Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 52
Náttúrufræðingurinn 160 af flatarmáli Íslands. Stormmáfar verpa einvörðungu neðan 200 m hæðarlínu. Að teknu tilliti til þess tekur vöktunarsvæðið til 2,2% lands. Niðurstöður Fjöldi og útbreiðsla 2005 Vorið 2005 fundust alls 462 pör stormmáfa á 76 varpstöðum í Eyja- firði (3. mynd) og er það tíu stöðum færra en árið 2000. Alls bættust við 24 staðir þar sem stormmáfar urpu ekki árið 2000 en 34 varpstaðir frá árinu 2000 voru ekki notaðir. Stormmáfum hafði fækkað örlítið frá talningunni vorið 2000, úr 488 pörum í 462 (5,3%). Á öllum nýju varpstöðunum (47 pör alls á 24 stöðum) utan eins, urpu eitt til fjögur pör á hverjum stað. Varpstaðurinn í Engihlíð var sá sem skar sig úr en þar urpu níu pör. Langstærsta varpið var í Hrísey, alls 94 pör, og hafði það nær tvöfaldast frá árinu 2000. Næst- stærsta varpið var á áreyrum beggja vegna Þverár í Eyjafjarðarsveit, 51 par. Þar rúmlega tvöfaldaðist fjöldi varppara frá árinu 2000. Önnur stór vörp (>10 pör) vorið 2005 voru við Akureyrarflugvöll (37 pör), í Krossanesborgum (25 pör), ós- hólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar (19 pör), Laufáshólmum (18 pör), norðan ósa Svarfaðardalsár (17 pör) og við Eyjafjarðará á móts við Kropp (14 pör). Á átta stærstu varpstöðunum urpu alls 275 pör, eða 60% allra stormmáfa í Eyjafirði. Stök pör fundust á 27 varpstöðum (36% varpstaða) og tvö varppör voru á hverjum af tólf stöðum (16% varpstaða). Samkvæmt þessu urpu eitt eða tvö pör á rúmlega helmingi allra varpstaða stormmáfs í Eyjafirði árið 2005. Fjöldi og útbreiðsla 2010 Vorið 2010 fundust 660 varppör stormmáfa á alls 82 varpstöðum í Eyjafirði (4. mynd). Varpstöðum hafði því fjölgað um sex frá talning- unni 2005. Árið 2010 bættust við 34 varpstaðir en 28 varpstaðir frá árinu 2005 voru ekki notaðir. Frá 2. mynd. Vöktunarsvæði og varpstaðir stormmáfa í Eyjafirði. Getið er ýmissa örnefna sem koma fyrir í greininni. – Monitoring area and breeding colonies of Common Gull in Eyja- fjörður (N-Iceland) with local place names. talningunni 2005 hafði stormmáfum því fjölgað um 43%, úr 462 pörum í 660 pör árið 2010. Á öllum nýju varpstöðunum voru eitt til sjö pör á hverjum stað, alls 66 pör. Á 19 stöðum var eitt par, á sjö stöðum tvö pör, á þremur stöðum þrjú pör, á þremur stöðum fjögur pör, á einum stað fimm pör og á einum stað sjö pör. < 200 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.