Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Martin Widmark, einn vinsælasti barnabókahöfundur Svía, kemur til Íslands í haust og verður sérstakur gestur á Mýrinni, alþjóðlegri barnabókmenntahátíð í Reykjavík, að því er fram kemur á vef Forlags- ins sem hefur gefið út bækur eftir Widmark í röðinni um Spæjara- stofu Lalla og Maju, Demanta- ráðgátuna og Hótelráðgátuna. „Bækur Martins hafa trónað á toppi útlánalista sænskra bóka- safna árum saman, en hann hefur hlotið bókaverðlaun barna þar í landi ellefu ár í röð. Bækur Martins hafa verið þýddar á yfir 30 tungu- mál,“ segir á vefnum. Widmark var grunnskóla- og sænskukennari fyr- ir innflytjendur áður en hann sneri sér að ritstörfum, hefur samið nokkrar kennslubækur og ýtti verkefninu En läsande klass, eða Lesandi bekkur, úr vör til að efla læsi barna á aldrinum 7-12 ára. Martin Widmark verður gestur á Mýrinni í haust Vinsæll Rithöfundurinn Martin Widmark nýtur vinsælda í Svíþjóð. SECRET SOLSTICE Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fór af stað með pompi og prakt á fimmtudaginn en hátíðin er lengri og stærri í ár en hún hefur áður verið. Upp úr kvöldmatartíma fóru gestir að flykkjast í dalinn og var banda- ríska rappsveitn Flatbush Zombies sú fyrsta sem blaðamaður sá laða að sér merkjanlegan fjölda hopp- andi kátra gesta. Sveitin stóð vel fyrir sínu og virtist eiga sinn aðdáendahóp hérlendis, en stemmningin á tónleikunum náði hámarki um svipað leyti og væg úrkoma gerði vart við sig. Ekki síður spennandi var tónlistarmaðurinn Yamaho, eða Natalie Gunnarsdóttir, sem hefur verið virt nafn í heimi íslenskrar danstónlistar bæði sem skífuþeytir og tónlistarmaður um nokkurt skeið. Hún þeytti skífum og spilaði frumflutt efni í bland og var óljóst hvar eitt tók við af öðru, auk þess sem hún söng. Leyninúmer kvöldsins var diskósveitin Sister Sledge. Margir hefðu eflaust átt von á nýlegri sveit, en smellurinn We Are Fam- ily, sem féll vel í kramið hjá áhorf- endum, kom út árið 1979 svo dæmi sé tekið. Diskósveitin olli þó fáum vonbrigðum og hljóðfæraleikur og söngur sveitarinnar var vitnis- burður um reynslu listamannanna ef ekki fleira. Saint Germain átti að stíga á stokk þar á eftir en hafði látið sig vanta. Íslenska teknósveitin Gus Gus var fengin til að hlaupa í skarðið og var varla hægt að ímynda sér betri sveit til að taka þá áskorun að sér. „Vá hvað ég er fegin að hinir beiluðu,“ hrópaði einn hátíðargestur og virtist ekki vera einn um þá skoðun sína af stemningunni að dæma. Góð byrjun á spennandi hátíð og margt gott sem hér er ekki pláss til að greina frá. Góð byrjun á spennandi hátíð Yamaho Eða Natalie Gunnarsdóttir, hún vakti lukku meðal gesta. Gleði Stemningin á Secret Solstice-hátíðinni var gríðarlega góð og fimmtán þúsund manns hafa keypt miða. Morgunblaðið/Ófeigur Æðislegar Sister Sledge stóðu sannarlega fyrir sínu á tónleikunum. Flatbush Zombies Þeir koma frá Bandaríkjunum og löðuðu að sér hopp- andi káta tónleikagesti. Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016 Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNFÉLAGIÐ 4.júní – 21.ágúst ÍSLENSK NÁTTÚRA, verk úr safneign 15.janúar – 21.ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar ÞYRPING VERÐUR AÐ ÞORPI SÖGUR ÚR BÆNUM Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Duusmuseum.is DUUS SAFNAHÚS DUUS MUSEUM Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Síðasta sýningarhelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.