem skar sig úr en þar urpu níu pör. Langstærsta varpið var í Hrísey, alls 94 pör, og hafði það nær tvöfaldast frá árinu 2000. Næst- stærsta varpið var á áreyrum beggja vegna Þverár í Eyjafjarðarsveit, 51 par. Þar rúmlega tvöfaldaðist fjöldi varppara frá árinu 2000. Önnur stór vörp (>10 pör) vorið 2005 voru við Akureyrarflugvöll (37 pör), í Krossanesborgum (25 pör), ós- hólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar (19 pör), Laufáshólmum (18 pör), norðan ósa Svarfaðardalsár (17 pör) og við Eyjafjarðará á móts við Kropp (14 pör). Á átta stærstu varpstöðunum urpu alls 275 pör, eða 60% allra stormmáfa í Eyjafirði. Stök pör fundust á 27 varpstöðum (36% varpstaða) og tvö varppör voru á hverjum af tólf stöðum (16% varpstaða). Samkvæmt þessu urpu eitt eða tvö pör á rúmlega helmingi allra varpstaða stormmáfs í Eyjafirði árið 2005. Fjöldi og útbreiðsla 2010 Vorið 2010 fundust 660 varppör stormmáfa á alls 82 varpstöðum í Eyjafirði (4. mynd). Varpstöðum hafði því fjölgað um sex frá talning- unni 2005. Árið 2010 bættust við 34 varpstaðir en 28 varpstaðir frá árinu 2005 voru ekki notaðir. Frá 2. mynd. Vöktunarsvæði og varpstaðir stormmáfa í Eyjafirði. Getið er ýmissa örnefna sem koma fyrir í greininni. – Monitoring area and breeding colonies of Common Gull in Eyja- fjörður (N-Iceland) with local place names. talningunni 2005 hafði stormmáfum því fjölgað um 43%, úr 462 pörum í 660 pör árið 2010. Á öllum nýju varpstöðunum voru eitt til sjö pör á hverjum stað, alls 66 pör. Á 19 stöðum var eitt par, á sjö stöðum tvö pör, á þremur stöðum þrjú pör, á þremur stöðum fjögur pör, á einum stað fimm pör og á einum stað sjö pör. < 200 m

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.