Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 62
Náttúrufræðingurinn 170 Aðalatriðin í tillögum N-nefndar 1973 Eins og áður greinir voru tillögurnar settar fram sem viðbót við lög nr. 60/1965 (15.–26. grein). Lögin svo breytt skyldu bera heitið: „Lög um almennar náttúrurannsóknir, Nátt- úrufræðistofnun Íslands og Náttúru- fræðistofur landshlutanna.“ Helstu efnisatriði voru eftirfarandi: • Heimilt er að leyfa starfrækslu einnar náttúrufræðistofu [frá og með 1990 hlutu þær nafnið náttúrustofur] í hverjum landshluta (kjördæmi), er njóti styrks úr ríkissjóði og starfi í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Eigandi og rekstraraðili á móti ríkissjóði séu landshlutasam- tök sveitarfélaga og/eða sveitar- og sýslufélög á viðkomandi svæði. Starfsemi stofunnar geti verið á fleiri en einum stað í landshlutanum eftir samkomulagi. • Helstu hlutverk hverrar nátt- úrufræðistofu séu að varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum; standa að sýningum náttúrugripa og vinna að fræðslu; stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd. • Stjórn stofunnar sé skipuð þremur eða fimm mönnum úr lands- hlutanum og skipi menntamálaráð- herra formann stjórnar. • Forstöðumaður, ráðinn af stjórn, hafi BS-próf eða þekkingu sem meta má til jafns við það. Hann ráði annað starfslið með samþykki stjórnar. • Ríkissjóður greiði laun forstöðu- manns í fullu starfi, svo og helm- ing stofnkostnaðar vegna húsnæðis, innréttinga, bóka- og tækjakaupa. Aðrar tekjur komi af heimavettvangi eða sem sértekjur. • Heimilt er ráðuneytinu að viður- kenna náttúrufræðistofu landshluta sem rannsóknarstofnun er stundi almennar náttúrurannsóknir og rannsóknir í þágu umhverfismála. Forstöðumaður hafi meistaragráðu. Ríkið greiði auk launa forstöðu- manns, laun eins eða fleiri aðstoð- armanna og framlag til reksturs er nemi minnst 1/3 af launagreiðslum ríkissjóðs til stofunnar. • Náttúrufræðistofnun Íslands leit- ist við að samræma störf og uppbygg- ingu náttúrustofanna til að koma á hagfelldri verkaskiptingu og sam- vinnu stofnananna. Haldinn sé árlega sameiginlegur fundur NÍ og forstöðu- manna og starfandi sérfræðinga og stofurnar skili NÍ fyrir árlegan aðal- fund ársskýrslum sínum sem fylgi með útgefinni ársskýrslu NÍ. Séu tillögur þessar frá 1973 um stofurnar bornar saman við gildandi lög frá 1992 sést að þær eru í meginatriðum efnislega samhljóða. Heimildin um að lyfta náttúrufræði- stofu upp á stig rannsóknarstofnunar vísar á það sem síðar var gerð til- laga um með setrum Náttúrufræði- stofnunar Íslands. Afdrif tillagna N-nefndar Magnús Torfi Ólafsson ráðherra fékk tillögur N-nefndar í hendur haustið 1973 en vannst ekki tími til að búa þær í hendur Alþingis á starfstíma sínum fyrir stjórnarslit vorið eftir. Þann 8. janúar 1975 ritaði því Hörður Kristinsson, þá orðinn forstöðumaður Náttúrugripasafn- sins á Akureyri, bréf til nýs mennta- málaráðherra, Vilhjálms Hjálmars- sonar, með ósk um að þessar tillögur verði aftur teknar fyrir hjá ráðuneytinu, með tilliti til þess að leggja þær fyrir Alþingi.8 Hliðstæða ósk flutti ég Vilhjálmi ráðherra munnlega um svipað leyti og ítrekaði hana síðar við hann. Ekkert gerðist hins vegar í málinu í ráðherratíð Vilhjálms utan nefndarálitið frá 1973 var sent til umsagnar nokkurra aðila. Haustið 1978 tók við ný ríkisstjórn undir for- sæti Ólafs Jóhannessonar og átti ég sæti í henni sem iðnaðarráðherra, en Ragnar Arnalds gegndi starfi menntamálaráðherra. Ræddi ég mál þetta fljótlega við Ragnar með ósk um að hann hreyfði því sem fyrst. Skömmu síðar tjáði hann mér hins vegar að umsagnir sem ráðu- neytinu hefðu borist um tillögur N- nefndar í tíð Vilhjálms forvera síns hafi að mati ráðuneytismanna verið svo neikvæðar að tilgangslaust væri að flytja málið í þeim búningi inn á Alþing í von um að fá það lögfest. Nefndi Ragnar sérstaklega umsögn sem borist hefði frá Náttúrufræði- stofnun Íslands um málið. Þegar litið er yfir umsagnir sem menntamálaráðuneytinu bárust á fyrrihluta árs 1976 um tillögur N- nefndar kemur í ljós, að flestar voru þær jákvæðar og með óverulegum athugasemdum. Þetta á m.a. við um umsagnir flestra landshlutasam- taka sveitarfélaga, en Fjórðungssam- band Vestfirðinga gerði þó fyrirvara um kostnað af stofnun eða rekstri stofanna, nema til komi auknir tekju- stofnar. Jarðfræðiskor Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands lýsti sig samþykka tillögunum en taldi æskilegt að gera meiri kröfur um menntun forstöðumanna og líf- fræðiskor Háskóla Íslands lýsti sig fylgjandi efni þeirra í meginatriðum. Það er hins vegar umsögn Finns Guðmundssonar, þáverandi for- stöðumanns Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem sker sig úr og sem að líkindum stöðvaði framgang máls- ins. Verður því nánar að henni vikið hér á eftir. 8 Menntamálaráðuneytið, mál N-37, 13/1 1975. 6. mynd. Magnús Torfi Ólafsson, mennta- málaráðherra 1971–1974.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.