Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 13
Ljósmynd/Reykjanes Seakayak/Brynjar Örn Við upphafsstað ferðar Erlend fjölskylda á leið í ævintýraferð með Brynjari Erni í veðri eins og það gerist best. til að hafa stjórn á kajaknum. Svo er bara róið af stað og aðeins út á með- an fólk er að ná áttum.“ Í framhaldi leiðir Brynjar ræð- ara milli skerja, meðfram ströndinni, inn í vík sem liggur sunnan við Þóru- staði og að Gerðistangavita. Þar er farið í land og gengið að vitanum og síðan er róið í beinni línu til baka. „Það er mikið fuglalíf við ströndina sem ég fræði fólk um í ferðunum ásamt því að segja því frá sögu stað- arins og næsta nágrennis. Það er heldur ekki óalgengt að selir fylgi okkur í róðrinum, öllum til mikillar ánægju. Það er að vísu upplifun sem ekki er hægt að lofa í hverri ferð.“ Á góðum dögum skartar Snæ- fellsjökull sínu fegursta og eykur enn á náttúruupplifunina. Vestan við Þórustaði trónir Keilir svo útsýni til allra átta er flott. Það veitir ekki síður ánægju að fá að hoppa út í undir ferðalok og láta sig fljóta um sinn. Gallarnir sem allir þurfa að klæðast eru með flotgildi og dýpi þarna ekki nema um einn meter svo öllu er óhætt. Sumir láta sér nægja að standa upp á bátnum og njóta frelsistilfinningarinnar. „Ég hef stundum leikið mér að því þegar ég sigli með pör að láta þau leysa þá þraut á miðri leið að skipta um bát. Það reynir á sambandið því þetta þarf að leysa í góðri samvinnu án þess að allt fari á hvolf. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Brynjar tekur með sér mynda- vél í allar siglingar og birtir á Face- book-síðu Reykjanes Seakayak. Þeir sem hafa samband í netfang fyrir- tækisins geta einnig óskað eftir að fá myndirnar sendar í tölvupósti. Brynjar segir ánægjulegt þegar gestir eru að deila myndunum á sam- félagsmiðlum. Ævintýraheimur Flestir gesta Reykjanes Sea- kayak eru erlendir ferðamenn, flest- ir bandarískir, en Brynjar segir Ís- lendinga vera að taka við sér enda sé þetta skemmtileg upplifun fyrir vinnu- og vinahópa ekki síður en fjöl- skyldur. Hann segir það ráðast af samsetningu hópsins og áhuga hans hvort ferðin sé í fullri lengd eða stytt. „Fjölskyldur sem hafa t.d. verið með ung börn með sér hafa sumar hverjar óskað eftir styttri ferð og þá hef ég jafnvel róið í hina áttina, að golfskálanum hér sunnan við Þóru- staði. Það er ekki síður falleg leið og mikið um sker sem gaman er að sigla á milli. Skerin eru algjör ævintýra- heimur því það er svo misjafnt hvernig stendur á flóði og fjöru.“ Elsti gesturinn sem hefur komið í róður var 79 ára og sá yngsti sex ára og þá í báti með fullorðnum. Við sem búum á Suðurnesjum erum eilíflega minnt á mýtuna um rokið á svæðinu, en það var víðsfjarri á Vatnsleysuströndinni kvöldið sem hjónin voru heimsótt. Kvöldstillan og fegurðin var slík að það reyndist erf- itt að slíta sig frá staðnum. Brynjar segir veðrið oft vera eins og þetta, sérstaklega þegar kvöldar. Þá er líka dýrðlegt að halda út á kajak, njóta blíðu, sólar og friðsæls dýralífs. „Við miðum við að vindhraði fari ekki upp fyrir 8 metra á sekúndu þó búnaður- inn þoli meira. Við erum ekkert að taka óþarfa áhættu hér.“ – Náið þið oft að fara út? Er þetta mýta með rokið á Suður- nesjum? „Já,“ segja hjónin í kór og eru fljót til svars. „Það er ekki meira rok hér en annars staðar. Ég hef búið mestan hluta ævi minnar í Kópavogi en amma mín og afi bjuggu hér á Vatnsleysuströndinni á bæ hér skammt frá svo ég var mikið hérna sem krakki. Auðvitað er þetta mikið bersvæði og fátt sem grípur vindinn en það er oft mjög fallegt veður hérna og lygnt hér í lægðinni við ströndina,“ segir Þórunn Brynja. Brynjar fer með allt upp í 10 manna hóp í einu, allt eftir samsetn- ingu hópsins, því hún takmarkast við stærð galla og fjölda tveggja manna báta. Hver ferð frá fjöru í fjöru tekur um eina og hálfa klukkustund, utan undirbúnings og frágangs að lokinni siglingu. Sumir vilja sitja lengur í klæðahúsinu og spjalla um heima og geyma. Rúsínan í pylsuendanum eru svo móttökur Þórunnar Brynju í landi að lokinni sjóferð. Þar kemur heimalagaður rabarbarasafi við sögu, pönnukökur og annað íslenskt, án þess að þetta sé auglýst eða rukk- að sérstaklega. Íslensk gestrisni í hnotskurn. Ljósmynd/Reykjanes Seakayak/Brynjar Örn Siglt í átt til kvöldsólar Kvöldin eru líka góður tími til kajaksiglinga. Tenglar: www.seakayak.is Facebook: Reykjanes Seakayak DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is ára ábyrgð5 Reynsluaktu nýjum Audi A4 Öflugri, sparneytnari og snjallari: Nýr Audi A4 sameinar tækni og fagurfræði með einstökum hætti. Nýstárlegt Audi Virtual mælaborð með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi (valbúnaður) með þrívíðu hljóði gefa innanrýminu áhrifamikið yfirbragð. Komdu og reynsluaktu nýjum Audi A4 sem er margverðlaunaður um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.