Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi hefurverið vitaðaf löngum biðlistum eftir ým- iskonar læknis- meðferðum. Nú hefur Embætti landlæknis lát- ið kanna biðtíma eftir mjaðma- skiptum eða hnjáskiptum og er niðurstaðan sú að meira en 80% sjúklinga bíða lengur en tvö ár eftir slíkum aðgerðum. Embættið segir að erlendis gildi víða þau viðmið að meira en 80% sjúklinga skuli komast í slíkar aðgerðir innan þriggja mánaða. Samkvæmt frétt frá Embætti landlæknis á íslensk heilbrigðisþjónusta lögum samkvæmt að veita „þá bestu þjónustu sem völ er á hvað varðar aðgengi, gæði og ör- yggi“. Ennfremur segir að landlæknisembættið hafi kannað hvaða markmið séu sett í nágrannalöndum okkar og út frá því hafi embættið „ákveðið viðmiðunarmörk um það sem getur talist ásættan- leg bið eftir heilbrigðisþjón- ustu.“ Þau viðmið sem Embætti landlæknis hefur nú gefið út gera ráð fyrir að hægt verði að fá skoðun hjá sérfræðingi inn- an 30 daga og komast í aðgerð eða meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Gangi þetta eftir er vissulega um framför að ræða frá því sem nú er, þegar langflestir þurfa að bíða í meira en tvö ár eftir aðgerð, en um leið er ljóst að sjúklingar munu þurfa að bíða í allt að fjóra mán- uði, jafnvel lengur ef greining sér- fræðings tekur drjúgan tíma, frá því að þeir leita sér aðstoðar og þar til þeir geta vænst aðgerðar. Við- miðunarmörkin nýju eru því ekki sérstaklega metnaðarfull og fela í sér að enn þarf fólk að bíða býsna lengi eftir bót sinna meina. Þetta er hins vegar skref í rétta átt og að því leyti ánægjulegt. En nú, þegar biðin eftir við- miðunarmörkum Embættis landlæknis er á enda, þurfa sjúklingar að bíða þess að ráð- ist verði í nauðsynlegar að- gerðir til að viðmiðunarmörkin verði annað og meira en orðin tóm. Og hafi menn áhyggjur af kostnaði í heilbrigðiskerfinu og vilji þess vegna draga það að hrinda þessu í framkvæmd þá er það óþarfi. Í þjóðhagslegu tilliti er betra að gera slíkar aðgerðir strax og þeirra er þörf en að bíða og láta fólk sitja óvinnu- fært heima eða jafnvel á stofn- unum í stað þess að geta sinnt sinni vinnu eða daglegum verkum öðrum. Og varla þarf að nefna að fyrir þá sem þjást er betra ef stjórnvöld reyna að gera betur en Embætti land- læknis leggur til frekar en að láta nægja að stefna aðeins að því að uppfylla slík lágmarks- skilyrði. Biðin eftir viðmið- unarmörkum um biðtíma er á enda.} Við getum gert betur Á fimmtudagbirti fjár- málaráðuneytið ríkisreikning fyrir árið 2015 og lítur hann prýðilega út eins og við var að búast. Afkoman var jákvæð vegna aukinna tekna sem stöf- uðu af „arðgreiðslum fjár- málafyrirtækja og styrkari skattstofnum vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu“. Í tilkynningu vegna ríkis- reikningsins segir fjármála- ráðherra að stöðugleiki, öfl- ugur hagvöxtur og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi stutt við kaupmáttaraukningu al- mennings og bætt afkomu ríkissjóðs. Þá segir hann mikilvægt að vinna áfram að niðurgreiðslu skulda ríkisins, sem skapi svigrúm til að tak- ast á við ýmis aðkallandi verk- efni og skuldbindingar, og bætir við: „Slíkt skilar ís- lensku samfélagi miklum ábata þegar fram í sækir. Verkefnið fram undan er að tryggja áframhaldandi árang- ur í ríkisfjár- málum.“ Loks segir fjár- málaráðherra í til- kynningunni að fjármálastefna og fjármálaáætlun til fimm ára sem Alþingi hafi samþykkt eigi að byggja undir jafnvægi í efnahagslífi og stöð- ugleika fyrir fyrirtæki og heimili sem og hið opinbera. „Þannig skapast svigrúm til umbóta og úrbóta í þjónustu fyrir almenning og styrkari stoðum er skotið undir efna- hagsbatann og batnandi lífs- kjör fólksins í landinu,“ er haft eftir fjármálaráðherra. Allt er þetta rétt og ekki skyldi vanmeta að halda jafn- vægi og stöðugleika í rekstri ríkissjóðs. En eitt vantaði sár- lega í tilkynningu fjármála- ráðuneytisins, og raunar einn- ig í fimm ára áætlunina, og það eru áform ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir. Hætt er við að það verði um seinan að ætla að ráðast í lækkun skatta eftir kosningar. Það er ekkert athugavert við að hafa orð á skattalækkunum} Eitt vantaði Í gær fögnuðum við því að 72 ár eru lið- in frá því að lýðveldi var stofnað á Þingvöllum, 17. júní 1944. Í dag eru 72 ár frá því að þjóðhátíð var haldin í Reykjavík til að fagna sömu tímamót- um í lífi þjóðarinnar. Þar hélt meðal annars ræðu Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Það gerði hann af tröppum Stjórn- arráðsins. Ræðuna hóf hann á orðunum sem eru yfirskrift þessa pistils: „Íslendingar, vjer erum komnir heim. Vjer erum frjáls þjóð. þegar vjer lítum yfir farinn veg, minnumst vjer með virðingu og þakklæti afreka ein- stakra manna og langrar og þolgóðrar baráttu þjóðarinnar allrar. Erfiði og hugraunir alda- langrar frelsisbaráttu, strit og þrekraunir hins nýja landnáms til sjávar og sveita, hverfa í dag sem dögg fyrir sólu í fögnuði yfir sigr- inum, sem nú renna sem stoðir undir höll frelsis og full- veldis.“ Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig því fólki var innanbrjósts sem tók þátt í hátíðarhöldunum og hlýddi á þessi orð Ólafs. Fyrir því hefur frelsi þjóðar- innar og sú barátta sem háð var til að ná því marki verið nærrum því áþreifanlegt. Fyrir fólk af minni kynslóð, sem alltaf hefur getað gengið út frá fullveldi Íslands vísu og að sú þjóð sem við tilheyrum fái ráðið sínum ráðum sjálf, getur hins vegar verið erfitt að átta sig á því hversu ótrúlega stórt og mikilvægt skref var stigið á Þingvöllum í júní 1944. Vissulega höfðu skrefin í átt að því marki ver- ið mörg og mikilvæg. Þar skipti án efa mestu máli heimastjórnin sem komst á árið 1904 og undirritun fullveldissamningsins þann 1. des- ember 1918. Í fyrrnefndri ræðu Ólafs kom hann víða við. Undir lok ræðu sinnar gerðist hann svo djarfur að velja íslenska lýðveldinu kjörorð. Þar sagði hann: „Kjörorð hins íslenska lýð- veldis er: Mannhelgi. Hugsjón þess, að hjer búi um alla framtíð frjáls og öllum óháð menningarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingjusamir menn. Þeirri hugsjón vilj- um vjer allir þjóna.“ Því miður hefur lítið verið gert með þetta kjörorð þó vissulega hafi margir, á ýmsum stöðum, lagt það til grundvallar starfi sínu í þágu íslensks samfélags. Hins vegar mætti halda því frekar til haga en nú er gert, enda endurspeglast í því öll viðleitni okkar til að tryggja mannréttindi allra og að þeir sem á þurfi að halda fái við- eigandi stuðning frá samfélaginu til að geta lifað mann- sæmandi lífi. Kjörorðið undirstrikar einnig að það er nauðsynlegt að tryggja hverjum og einum einstaklingi frelsi til að haga lífi sínu eftir þeim leiðum sem hann sjálfur kýs. Í því felst virðing fyrir mannhelgi hans og er reyndar grundvöllur sjálfs lýðræðisins. Nú þegar senn líður að því að við Íslendingar fögnum því að 75 ár verða frá stofnun lýðveldisins væri ekki úr vegi að koma kjörorðinu, sem Ólafur valdi því, með af- gerandi hætti á framfæri. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Íslendingar, vjer erum komnir heim STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Aftur er Ísland á allra vörumí Evrópu og flestum öðr-um heimsálfum, ekkivegna eldgosa eða Panama-skjala heldur knattspyrnu. Hvaða áhrif ætli þátttaka og árangur Íslands á EM í Frakklandi hafa á þjóðarsálina? Skilur þetta eitthvað eftir sig til langs tíma eða er EM bara veisla í mánuð og svo bara allt búið? Morgunblaðið leitaði til tveggja sálfræðinga sem hafa mikla reynslu af íþróttum og ráðgjöf til íþrótta- fólks, þeirra Svala Björgvinssonar og Jóhanns Inga Gunnarssonar. Eins og í þorskastríði „Þetta er talsvert betra, skemmtilegra og hollara heldur en geðlyf og getur komið í staðinn fyrir stóran skammt af þeim. Þetta og vor- birtan er besta blanda sem hægt er að fá,“ segir Svali um þá stemningu sem skapast hefur kringum íslenska landsliðið á EM. Ánægjulegt hafi verið að sjá Íslendinga fagna jafn- teflinu gegn Portúgal líkt og við hefð- um orðið Evrópumeistarar. Svipað hafi gerst á EM í körfubolta í fyrra, þó að Ísland hefði tapað fimm leikj- um í röð! „Við megum ekki gleyma því að þetta er kappleikur sem í eðli sínu skiptir engu máli, þegar öllu er á botninn hvolft, en að sama skapi skiptir hann öllu máli á því augna- bliki sem hann er spilaður. Það skipt- ir máli hvernig fólk nálgast þetta. Ef það er gert með gleði og einlægni þá er þetta meinhollt fyrir einstakling- inn og samfélagið í heild. Við sjáum það aftur og aftur að þetta sameinar fólk, hvort sem það er í Frakklandi, á Ingólfstorgi eða uppi í Breiðholti. Menn bara faðmast þegar Ísland skorar og faðmlag er mjög heilbrigð hreyfing. Sameining er líka eitthvað sem veitir ekki af í þessu samfélagi,“ segir Svali og bendir á að hörðustu bloggarar hafi lagt neikvæðni til hlið- ar og séu farnir að snúa sér að fót- bolta í stað niðurrifs um allt og alla. Spurður um langtímaáhrifin nefnir Svali væntingar til framtíðar- innar. Komandi kynslóðir eigi eftir að rifja upp það afrek að Ísland hafi komist á EM og gert jafntefli við stórlið í fyrsta leik. „Þetta er bara eins og þorskastríðið, þetta sameinar þjóðina,“ bætir hann við. Svali segir athyglina sem Ísland fær í heimspressunni einnig hafa mikil og góð áhrif. „Núna í Frakk- landi gefum við þau skilaboð að við séum skemmtileg og metnaðarfull þjóð. Auðvitað þarf að fara fram með hófsemd í huga, það er hægt að keyra fram úr sér í þessu eins og öðru. Þetta er eins og með vatnið. Það er hollt en í miklu magni getur það verið hættulegt,“ segir Svali. Mikil áhrif á þjóðarsálina Jóhann Ingi Gunnarsson, sem þjálfaði handboltalandsliðið á sínum tíma, rifjar upp hvað þátttaka í EM eða HM í handbolta hafi haft mikil áhrif á íslensku þjóðarsálina, einmitt í myrkasta skammdeginu í janúar. „Fólk var farið að stíla á það að ein- hverjir gleðigjafar yrðu í janúar. Þetta hafði áhrif á þjóðarsálina, sér- staklega þegar vel gekk. Þá sam- sömum við okkur við árangurinn, líkt og er að gerast núna. Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd þjóðar og sjálfs- traust fólks. Klárlega er þetta að hafa gríðarleg áhrif,“ segir Jóhann Ingi. Hann segir langtímaáhrifin af gengi landsliðsins felast í því að þar innanborðs séu flottar fyrirmyndir. Leikmennirnir nálgist verkefnið af vinnusemi, auðmýkt og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. „Það eru klár skilaboð til ein- staklinga, hvort sem þeir eru í hjóna- bandi, á vinnustað eða í fótbolta, hvað samstaða hefur mikil áhrif, þar sem allir leggjast saman á árarnar.“ Jóhann segir landsliðið einkenn- ast af yfirvegun og auðmýkt. Auð- mýkt sé einmitt andstaðan við hrok- ann sem sést hafi hjá Ronaldo eftir síðasta leik. „Það hvernig strákarnir hugsa og nálgast verkefnið mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Þeir gefa frá sér skýr skilaboð til almennings um að fyrst þeir geta gert þetta þá geti fólk einnig áorkað ýmsu í sínu lífi. Strákarnir hafa einnig sýnt að Ís- lendingar séu ekki bara víkingar sem berjast og taka þetta á aflinu. Það er mjög athyglisverð þróun,“ segir Jó- hann Ingi og minnir einnig á að þetta snúist mikið um sjálfstraust. Leik- mennirnir séu fullir sjálfstrausts, enda sé innistæða fyrir því. „Þetta er ekki eins og í Eurovision þegar við trúum því á hverju ári að við munum vinna. Síðan skiljum við ekkert í því að við komumst ekki áfram, teljum að það sé einhver mafía í spilinu,“ segir Jóhann Ingi, sem telur íslenska landsliðið geta náð langt á mótinu í Frakklandi. Vinnusemi og gleði skili árangri en menn þurfi að kunna að umgangast sigra sem ósigra. „Skilaboðin sem þeir senda frá sér, um hvernig hægt sé að ná árangri, eru að gera mjög gott fyrir land og þjóð. Ef menn tileinka sér gildi og viðhorf sem þarna ríkja þá eiga þau alls staðar við í okkar lífi,“ segir Jóhann Ingi að endingu. Kemur í staðinn fyrir stóran lyfjaskammt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fögnuður Íslenskir stuðningsmenn skemmtu sér konunglega á leiknum gegn Portúgal og fögnuðu jafnteflinu sem stórsigri, enda full ástæða til. Jóhann Ingi Gunnarsson Svali Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.