Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 63
171 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Umsögn Finns Gumunds- sonar 1975 Álit Finns Guðmundssonar er dagsett 6. febrúar 1975. Eftir að hafa haft góð orð um vinnubrögð nefndarinnar, sem beri vott um alúð og vandvirkni, segir hann í bréfi sínu: Frv. nefndarinnar ber greinilega með sér, að það hefur verið samið af tiltölulega ungum og stórhuga mönnum, sem ekki hafa haft mikla reynslu af rekstri hreinna menningarstofnana í okkar fámenna og strjálbýla landi þar sem stöðugur fjár- skortur sníður öllum athöfnum okkar á þessu sviði mjög þröngan stakk. Ég vil þó sízt af öllu lasta stórhug nefndarmanna. En úr því nefndin fór langt út fyrir þau takmörk, sem henni voru upphaflega sett, hefði þurft að endurskipuleggja nefnd- ina sjálfa sökum þess, að hún hefði þá að mínu viti átt að ganga skrefi lengra en gert er ráð fyrir í frv. og átt að láta umrætt frv. ekki aðeins taka til nátt- úrugripasafna, heldur allra safna utan Reykjavíkur annarra en almennings- bókasafna. En þá hefðu líka fulltrúar annarra safnsviða en náttúrugripasafna þurft að eiga sæti í nefndinni. … Það virðist því með öllu ástæðulaust að stofna hér á landi til tveggja sjálf- stæðra og aðskildra safnastofnana hlið formann N-nefndarinnnar. Rétt er að taka fram að þau afdráttarlausu viðhorf sem Finnur setur fram í umsögn sinni höfðu ekki komið fram á fundum sem nefndin hélt tvívegis með starfsmönnum NÍ. Á fyrri fundinum (nr. 2) lýsti Finnur sig skv. fundargerð að vísu mótfall- inn því, að binda um of með lögum eða reglugerðum framtíðarþróun Nátt- úrugripasafna. … Varðandi tengsl milli Náttúrugripasafna og N.Í. lýsti hann þeirri skoðun, að þau ættu að vera laus, fremur en rígbundin af lögum og reglugerðum. Á seinni fundinum með nefndinni, skömmu áður en hún skilaði áliti, komu engir skýrir fyrirvarar fram af hálfu Finns við þær tillögur sem þá máttu heita fullmótaðar. Í ljósi þessa kemur af- dráttarlaus andstaða hans við til- lögur nefndarinnar í umsögninni tveimur árum síðar mjög á óvart. Ástæða er til að ætla að þessi afstaða Finns hafi öðru fremur orðið til þess að seinka tilkomu náttúrustofa og lögbundnum stuðningi ríkisins við þær um hálfan annan áratug. Þingsályktunartillaga og NN-nefnd 1985–1987 Þegar kom fram á 8. áratug aldar- innar og nálgaðist aldarafmæli Hins íslenska náttúrufræðifélags hófst enn á ný umræða meðal áhuga- manna um bágar aðstæður náttúru gripasýningar á vegum Náttúru- fræðistofnunar, sem aðeins hafði um 100 m2 sýningarrými til umráða í húsnæði sínu við Hlemmtorg. Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands beitti sér 1983 fyrir fræðsluferðum undir yfirskriftinni „Náttúrugripa- safn undir beru lofti“ til að minna á safnmálið og áhugamannahópur um byggingu náttúrufræðisafns, tengdur Hinu íslenska náttúrufræði- félagi, sendi 17. apríl 1985 frá sér ávarp með greinargerð um málið. Þann 15. maí 1985 var að frum- kvæði greinarhöfundar lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um náttúrufræðisafn á höfuðborgar- svæðinu flutt af tíu alþingismönnum 9 Tillaga til þingsályktunar um náttúrufræðisafn á höfuðborgarsvæðinu. 497. mál, þskj. 925 á 107. löggjafarþingi 1984–1985. 7. mynd. Helgi Hallgrímsson og Finnur Guðmundsson í Hrísey sumarið 1966. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. við hlið, þótt ríkissöfnin í Reykjavík, þjóðminjasafn og náttúrugripasafn (náttúrufræðistofnun) séu sjálfstæðar stofnanir. … Ég tel því heppilegustu lausn þessara mála þá, að samin verði ein heildarlög um núverandi byggðasöfn og náttúrugripasöfn utan Reykjavíkur, enda verði þar gert ráð fyrir að þessi söfn verði sameinuð. Með vísan til þessara sjónarmiða segir Finnur síðan … ég tel ekki ráð- legt, að sett verði nú sérstök lög um „náttúrufræðistofur landshlutanna“ og þeim síðan skeytt aftan við lög nr. 48/1965 um almennar náttúrurann- sóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands. Slíkt myndi aðeins torvelda þá fram- tíðarþróun, sem ég tel réttasta og eðli- legasta miðað við aðstæður. Undir lok bréfsins tekur Finnur fram að hér sé aðeins um persónulegar skoð- anir sínar að ræða, en bréfið undir- ritar hann engu að síður sem for- stöðumaður Náttúrufræðistofnunar Íslands. Umsögn þessi var ekki gerð opinber, og ég hygg að Finnur hafi engin samráð haft við sam- starfsmenn sína og deildarstjóra innan stofnunarinnar áður en hann sendi hana ráðuneytinu, þar á meðal ekki við Svein Jakobsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.