Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 66
Náttúrufræðingurinn 174 mennirnir Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Tómas Ingi Olrich, Valgerður Sverrisdóttir og Össur Skarphéðinsson. Hélt nefnd þessi átta fundi og lagði til fáeinar breytingartillögur frá því frumvarpi sem lagt hafði verið fram 1991, m.a. að heimild væri til að stofna alls til fimm setra NÍ, að meðtöldu setrinu í Reykjavík eins og NNN-nefndin hafði lagt til. Hafi hvert setur um sig sjálfstæðan fjárhag. Engar teljandi breytingar voru gerðar á ákvæðum um náttúrustofur. Ekki var gert ráð fyrir náttúrustofu í landshluta þar sem sett væri á fót setur NÍ. Var full samstaða um málið í nefndinni og var það síðan lagt fyrir þingið, þar sem umhverfisnefnd fékk það til meðferðar. Í nefndinni var eining um afgreiðslu málsins að öðru leyti en því, að einn nefndarmanna, Árni M. Mathiesen, vildi takmarka fjölda setra NÍ við tvö, eins og orðið hefur raunin hingað til. Við lokaafgreiðslu 20. maí 1992 var frumvarpið sam- þykkt samhljóða sem lög frá Alþingi. Með því var náð því markmiði sem fyrsta N-nefndin lagði til tveimur áratugum áður þegar hún gerði til- lögur um náttúrufræðistofur í lands- hlutunum. Tillögur N-nefndarinnar frá 1973 reyndust þannig endingar- góðar, því að efnislega var lítill sem enginn munur á þeim og textanum sem varð að lögum 1992. Átta mikilvægar stofnanir Eins og bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 60/1992 gerði ráð fyrir, var fyrsta náttúrustofan stofnuð í Nes- kaupstað 1995 með heitinu Nátt- úrustofa Austurlands. Starfsstöðvar hennar eru nú tvær austanlands, í Neskaupstað og á Egilsstöðum, og starfsmenn eru átta talsins. Nátt- úrustofa Suðurlands komst á lagg- irnar í Vestmannaeyjum ári síðar og á eftir fylgdi ein af öðrum þannig að 11. mynd. Náttúrustofur á Íslandi.Yfirlit sem sýnir stofnár og staðsetningu náttúrustofa á Íslandi 1995–2013. Myndgerð: Helga Einarsdóttir. 10. mynd. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra undirritar í Río sáttmálann um líf- fræðilega fjölbreytni 1992, sama ár og lög voru sett um náttúrustofur. Ljósm. Hjör- leifur Guttormsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.