Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 33
✝ Bergþóra Guð-jónsdóttir fæddist á Húsavík 27. maí 1932. Hún lést 30. maí 2016 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Vigfússon, skip- stjóri, og Magda Agnete Jensen, húsmóðir. Þau skildu og uppeld- isfaðir Bergþóru var Þórarinn Örbekk Vigfússon. Hálfsystkini hennar voru, Birgir, Ingvi Þór, Guðný Svava, Helga og Sig- urður Þór Guðjóns- börn og Hinrik og Helga Sigríður Þórarinsbörn. Eftirlifandi eig- inmaður Bergþóru er Höskuldur Sig- urjónsson. Börn þeirra eru Þór- arinn, Bjarni, Mar- grét, Halla og Est- er. Barnabörn eru 12 og langömmu- börn eru tíu. Útför Bergþóru fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 18. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast tengdamóður minnar í nokkrum orðum. Ég man þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna í Sólbrekkunni á Húsavík að það bar merki um að þar byggju samrýnd hjón. Heimilið var fal- legt og snyrtilegt og nóg til af öllu. Góa hafði einstaklega gam- an af því að gefa mér að borða því drengurinn úr borginni borð- aði allt. Eftir að við Ester fluttum í Kópavoginn var alltaf svo gaman að fá Góu í heimsókn. Hún kom alltaf með heimabakað bakkelsi með sér fyrir okkur. Einnig sendi hún okkur smákökur, lag- kökur og annað öll jól eftir að við Ester byrjuðum að búa. Góa var mjög fær í því að prjóna og sauma og gaf börnun- um okkar oft föt sem eru lista- verk í mínum augum. Hún var mikil smekkmann- eskja og dæmi um það var þegar ég reyndi einu sinni að sannfæra hana um að brandý sem ég gaf henni með kaffinu væri koníak. Góa var fljót til og sagði „Siggi minn, þetta er ekki koníak en ég skal samt drekka þetta brandý“. Ég man eftir ófáum ferðum í Smáralindina og Kringluna og hafði ég gaman af því hvað hún hafði alltaf mikinn áhuga því að vera fín í tauinu. Búðaferðirnar enduðu yfirleitt á kaffihúsi því Góa hafði oft áhyggjur af því að Höskuldur væri orðinn svangur á búðarápinu. Þegar hún var spurð hvað þessi flík eða hin hafði kostað svaraði hún alltaf „þetta kostaði ekki neitt“. Elsku Góa mín, takk fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Þinn tengdasonur Sigurður (Siggi). Amma mín, þú varst alltaf svo glæsileg kona og einstaklega lit- ríkur karakter. Þú varst alltaf mjög upptekin af því að vera fín og þér fannst ekkert skemmti- legra en að kaupa ný föt. Þegar þú komst í bæinn vorum við mamma og afi vön að kíkja með þér í búðir og fannst mér alltaf jafn ótrúlegt hvað þú hafði mikið úthald í búðarápinu. Við afi hlóg- um stundum að þér þegar þú varst í essinu þínu í búðunum og vissir alltaf nákvæmlega hverju þú varst að leita að. Þú vildir alltaf vera vel til höfð og baðst mig yfirleitt um að lita á þér augabrúnirnar og augnhárin þegar þú komst í heimsókn. Þú sagðir við mig að ég væri miklu betri í þessu en þær sem vinna á snyrtistofu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að snyrta þig í síðasta sinn vikuna áður en þú kvaddir. Þú varst svo fín og flott þó þú værir orðin mjög slöpp. Þú hafðir alltaf mjög mikinn áhuga á að vita hvernig mér gengi í skólanum. Þú sagðir að þú bæðir alltaf fyrir mér þegar ég færi í próf og ég vona að þú haldir áfram að gera það og fylgjast með mér í gegnum nám- ið. Þú hafðir alltaf svo mikla trú á mér og sagðir að þú værir svo stolt af mér. Það var alltaf svo gaman að koma og heimsækja ykkur afa til Húsavíkur. Þar var alltaf til nóg af öllu og man ég eftir mér og Gunnari í matarbúrinu að stelast í smákökur þegar við vorum yngri. Ég er svo glöð að Hallur kom með mér síðasta sumar til ykkar á Mærudaga. Þú tókst svo vel á móti honum og hrósaðir mér margoft fyrir að hafa náð mér í svona myndarlegan kærasta. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín ömmustelpa, Bjarndís Rúna. Seinasta skiptið sem ég sá ömmu var í janúar áður en við fórum aftur út eftir jólafrí. Í öll þau skipti sem við amma kvöddumst í gegnum tíðina þá sagði hún alltaf „ég verð dauð þegar þú kemur næst“ og svo hló hún. En þetta skipti var öðruvísi því að hún fór að gráta, þá vissi ég innst inni að þetta var í alvöru kveðjustundin. Amma Góa var engin venjuleg amma, flottari konu er erfitt að finna og komast ekki margar ömmur með tærnar þar sem hún hafði hælana hvað varðar tísku og smekkvísi. Þegar við systur fórum í pöss- un í Sólbrekkuna til ömmu og afa þá var mest spennandi að fá að leika sér í fínu skónum hennar ömmu og fá að máta alla flottu leðurhanskana hennar. Amma var alltaf fín og leið henni best í nýjum kjól, nýkomin úr lagningu og með vel litaðar augabrúnir. Hún toppaði sig svo algjörlega þegar hún fékk sér gelneglur komin á áttræðis aldur. Ekki fyrir svo löngu áttum við amma gott samtal um lífið og til- veruna og talið barst að hjóna- bandinu og ástinni. Amma hafði langa og farsæla reynslu af hjónabandi enda voru þau afi mjög ung þegar þau giftu sig og stofnuðu fjölskyldu. Amma gaf mér mörg góð ráð sem ég mun aldrei gleyma og eitt af þeim var að taka aldrei maka sínum sem sjálfsögðum hlut. Væntumþykjan á milli ömmu og afa skein vel í gegn þegar við stórfjölskyldan fögnuðum átt- ræðis afmæli ömmu fyrir nokkr- um árum á Leifsstöðum í Eyja- firði. Afa tókst þá að græta alla fjöl- skylduna þegar hann kom ömmu á óvart og söng ástarljóð til hennar. Amma var með þá skemmti- legu hefð að gefa okkur barna- börnunum teppi sem hún heklaði þegar við fórum að búa. Til þess að fá slíkt teppi þurfti maður samt að vera búinn að finna sér maka, teppið var því óhjákvæmi- lega kallað parateppið af okkur krökkunum. Ég man vel þegar ég loksins fékk mitt teppi fyrstu jólin eftir að við Ómar fórum að búa og hún sagði við mig að hún hefði verið farin að efast um að ég myndi nokkurn tíma fá slíkt teppi. Amma Góa var alveg óhrædd að segja það sem henni fannst og oft höfum við barnabörnin hlegið að því hvað hún var hrein og bein. Elsku amma, takk fyrir allar góðu minningarnar, ég mun vera dugleg að rifja upp sögur af ömmu Góu í framtíðinni. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Þín Tinna (Þórarinsdóttir). Bergþóra Guðjónsdóttir legt og ósanngjarnt að þú sért búinn að kveðja, en enginn veit hve tíminn er langur sem eig- um hér. Síðasta ár hefur þú háð mjög erfiða baráttu í veik- indum þínum. Stína stóð þér þétt við hlið, þegar þú tókst örlögum þínum af æðruleysi og dugnaði, þar til þú kvaddir í faðmi fjölskyldu þinnar. Ég kveð þig með þakklæti og söknuði. Elsku Stína og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Ég bið góðan guð um að veita ykkur styrk til að takast á við sorgina. Hvíldu í friði, kæri vinur. Ingibjörg Þorkelsdóttir. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Summi vinur okkar er lát- inn, hann hefur verið sam- ferðamaður og góður vinur okkar hjóna í gegnum lífið. Það þurfti ekki mörg orð en sterkt faðmlag var alltaf gott að fá frá Summa í gleði og sorg. Við minnumst ferðalaga með þeim hjónum Stínu, Summa og börnunum okkar um landið og svo ferðin okkar til Jamaíka. Summi var sjómaður alla tíð og var vanur að taka veðrið og þess vegna var það hann sem vissi oftar en ekki hvar besta veðrið var til að slá upp tjald- búðum á ferðalögum okkar, í mörg skipti búinn að taka frá stæði og gera klárt fyrir grill og gleðistundir. Við höfum átt margar góðar stundir saman, deilt bæði gleði og sorgum og nú síðast fögn- uðum við í fallega brúðkaupinu þeirra Þorkötlu og Baldurs í Ólafsvík og ég veit að hann vinur okkar vill að ferðinni verði haldið áfram og gleðinni haldið á lofti í minningu hans, hann var maður gleðinnar. Við höfum nú í ár fylgst með bar- áttu Summa við krabbamein og átt margar góðar stundir með þeim hjónum og nýtt góðu dagana eins og maður gæti kallað þá daga eftir meðferð þar sem hægt er að njóta lífs- ins lystisemda. Það var Summi sem eldaði og bjó til góðu sósurnar og dekraði við mann í mat og drykk og svo var það potturinn þar sem spjallað var fram eftir nóttu og góð tónlist spiluð. Síðustu stundirnar okkar sam- an leiðbeindi hann Stínu sinni og sagði henni til við matar- gerðina sem hann var bestur í. Summi var einstaklega laginn maður og allt sem hann gerði var vel gert og ég veit að hann leiðbeindi börnunum sínum og barnabörnum við réttu hand- tökin á verkunum. Á ferðalög- um okkar hélt ég dagbók og veit að Stína gerði það líka og það verður svo gott að kíkja í þær og rifja upp góðar minn- ingar. Þegar við vorum sem mest á ferðinni um landið okkar ákváðum við að hittast í sum- arbústað að hausti og fyrir val- inu varð fyrst bústaður í Svartagili í Borgarfirði en síð- an við eignuðumst sjálf bústaði höfum við nánast árlega gert þetta þar, bröns í litla Draumalandinu okkar og svo flottur matur og spjall í Varmahlíð hjá þeim. Ég sé okkur halda þessu áfram í minningu Summa og við vin- konur munum reyna að rifja upp taktana við sósugerðina og ég held að Jón sé orðinn nokk- uð liðtækur á grillið eftir að hafa verið aðstoðarmaður Summa í öll þessi ár. Það munu tár renna og hlátur mun glymja og við munum skála þér til heiðurs, elsku vinur, og þakka allar góðar stundir og að hafa notað tímann vel en ekki beðið með að gera hlut- ina, lífið er í dag og andartakið sem við höfum er núna. Elsku Stína mín, okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra með þakklæti fyrir allt. Jón og Kolbrún (Kolla). Summi dáinn. Þessi strákur sem ég hélt að væri næstum ódauðlegur. Ég var oft pínu hissa á að Summi skyldi mega fara með pabba mínum í vinnuferð en ég ekki. Summi var alltaf velkominn í bílskúrinn í Lindarholti 1. Hann átti hug og hjarta pabba míns og á milli þeirra var strengur sem aldrei brast. Seinna áttu leiðir okkar Summa og Stínu eftir að liggja í Túnbrekku og Hábrekku í Ólafsvíkinni góðu. Við áttum yndislegar samverustundir, skrall og samverustundir sem gleymast ekki. Ingibjörg og Magni eignuðust okkur sem foreldra. Heppin voru þau að eignast foreldra sem hjálpuð- ust að við uppeldið, gáfu þeim beinakex og hvöttu þau áfram. Kristmundur hljóp og hljóp og var bestur og næstbestur og fleira og fleira. Allt var þetta svo skemmtilegt og gefandi. Í lífsins ólgusjó gerist margt. Eitt af því var að líf okkar tók ólíka stefnu og leiðir skildu. Ég fór í burtu og Summi og Stína urðu eftir á þeim stað sem ég hafði alið mitt. Hugsanlega dapurt. Samt ekki. Hugurinn staldrar við og þakklætið tekur yfir. Yfir í Fjörðum allt er hljótt, eyddur hver bær, hver þekja fallin. Kroppar þar gras í grænni tótt gimbill um ljósa sumarnótt. Ókleifum fjöllum yfir skyggð ein er þar huldufólksbyggð. Bátur í vör með brostna rá bíður þar sinna endaloka. Lagði hann forðum landi frá leiðina til þín, fjörðinn blá. Aldrei mun honum, ástin mín, áleiðis róið til þín. Fetar þar létt um fífusund folaldið, sem í vor var alið. Aldrei ber það um óttustund ástina mína á vinafund. Grær yfir leiði, grær um stein, gröfin er týnd og kirkjan brotin. Grasrótin mjúka, græn og hrein grær yfir huldufólksins bein. Grær yfir allt sem eitt sinn var, ástin mín hvílir nú þar. (Böðvar Guðmundsson) Maggý Hrönn Hermannsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS SNÆVARS SIGURBJÖRNSSONAR húsasmíðameistara, Skarðshlíð 21, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar SAK og starfsfólki Beykihlíðar fyrir einstaka umönnun. Minning hans lifir. . Sigurbjörn Benidiktsson, Emilía Kolbrún Sverrisdóttir, Sveinn E. Benidiktsson, Auður Eiðsdóttir, Matthildur Benidiktsdóttir, Þorsteinn Árni Gunnarsson, Anna Benidiktsdóttir, Ólafur Jónsson, Elínrós Þóreyjardóttir, Sigurjón H. Herbertsson, afa- og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HÉÐINS SKARPHÉÐINSSONAR húsasmíðameistara, Langholti 2, Keflavík, sem lést 30. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjá dagdvöl aldraðra í Selinu fyrir frábæra umönnun og alúð. Guð blessi ykkur öll. . Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Kristjana B. Héðinsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Aðalheiður Héðinsdóttir, Eiríkur Hilmarsson, Skarphéðinn S. Héðinsson, Lynnea Clark, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför elskulega Rikka okkar, RÍKHARÐS ARNAR STEINGRÍMSSONAR lögregluvarðstjóra, Hamratanga 10, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir viljum við færa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglufélagi Reykjavíkur og Landssambandi lögreglumanna fyrir stuðning og aðstoð á þessum erfiðu tímum. . Iðunn Dögg Gylfadóttir, Sigurjón Nói Ríkharðsson, Egill Gylfi Ríkharðsson, Steingrímur Á. Jónsson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Gylfi Óskarsson, Guðlaug Árnmarsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.