Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 18
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðin hefur allsstaðar farið vel af stað í þeim ám þar sem veiðin er haf- in. Eftir gott smálaxasumar, eins og veiðimenn upplifðu í fyrra, má venju- lega búast við öflugum göngum stór- laxa árið eftir og sú virðist aldeilis vera raunin nú. Í Norðurá, þar sem veiðin hófst 4. júní, hafði til að mynda verið landað 215 löxum á miðviku- dagskvöldið var og er það langbesta byrjunin síðastliðinn áratug. Sömu sögu má segja úr Blöndu, þar sem veiði hófst degi síðar; 302 laxar höfðu verið færðir til bókar eftir miðviku- daginn og hafa slíkar tölur ekki sést þar þetta snemma sumars. Veiðimenn norðanlands og vestan eru líka sammála um að laxinn komi afar vel haldinn úr hafi að þessu sinni; atlætið hafi augsýnilega verið gott á vetrarslóð. Orri Vigfússon, formaður Verndar- sjóðs villtra laxastofna, segir við blaðamann að fara þurfi aftur til sum- arsins 1980 til að leita að sambæri- legri byrjun laxveiðisumars, en þá sneri líka mikið af stórum laxi snemma í árnar eftir tvo vetur í hafi. Hins vegar lauk göngum þá einnig snemma og lítið skilaði sér af smálaxi. Spennandi verður að sjá hvaer þróun- in verður hvað það varðar. Veiði hófst í byrjun vikunnar í Þverá og Kjarrá og var með eindæm- um góð; fyrstu hollin lönduðu 146 löx- um á fimm vöktum. 53 veiddust í Þverá og 93 í Kjarrá. Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar var þetta að mestu leyti vel haldinn stórlax og þeir lengstu allt að 94 cm. Veitt er á fjórtán stangir og veiddust því rúmlega tíu laxar á stöng í opnuninni sem telja má gríðargott. Veiðin var með með ólíkindum góð í Miðfjarðará í fyrrasumar og fór líka vel af stað nú á miðvikudag. „Já, byrj- unin er geysigóð,“ sagði Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki árinnar. „Eftir þrjár vaktir vorum við komnir með 48 laxa á sex stangir – það er gríðarlega mikið af fiski komið þetta snemma í ár.“ Rafn veiddi sjálfur fyrsta laxinn í sumar og var það smálax, sem kom honum mikið á óvart. Nokkrir slíkir hafa veiðst, og eru þeir líka mættir snemma, en að mestu er aflinn 75 til 90 cm hrygnur, „í ofboðslega góðum holdum“. Veiði hefst nú í hverri ánni á fætur annarri, til að mynda í Laxá í Aðaldal og Elliðaánum á mánudag. Þá er silungsveiði víða fín og bleikj- an á Þingvöllum komin að landi og veiðist oft á tíðum vel. Einstaklega góð byrjun í laxveiði  Mikið af tveggja ára laxi í góðum holdum gengur óvenju snemma í árnar Ljósmynd/Þorsteinn Máni Einn til Þórður Þorsteinsson með vænan lax við Kjarrá í opnuninni. Góð byrjun » Opnunarhollin í Þverá og Kjarrá lönduðu 146 löxum á fimm vöktum. » Fyrstu tíu dagana í Norðurá og Blöndu veiddust 215 og 302 laxar sem er afar góð byrjun. » Mikil af stórum laxi mætt í Miðfjarðará þar sem aflamet í náttúrulegri laxveiðiá var sett í fyrrasumar. ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpavogi Sumarið fer vel af stað á Djúpa- vogi. Veðrið hefur leikið við lands- hlutann einnig og er mikil breyting þar miðað við sama tíma á ári, en nú hefur vart komið dropi úr lofti í tvo mánuði.    Bera fór á ferðamönnum mun fyrr á árinu en gerst hefur og nú rennur enginn mánuður ársins hjá án þess að ekki staldri við erlent ferða- fólk á Djúpavogi. Á þessum tíma árs er hlutfall erlendra ferðamanna líkast til yfir 90%. Langflestir ferðamenn eru til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni við landið, en ljóst er að bæta þarf verulega úr aðgengi að hreinlætisaðstöðu þar sem langt er á milli þéttbýliskjarna.    Endurtekið koma fram kröfur á stjórnvöld ferðamála að beita sér fyrir því í samvinnu við vegagerðina að koma upp hreinlætisaðstöðu milli Hafnar og Djúpavogs, sem er langur leggur án þjónustu. Víða er slæm um- gengni kringum áningarstaði við þjóðveginn vegna þessa aðstöðu- leysis. Skortur á uppbyggingu innviða er því fremur vandamálið heldur en ferðamennirnir sjálfir, þótt slæma umgengni sé aldrei hægt að réttlæta. Ferðaþjónustan fer því enn vaxandi og hefur fjöldi starfa skapast í kring- um hana á svæðinu. Því hafa vinnu- færir skólanemar úr nógu að spila þegar kemur að atvinnu yfir sumar- mánuðina.    Sveitarsjóður Djúpavogshrepps er enn að sleikja sárin eftir brotthvarf Vísis hf með 90% aflahlutdeildar af svæðinu. Sú blóðtaka hefur haft veru- lega neikvæð áhrif á tekjustofna sveitarfélagsins sem hefur þó eftir allt saman tekist við erfiðar aðstæður að halda uppi mjög góðri þjónustu við samfélagið, m.a. með áherslu á ungt fjölskyldufólk.    Djúpavogshreppur leggur mikla áherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu og vill auk þess beita sér fyrir uppbygg- ingu samfélags með sterka umhverf- isvitund. Allt tekur þetta sinn tíma en aðild Djúpavogshrepps að samtökum Cittaslow hefur hjálpað mikið og vak- ið verðskuldaða athygli. Nú hafa fleiri sveitarfélög sýnt þessari uppbyggi- legu hugmyndafræði verulegan áhuga þar sem Cittaslow-formúlan hefur þegar dregið umtalsverðan fjölda fólks að svæðinu vegna jákvæðrar stefnumörkunar sveitarfélagsins.    Djúpavogshreppur hugsar ekki bara um atvinnulífið og umhverfið heldur blómstrar menningin þar einn- ig. Nú stendur fyrir dyrum stór- listasýningin „Rúllandi snjóbolti/7“, sem er samstarfsverkefni Sigurðar Guðmundssonar stórlistamanns, Ineke Guðmundsson og Djúpavogs- hrepps. Sýningin, sem hefst í byrjun júlí, hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum enda er um að ræða stærstu einstöku sýningu utan höfuðborgarsvæðisins á þeim mæli- kvarða að hvergi hafa jafn stór nöfn listamanna komið fram á einni og sömu sýningunni. Sýningin er í hús- næði gömlu bræðslunnar sem stendur við hið stórkostlega verk Sigurðar listamanns, „Eggin í Gleðivík“, sem hefur líklega þegar eitt mesta aðdrátt- arafl af því sem Djúpivogur hefur upp á að bjóða í dag. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Nóg að gera Nú stendur fyrir dyrum á Djúpavogi stórlistasýningin „Rúllandi snjóbolti/7“, en hún er samstarfs- verkefni Sigurðar Guðmundssonar stórlistamanns, Ineke Guðmundsson og Djúpavogshrepps. Menningin blómstrar 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hef- ur lagt til að Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Mikla- holtshreppur og Helgafellssveit sam- einist. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, sagði að tillaga að sameiningu hefði komið fram á svonefndum hugarflugsfundi sem haldinn var í fyrra í Stykkishólmi. Til hans boðuðu brottfluttir velunnarar Stykkishólms í samstarfi við Sturlu. Fundinn sat áhugafólk um byggð á Snæfellsnesi, þar á meðal fólk sem tengist atvinnulífinu. Sturla sendi nýverið bréf til forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar og oddvita Helgafellsveitar og oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps með ósk um að málið yrði rætt í sveitar- stjórnunum. Sturla sagði í samtali við Morgun- blaðið að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði samþykkt að koma til viðræðna um sameiningu. „Þeir benda á að það væri kjörið að taka Snæfellsbæ inn í þessa mynd,“ sagði Sturla. Talsmenn Helgafellssveitar og eins Eyja- og Miklaholtshrepps hafa ekki enn svar- að erindinu. Verði af sameiningu verður til landmikið sveitarfélag með um 2.200 íbúum. Á sunnanverðu Snæfellsnesi næði það frá Haffjarðará í austri og vestur að Staðarsveit. Á norðanverðu Snæfellsnesi næði sveitarfélagið frá Álftafirði í austri og út að Búlands- höfða í vestri. Sturla kvaðst telja að sameining sveitarfélaganna myndi skapa mjög öfluga stjórnsýslueiningu og hag- kvæma miðað við það sem er í dag. „Það yrði samrekstur á skólum, menningarstofnunum, höfnum og fleiru. Ég tel að þetta yrði mikil brag- arbót og myndi efla okkur bæði til sóknar og varnar,“ sagði Sturla. Hann kvaðst vona að viðræður um sameiningu geti hafist að loknum sumarleyfum í sumar. Vilja sameina á Snæfellsnesi  Tillaga um 2.200 íbúa sveitarfélag Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmur Tillaga um samein- ingu á innanverðu Snæfellsnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.