Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 64
Náttúrufræðingurinn
172
úr öllum þingflokkum.9 Tillagan
hljóðaði svo:
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn-
ina að hraða, m.a. í samráði við hóp
áhugamanna og Náttúrufræðistofnun
Íslands, undirbúningi að byggingu yfir
nútímalegt náttúrufræðisafn á höfuð-
borgarsvæðinu. – Byggingarundirbún-
ingur og fjárframlög til framkvæmda
verði við það miðuð að unnt verði að
opna safnið almenningi á árinu 1989
þegar 100 ár verða liðin frá stofnun Hins
íslenska náttúrufræðifélags og náttúru-
gripasafns á þess vegum.
Í niðurlagi greinargerðar með til-
lögunni sagði m.a.: Slíkt meginsafn á
sviði náttúrufræða á einnig að geta orðið
til stuðnings hliðstæðum söfnum víða á
landinu og nauðsynlegt er að finna sam-
starfi þessara safna ákveðinn farveg.
Haustið 1985, fljótlega eftir að
ofangreind tillaga var flutt á Alþingi,
skipaði þáverandi menntamálaráð-
herra, Ragnhildur Helgadóttir, nefnd
(hér nefnd NN-nefndin) til að fjalla
um tilhögun og uppbyggingu nátt-
úrufræðisafns. Náttúrustofur komu
hins vegar ekki við sögu í starfi
hennar. Formaður þessarar nefndar
var skipaður Ævar Petersen og
ásamt honum Ágúst H. Bjarnason,
þáverandi formaður HÍN, Björn
Friðfinnsson, Hrólfur Kjartansson,
Sveinbjörn Björnsson, Þór Jakobsson
og Þórunn J. Hafstein. NN-nefndin
skilaði áliti í árslok 1987 þar sem
áhersla var lögð á að efla þyrfti til
muna sýningar og fræðslu á sviði
náttúrufræða og tækni. Lagt var til
að byggt yrði hið fyrsta náttúrufræði-
hús fyrir þessa starfsemi og rann-
sóknir á vegum NÍ. Ekki var í nefnd-
inni full samstaða um rekstrarform,
en meirihluti hennar lagði til að
sýningar- og fræðslustarfsemi yrði
á hendi sjálfseignarstofnunar með
aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar,
Háskóla Íslands og fleiri skóla. Álit
nefndarinnar var sent til umsagnar
og fékk almennt góðar undirtektir.10
NNN-nefndin 1989–1990
Haustið 1988 urðu ríkisstjórnar-
skipti og varð Svavar Gestsson þá
menntamálaráðherra. Hann skipaði
þann 13. júní 1989 nefnd til þess að
semja drög að frumvarpi til nýrra
laga um náttúrurannsóknir og NÍ,
kanna möguleika á samkomulagi
um byggingu náttúrufræðihúss á
höfuðborgarsvæðinu og athuga
stöðu náttúrugripasafna í öðrum
landshlutum. Valdi nefnd þessi
sér heitið NNN-nefnd „þar eð all-
margar stjórnskipaðar nefndir
hafa glímt við svipað verkefni
síðustu áratugi.“ Í skipunarbréfi
nefndarinnar er vísað til tillagna frá
fyrri árum og nefndin beðin um að
hafa hliðsjón af þeim. … Í tengslum
við starf sitt skal nefndin athuga stöðu
náttúrugripasafna í öðrum landshlutum
með tilliti til rannsókna og samstarfs við
Náttúrufræðistofnun Íslands. Í því sam-
bandi verði m.a. farið yfir fyrirliggjandi
hugmyndir um byggingu Náttúrufræði-
húss á Akureyri.
Í nefnd þessa voru skipuð eftir-
talin: Hjörleifur Guttormsson, for-
maður; Eyþór Einarsson tilnefndur
af NÍ, Jóhann Pálsson tilnefndur
af Reykjavíkurborg, Sveinbjörn
Björnsson frá HÍ, Kristín Einars-
dóttir alþingismaður, Þóra Ellen
Þórhallsdóttir formaður HÍN og
Þórunn J. Hafstein deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu.
Nefndin skilaði áfangaáliti eftir
þriggja mánaða vinnu og kynnti
það á afmælishátíð HÍN þann 1.
október 1989.11
NNN-nefndin átti viðtöl við
fjölda aðila, kynnti þeim hugmyndir
sínar og leitaði umsagna. Meðal
þeirra sem sendu inn umsagnir
voru fulltrúar frá Vísindaráði og
Rannsóknaráði ríkisins. Hjá báðum
þessum aðilum komu fram þau við-
horf að í stað þess að efla NÍ sem
sjálfstæða einingu bæri að sam-
eina deildir hennar stofnunum og
skorum innan Háskóla Íslands.
Þessu var NNN-nefndin ekki sam-
mála. Hún hélt alls 33 fundi, auk
starfa í vinnuhópum, áður en hún
skilaði lokaáliti 22. mars 1990. Það
var tvíþætt, annars vegar tillögur
um Náttúruhús í Reykjavík12 og
hins vegar frumvarp til laga um NÍ
og náttúrustofur.13 Helstu nýmæli
í tillögum nefndarinnar voru þessi:
• Náttúrufræðistofnun Íslands var
skilgreind sem landsstofnun og
geta starfsstöðvar hennar, kall-
aðar setur, verið staðsettar á allt
að fimm stöðum á landinu, þar af
10 Menntamálaráðuneytið, skjalasafn Db. N–1 og N–48.
11 Áfangaskýrsla NNN-nefndar til menntamálaráðherra, 29. september 1989. Hugmyndir um Náttúrufræðihús, Náttúrufræðistofnun og tengsl þeirra við Háskóla
Íslands, ásamt fundargerðum tíu nefndarfunda.
12 Náttúruhús í Reykjavík. NNN-nefnd. Menntamálaráðuneytið, mars 1990.
13 Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Tillaga um frumvarp til laga frá NNN-nefnd. Menntamálaráðuneytið, mars 1990.
8. mynd. Frá hátíðarfundi Hins íslenska náttúrufræðifélags á 100 ára afmæli þess 1989.
Í ræðustól er Þóra Ellen Þórhallsdóttir, þáverandi formaður HÍN. Vigdís Finnboga-
dóttir forseti Íslands fyrir miðju og henni á vinstri hönd Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra. Ljósm. Skúli Þór Magnússon.