Morgunblaðið - 18.06.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.06.2016, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Síðasta sinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans, Dorrit Moussaieff, heilsa mannfjöldanum á Austurvelli í gær. Þetta var í síðasta sinn sem Ólafur Ragnar kom fram á 17. júní í nafni embættisins. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og kona hans, Elsa Ingjaldsdóttir, koma fast á hæla þeim hjónum. Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem fjölmenntu á Austurvöll. Ófeigur Íslensk þjóð- arsaga er ævin- týri líkust. Tug- þúsundir lögðu landnemar á út- hafið í leit að betra lífi og námu land sem þeir nefndu Ís- land. Þetta var á þeim tíma um- fangsmesta út- hafssigling sem sagan kann frá að greina. Til varð ís- lensk þjóð sem stofnaði fyrsta þjóðþing sögunnar, Alþingi. Þjóðin tók kristinn sið, skráði Íslendingasögur og sögur norrænna og ger- manskra þjóða, heims- bókmenntir. Íslenska þjóð- veldið var að sönnu blómatími. En það seig á ógæfuhlið- ina hjá þjóðinni við ysta haf. Hún missti forræði eigin mála, seldi sig undir erlent vald og kuldabola. Þjóðin þraukaði þrátt fyrir móðu- harðindi og aðra óáran. Iðn- bylting og borgarastétt komu með nýjar hugmyndir. Þeim skolaði til Íslands. Á 19. öld komu fram stórmenni sem hófu að vekja þjóðina; Jón Sigurðsson, Jónas Hall- grímsson – Fjölnismenn, Hannes Hafstein. Þjóð- skáldin blésu bjartsýni í brjóst fólks. Jónas orti: Ísland, farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt? Þjóðin tók að brjóta af sér hlekki fátæktar og erlendrar ánauðar. Hún tók að fóstra draum um frelsi, fullveldi og bætt lífskjör. Hún átti trú á kærleiksríkan Drottin. Vilji til framfara tók að herðast og geta til að stjórna eigin málum. Þjóðin vann heima- stjórn 1904, setti vélar í báta og keypti togara til lands- ins, réðst í sannkallað stór- virki – Reykja- víkurhöfn. Þjóð- in vann fullveldi 1918 og sjálf- stæði 1944. Hún hóf bar- áttu fyrir fiski- miðum sínum og vann fullnaðarsigur í þorskastríðunum 1976, var áhrifamesta smáþjóð ver- aldar í Kalda stríðinu. Ís- lensk þjóðin fylltist bjart- sýni, líkt og íslensk landslið sem hafa unnið glæsta sigra af því „strákar og stelpur“ fóstruðu draum, öðluðust trú, hertu vilja og juku getu til afreka. Efasemdum var vikið til hliðar. Þrír menn brjóstvörn þjóðar En þjóðin varð fyrir þungu áfalli í Hruninu 2008, sætti efnahagslegri árás frá Bretlandi og þungri pressu Evrópusambandsins um að axla skuldir „óreiðumanna“. Því var hafnað. Svo kom Ice- save. Þrír menn mynduðu brjóstvörn þjóðar gegn er- lendu ofríki ásamt In- Defence-hópnum. Þeir voru Ólafur Ragnar Grímsson for- seti sem kom í veg fyrir stórslys og vísaði Icesave til þjóðarinnar; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í In- Defence hópnum, sem for- sætisráðherra arkitekt skuldaleiðréttingar og út- gönguskatts á hrægamma; Davíð Oddsson í Seðlabank- anum, sem keyrði Neyðar- lögin í gegn. Spilltir banka- menn voru látnir axla ábyrgð gjörða sinna og sjö til tíu þúsund milljörðum var sturtað niður. Svo merkilegt sem það er þá hafa þessir þrír menn sætt linnulitlum árásum allar götur síðan, og ómerkilegum fyrirsátum. Þær árásir hafa komið erlendis frá jafnt sem hérlendis. Efasemdir hafa grafið um sig með þjóðinni, bölsýnisöfl náð fótfestu. Þrátt fyrir þunga ágjöf og því sé haldið að fram af læ- vísi að þjóðinni sé ekki treystandi til þess að fara með stjórn eigin mála, eru Íslendingar í 2. sæti á vel- sældarlista OECD og sækja fram. Í ljósi þessa ágrips snúast forsetakosningar í mínum huga um skýran valkost. Sá forsetaframbjóðandi sem mest fylgis nýtur hefur talað um „fávísan lýð“ sem grobbaði sig af sigrum í þorskastríðum. Hann kallaði Neyðarlögin „fuck-the- foreigners-lögin“. Hann kvað þjóðina eiga á hættu að verða N-Kórea ef hún hafn- aði Icesave og ESB. Ef hann hefði ráðið, þá væri íslensk þjóð hnípin – full efasemda. Ég styð hins vegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands 1991-2014. Manninn sem Sigmund heitinn teikn- aði ávallt með sólgleraugu af því hann talaði bjartsýni í ís- lenska þjóð. Davíð orti: Gleði og trú, bjartsýni æsku og von borgarbarna vegarnesti var. Eftir Hall Hallsson » Svo merkilegt sem það er þá hafa þessir þrír menn sætt linnu- litlum árásum allar götur síðan, og ómerkilegum fyrir- sátum. Hallur Hallsson Höfundur er fréttamaður og sagnfræðingur. Af frelsi og manndáð, gleði, trú og von Stofnfundur Viðreisnar var haldinn á dög- unum og nú getur að líta af- raksturinn. Þar kom flokkurinn fram með nokk- ur frumleg ný- mæli. Flokk- urinn aðhyllist sem sé réttlátt samfélag, við- skiptafrelsi, vestræna sam- vinnu o.fl. sem gerir að verkum að hann skilur sig skýrt og greinilega frá öðr- um kostum. Þarna vantar kannski til frekari áherslu þau sjónarmið sem for- ystumennirnir hafa áður barist fyrir, svo sem að vera þjóð með þjóðum, standa upprétt, leggja okkar af mörkum o.s.frv. í þeim anda sem þau börðust svo hart fyrir í Icesave-samning- unum eins og þjóð þekkir. Heiðarleg stjórnmál Við viljum heiðarleg stjórnmál, sagði ræðumaður á fundinum. Samt segir á heimasíðu flokksins: „Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla að- ild að Evrópusambandinu til þess að ná megi aðildar- samningi sem borinn verði undir þjóðina.“ Kallast þetta virkilega heiðarleg stjórnmál? Myndu ekki heiðarlegir stjórnmálamenn segja: „Þjóðin kjósi strax hvort hún vilji fulla aðild að Evrópusambandinu“ – punktur, basta? Fyrir liggja nákvæmar skýrslur sem fræðimenn úr háskólunum hafa unnið. Viðræður um aðildarsamning að Evrópu- sambandinu standa engum til boða; það eru hrein ósannindi sem ekki sæma því annars ágæta fólki sem þarna boðar sitt fagnaðar- erindi með þar til heyrandi paradís. Þau hafa því sam- stundis fallið á heiðarleikapróf- inu. Evran Til lengri tíma skal stefnt að upptöku evru með stuðningi Seðlabanka Evr- ópu, segja þau. Þessi afstaða er gersamlega órök- studd. Stað- reyndin er að myntsvæði evr- unnar hentar einkum hinu nýja Stór-Þýskalandi. Fyrir allflestar þjóðir aðrar er evran meingölluð mynt. Í stórum dráttum er það svo að viðskiptajöfnuður Evrópusambandsins hefur verið á núlli. Í þeim skiln- ingi stenst hún. Gallinn er að jákvæður viðskiptajöfn- uður Þýskalands hefur verið hér um bil jafn neikvæðum jöfnuði annarra evruríkja. Á mannamáli heitir þetta að Þýskaland eignist smám saman eignir flestra hinna ríkjanna. Grikkland er kennslubókardæmi. Dollar Við skoðun á útflutningi Íslands, ekki eftir milliskip- unarhöfn heldur áfangastað, grunnverðlagningu hrávara og orku, samsetningu ferða- manna o.fl. virðist augljóst að Ísland sé, líkt og flestar þjóðir heimsins, „dollara- land“. Evran virðist alltaf myndu skaða hagsmuni Ís- lands. Og rétt að hafa í huga að áróðurinn um lága vexti er á rammfölskum nótum. Fáein stórfyrirtæki í tækniiðnaði hafa öndverða hagsmuni. Stórir hluthafar í þeim leiða áróður um evr- una. Yrði niðurstaðan sú að hætta að hafa eigin gjald- miðil þá yrði dollar eðlileg- ur gjaldmiðill fyrir okkur. Það er raunar vel þekkt að- ferð, en varla áhættunnar virði, eða hvað segir áhættumat Viðreisnar? Auðlindirnar gefnar Það er vonandi yfirsjón hjá mér, en ég finn ekkert í stefnu Viðreisnar um yf- irráð íslensku þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. En bara til að taka af öll tví- mæli þá felur aðild að Evrópusambandinu í sér að Ísland glatar yfirráðum yfir fiskimiðum sínum og fleiri auðlindum. Þjóðin glatar margvíslegum öðrum verð- mætum réttindum. Vísast mundi Evrópusambandið ekki breyta miklu svona fyrst í stað um nýtingu auð- lindanna. En sá tími myndi koma; jafnörugglega og sól- arupprás. Við myndum sannarlega leggja okkar af mörkum, stolt. Reyndar ekki við, heldur börn okkar og barnabörn, en stolt samt. Stærri gjöf hefði engin þjóð fært öðrum en þessa. Um úthafsveiðarnar þyrfti ekki að spyrja, þær hyrfu að mestu frá fyrsta degi. Er- indi Viðreisnar er kýrskýrt; Evrópusambandið hvað sem það kostar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði mikla forystu um að auðlindir Íslands yrðu nýtt- ar af Íslendingum, raunar öllum þjóðum til góðs. Einn af okkar bestu for- ystumönnum á liðinni öld, Geir Hallgrímsson, sótti sig- ur í landhelgismálinu fyrir réttum 40 árum. Ef rétt er lesið í fundargögn Við- reisnar þá er sonarsonur Geirs í stjórn Viðreisnar. Já, illir þykja mér hrafnar þeir sem í sitt hreiður skíta. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Ég finn ekkert í stefnu Við- reisnar um yfirráð íslensku þjóðar- innar yfir auðlind- um sínum. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Viðreisn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.