Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 61
169 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags tekið með bréfi 13. september 1973. Við Sveinn höfðum kynnst árið 1971 á ferðalagi um Bandaríki Norður- Ameríku ásamt Snæbirni Jónas- syni þá aðstoðarvegamálastjóra, en þar vorum við í boði Independence Foundation í því skyni að kynnast náttúruverndarstarfi í USA. Í upp- hafi starfs N-nefndarinnar kom okkur saman um „að æskilegt væri að nefndin tæki náttúrugripasafns- málin fyrir á víðari grundvelli en fælist í skipunarbréfi Menntamála- ráðuneytisins. Var haft samráð við ráðuneytið þar að lútandi og lýsti það yfir samþykki sínu við þá tilhögun“.6 Í nefndinni fóru fram hrein- skiptnar umræður stig af stigi, annars vegar um viðhorf til skipulags, samvinnu og verka- skiptingar náttúrugripasafna utan Reykjavíkur og hins vegar við NÍ. Annar fundur nefndarinnar (nr. 2) var haldinn á Náttúrufræðistofnun Íslands 27. janúar 1973 og sátu hann deildarstjórar stofnunarinnar og tveir starfsmenn að auki. Fóru þar fram ágætar umræður, og engin andmæli komu fram við að nefndin ynni áfram á grundvelli hugmynda sem fram höfðu komið og þar voru kynntar. Á 3. fundi nefndarinnar 5. mars 1973 lögðu Hjörleifur og Hörður, hvor í sínu lagi, fram til- lögur sínar um tengsl, samstarf og þróun náttúrugripasafna utan Suð- vesturlands. Tillögur þess fyrr- nefnda voru í formi viðbótar við lög um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands. Fyrir næsta fund nefndarinnar sendi Sveinn samnefndarmönnum greinargerð um sína afstöðu. Í framhaldi af því var rætt um þann greinarmun sem rétt væri að gera á söfnum með sýningar- og fræðslu- starfsemi sem meginþátt og söfnum sem að auki hefðu rannsókna- starfsemi með höndum. Þannig samræmdu nefndarmenn sjónarmið sín og á 7. fundi nefndarinnar lágu fyrir samkvæmt fundargerð tillögur frá öllum nefndarmönnum, byggðar í sama form. … Það mátti heita að á fundinum kæmu fram hugmyndir um samkomulagsgrundvöll flestra atriða, sem höfðu verið ósamhljóða í tillögum nefndarmanna … . Á 9. fundi lagði formaður fram uppkast að tillögum nefndarinnar í formi lagafrumvarps og voru þá enn „talsverðar viðbætur gerðar“. Síðasti fundur nefndar- innar var haldinn á Náttúrufræði- stofnun Íslands 12. september 1973. Í fundargerð segir m.a.: Hafði Sveinn fyrir þann fund borið laga- frumvarp nefndarinnar undir deildar- stjóra Náttúrufræðistofnunar [Eyþór Einarsson og Finn Guðmundsson], og gerði grein fyrir breytingartillögum frá þeim. Voru lagfæringar gerðar til samræmis við þær. Á fundinum var lokið við frumvarpið og skýringar við lagagreinar og gert ráð fyrir að ganga endanlega frá skilagrein nefndarinnar til samþykktar og undirskriftar utan fundar. Gekk það eftir og var frá nefndarálitinu gengið og það undirritað degi síðar, 13. september 1973. Kom for- maður skilagreininni síðan í hendur ráðherra ásamt fundargerðum nefndarinnar.7 6 Sjá greinargerð 13. sept. 1973 með tillögum náttúrugripasafnanefndar. Menntamálaráðuneytið, skjalasafn N-37. 7 Menntamálaráðuneytið, skjalasafn, mál N-37 1973. 5. mynd. Skilagrein N-nefndar 1973 (ljósrit). 4. mynd. Hörður Kristinsson grasafræð- ingur og Sveinn Jakobsson jarðfræðingur og formaður N-nefndar 1972–1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.