Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Ófeigur Íslendingar um allt land fögnuðu þjóðhátíðardeg- inum í gær og var fjölbreytt hátíðardagskrá venju samkvæmt. Fjöldi fólks lagði leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur en þar hófst dagskráin snemma morg- uns með samhljómi kirkjuklukkna. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð um borgina og myndaði stemninguna. Tvær skrúðgöngur lögðu af stað klukkan eitt, önn- ur frá Hlemmi og niður Laugaveg en hin frá Haga- torgi. Komu þær loks saman í Hljómskálagarðinum þar sem boðið var upp á ýmiss konar skemmtanir fyrir þær fjölskyldur sem þangað lögðu leið sína. Fjallkonan í ár, Linda Ásgeirsdóttir leikkona, las ljóð eftir skáldkonuna Huldu við hefðbundna hátíð- ardagskrá á Austurvelli. Það var árið 1947 sem ávarp fjallkonunnar var flutt í fyrsta sinn við hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík. Var það leikkonan Alda Möller sem þá var valin til að gegna hlutverk- inu. Hefur sú hefð haldist alla tíð síðan og oftast komið í hlut ungrar leikkonu að flytja ávarpið. Morgunblaðið/Þórður 17. júní Dagurinn var haldinn hátíðlegur á Seltjarn- arnesi þar sem lúðrasveit skundaði um göturnar. Morgunblaðið/Ófeigur Frá Austurvelli Fjallkonan í ár á Austurvelli var Linda Ásgeirsdóttir leik- kona. Sýnt var að vanda frá athöfninni í beinni útsendingu á RÚV. Morgunblaðið/Ófeigur Austurvöllur Ólafur Ragnar og Sigurður Ingi lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Morgunblaðið/Ófeigur Gleði Að ýmsu er að huga þegar fjölskyldan leggur leið sína í bæinn 17. júní. Kæti margra leynir sér þó ekki. Morgunblaðið/Ófeigur Nammi Stundum mætti halda að Ísland ætti einn fánalit í viðbót, bleikan, þegar litið er yfir fjöldann á þjóðhátíðardaginn og öðrum tyllidögum. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Bíladagar Á Akureyri fer um helgina fram hátíðin Bíladagar. Þar má berja augum marga forvitnilega fararskjóta, líkt og þann sem sjá má hér. Morgunblaðið/Ófeigur Herkastalinn Hjálpræðisherinn blés til kaffisölu líkt og hann hefur gert áratugum saman. Kaffisalan í ár var þó sú síðasta í Herkastalanum, sem nú hefur verið seldur. Þjóðhátíðardeginum fagnað Stultur Brugðið á leik í þjóðbúningnum á Árbæjarsafni. Morgunblaðið/Þórður Seltjarnarnes Fjallkonan Svana Helen Björnsdóttir flutti þar ávarp. 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Barnaskór Hummel Litur: Svart, nr 28-38 Hummel Stadil Leather Verð áður: 11.995 Verð nú 8.995 Dömuskór Rieker Litur svart, nr. 36-41 Leður hælasandalar Verð áður: 14.995 Verð nú 12.995 TOLLALÆK KUN Skechers Air, herra Cooled Memory Form Litur: Burg Verð áður: 15.995 Verð nú 13.995 Hátíðarhöld á 17. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.