Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 30
✝ Alda Óskars-dóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1938. Hún lést 9. júní 2016 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Alda var dóttir hjónanna Óskars Eggertssonar, vél- stjóra og rafveitu- stjóra, f. 5.11. 1908, d. 14.3. 1995, og Halldóru Guðrúnar Halldórs- dóttur, húsfreyju, f. 6.1. 1913, d. 6.2. 1971. Systir Öldu var Rósa Óskarsdóttir, f. 31.10. 1933, d. 22.1. 2014, maki Sverrir Hall- grímsson. Fósturbróðir Öldu er Kolbeinn Óskarsson, f. 26.5. 1949. Þann 10.4. 1961 giftist Alda Georg Ólafssyni vélstjóra, f. 14.10. 1933, d. 18.7. 1990. Þau eignuðustu tvær dætur, þær eru: a) Guðrún Georgsdóttir, húsfreyja, f. 15.8. 1959. Maki Guðrúnar er Einar Heiðarsson og þeirra börn eru Þorsteinn Ingi Einarsson og Kristín Sal- björg Einarsdóttir. b) Halldóra Georgsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eiri, f. Ágústs eru Sveinn Óskar Ágústsson, móðir hans er Mar- grét Jóhönnudóttir, og Jakob Jóel Ágústsson, móðir hans er Oddný Jakobs Kristínardóttir. Sambýlismaður Öldu frá árinu 1981 er Jón Gunnar Karls- son. Þau voru barnlaus. Lang- ömmubörn Öldu eru orðin fimm. Alda lauk námi í gagnfræða- skóla og húsmæðraskóla. Hún starfaði m.a. við skrifstofustörf, sem matráður við elliheimilið Ás og við ráðskonustörf. Búskapar- ár sín með Georg bjó hún í Andakílsárvirkjun og í Reykja- vík. Alda og Georg slitu sam- vistum 1967. Búskaparár sín með Magnúsi bjó Alda í Reykja- vík og á Slitvindastöðum í Stað- arsveit. Alda var í sambúð með Þorvaldi 1973-1980 og bjuggu þau á Selfossi. Alda og Jón Gunnar tóku saman 1981 og bjó Alda að Strönd í V-Landeyjum frá þeim tíma. Alda hafði ætíð mikið yndi af búskap og hún var mikill dýravinur. Á síðustu ár- um sínum var Alda heilsuveil og þreklaus til bústarfa. Dvaldist hún síðustu árin að hluta til á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Útför Öldu fer fram frá Akur- eyjarkirkju, V-Landeyjum, í dag, 18. júní 2016, kl. 14. 21.10. 1960. Maki Halldóru er Baldur P. Thorstensen. Þeirra börn eru Vilmar Herbert Baldursson og Glódís Alda Bald- ursdóttir. Fyrri maki Halldóru var Runólfur Þór Jóns- son og áttu þau eina dóttur, Unu Ósk Runólfsdóttur. Þann 31.10. 1969 giftist Alda Magnúsi S. Sveinssyni bifreiða- stjóra, f. 12.12. 1948. Sonur þeirra er Sæmundur Hnappdal, sjómaður, f. 16.5.1971, sambýlis- kona hans er Aldona Koso- budzka. Sæmundur á einn son með Helgu Steinunni Einvarð- sdóttur, Jón Gunnar Sæmunds- son. Sæmundur eignaðist eina dóttur, Öldu Sæmundsdóttur, f. 8.4. 1997, en hún lést af slysför- um 12.7. 2002. Móðir hennar er Guðleif Arnardóttir. Alda bjó án vígslu með Þor- valdi Ágústssyni, vélvirkja- meistara, f. 17.10. 1943. Sonur þeirra er Ágúst Þorvaldsson, vélstjóri, f. 21.10. 1974. Synir Þá er kallið komið, þann 9. júní lést móðir okkar, Alda Ósk- arsdóttir, eftir stutt en skörp veikindi. Okkur langaði að minn- ast þín í fáum orðum sem er svo sem ekki auðvelt, því ekki væri mikið mál að fylla heila bók um þessa lífsglöðu kjarnakonu. Þær eru ófáar stundirnar sem við átt- um við eldhúsborðið að Strönd, þar sem rifjaðar voru upp skemmtilegar sögur og uppá- tæki. Mamma hafði gott lag á að taka á móti fólki þannig að sómi væri að, hristi fram veislu þó ekki væri kannski úr miklu að moða, þannig að aldrei væri komið að tómum kofunum. Sveitin heillaði mömmu alla tíð og skipuðu dýrin stóran sess í hennar hjarta, ekki fannst henni mikið þó hún væri með 2-3 lömb í kassa við ofninn í eldhúsinu og lagði nótt við dag að halda í þeim lífinu. Þannig var bara mamma. Mamma var ákveðin og föst á sínu en ávallt sanngjörn og þol- inmæði átti hún nóg af þegar um var að ræða okkur bræður með öll okkar skammarstrik og uppá- tæki. Þegar allt keyrði um þverbak og sú gamla missti þolinmæðina þá var bara best að forða sér, en það stóð aldrei lengi. Eftir að við bræður vorum flognir úr hreiðr- inu var alltaf jafn yndislegt að koma til mömmu og Gunnars, setjast yfir kaffibolla og ræða lífsins gagn og nauðsynjar, rifja upp gamla tíma og segja gamlar sögur. Þegar kom svo að því að fara var stokkið til og tínt í poka eins og lambalæri, hrossabjúgu og slátur og passað að maður færi nú alls ekki tómhentur í það skiptið. Svona var hún mamma og væri hægt að halda lengi áfram en látum hér staðar numið. Elsku mamma, þín er sárt saknað og þín minning mun lifa með okkur alltaf. Þínir synir, Sæmundur og Ágúst. Ástkæra móðir okkar hefur kvatt þennan heim. Okkur syst- ur langar að minnast þín í stuttu máli. Það verður erfitt að geta ekki hringt í þig lengur og feng- ið fréttir af hinum systkinunum, heilsu þinni og kisunum þínum. Þú varst frekar heilsuveil síð- ustu árin, en það er ansi seigt í þér, gamla mín, þú reifst þig alltaf upp úr veikindunum. Það kom fyrir tvisvar að þú varst svo veik að við héldum að þú værir að kveðja en síðan eru liðin mörg ár. Þegar við systurnar vorum litlar í sveitinni fyrir vest- an með þér vorum við bara þrjár mæðgurnar og hjálpuðumst að við verkin, Gunna var inni að elda og ég með þér í útiverk- unum. Á þessum árum varst þú frekar efnalítil, en nóg áttir þú af ást og umhyggju. Þú varst alltaf dugnaðarforkur, gekkst í öll verk og kvartaðir aldrei, þú varst góður stjórnandi og skipu- leggjandi. Í seinni tíð var alltaf gott að koma í heimsókn, þú eldaðir allt- af svo mikið að það mætti halda að þú ættir von á fullu húsi af gestum en ekki bara heimilis- fólkinu. Við eigum ótal margar góðar og fallegar minningar um þig. Börnin okkar vildu alltaf fara í sveitina til ömmu og Gunn- ars afa, helst í öllum fríum. Þú, móðir góð, varst gjafmild, hjálp- söm og mikill dýravinur, kisurn- ar þínar áttu hug þinn allan og hestarnir líka. Án þín verður heimurinn hjá okkur ekki eins, þín verður sárt saknað. Nú guð ég vona að gefi af gæsku sinni frið og sársaukann hann sefi, af sálu allri ég bið en þó að sárt sé saknað og sól sé bak við ský þá vonir geta vaknað og vermt okkur á ný, þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götu okkar greiða með góðum hugsunum. Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Þínar dætur, Guðrún og Halldóra Georgsdætur. Í dag er borin til grafar mín kæra tengdamóðir, Alda Óskars- dóttir. Alda tók mér strax sér- lega vel er við Halldóra tókum saman fyrir 34 árum síðan og bar aldrei skugga á okkar sam- band. Hún var ætíð glettin og gamansöm og gat látið allt flakka ef svo bar undir. Geymum við mörg gullkornin frá henni í minningunni. Hún hafði ríka réttlætiskennd og mikla sam- kennd með lítilmagnanum og lá hún ekki á skoðunum sínum. Árið 1981 tóku þau Gunnar saman og flutti hún að Strönd til Gunnars. Alda hafði alla tíð mikinn áhuga á búskap og átti það vel við hana að búa í sveit. Hún var mikil hestakona á sínum yngri árum og hún stundaði hrossa- rækt síðar meir og fylgdist hún vel með þeim málum og átti hlutdeild í nokkrum af þekkt- ustu stóðhestum landsins. Alda var mikill dýravinur og sérlega voru kettir í uppáhaldi hjá henni. Alltaf var hún jafn stolt og glöð er hún sýndi nýjustu kettlingana sína og ljómaði er hún talaði um kisurnar sínar. Við áttum afar skemmtilegan og sérstæðan kött með mikinn karakter er Keli hét og er hann þurfti að fá nýtt heimili var hon- um tekið fagnandi á Strönd og fékk hann þar sérlega gott at- læti og var í miklu uppáhaldi hjá Öldu. Oft var gestkvæmt á Strönd og fjöldi vinnumanna og margan munn að metta. Enda hafði hún margar matarkistur og var aldr- ei komið að tómum kofanum hjá þeim Gunnari hvað það varðar og fengum við ættingjar hennar að njóta þess. Niðjar Öldu nutu þess að vera í sveit hjá henni og þroskuðust þar af sveitastörfun- um og samvistunum við heim- ilisfólkið á Strönd. Eiga börnin okkar margar góðar minningar þaðan. Alda átti við heilsuleysi að stríða síðustu æviár sín og var orðin þreklaus til bústarfa. Dvaldi hún síðustu árin að hluta til á hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og naut þar góðs atlætis en hún var þó heima á Strönd eins mikið og oft og hún gat. Hún veiktist hastarlega þann 8. júní og var flutt á bráðamót- töku Landspítalans í Fossvogi og þaðan á gjörgæsludeildina. Það var okkur dýrmætt að geta verið með henni síðasta spölinn og þökkum við sérlega starfs- fólki gjörgæsludeildar fyrir það. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Baldur. Elsku amma. Við eigum margar góðar minningar saman og eru þær mér dýrmætar. Það var alltaf gaman að vera í sveitinni hjá þér og vera í kringum dýrin þar sem við erum báðar miklir dýravinir. Það verður skrítið að koma í sveitina og sjá þig ekki sitjandi við eldhúsborðið að taka á móti manni. Ég mun sakna þess að hlæja með þér við eldhúsborðið í sveitinni og blaðra um dýrin og þá helst kisurnar og kettlingana. Okkar uppáhald voru þrílitar kisur, þú áttir sko nóg af þeim. Elsku amma, ég bjóst ekki við því að þú færir svona fljótt en lífið er ósanngjarnt og er ég æv- inlega þakklát fyrir að hafa fengið 18 ár með þér. Ég veit að þú munt vaka yfir mér og vera minn verndarengill. Ég elska þig, amma. Kristín Salbjörg. Elsku amma okkar, nú er komið að kveðjustund. Það er okkur óbærilegt að hugsa út í það að geta ekki komið til þín í sveitina eins og við vorum vön frá unga aldri. Við eigum ótelj- andi góðar minningar með þér, elsku amma. Að fá að hjálpa til í sveitinni var í uppáhaldi og höld- um við fast í allar okkar minn- ingar. Þegar við hittumst var rætt um gamlar fyndnar sögur bæði af hjálpsemi okkar og einn- ig óförum. Eins og þegar það var verið að gelda hest og það leið yfir Glódísi og þegar Vilmar ætlaði að hoppa yfir fjóshauginn, en hoppaði á þurra þúfu sem seig undan honum og hann end- aði næstum því með að drukkna í beljuskít. Að hlaupa undan brjáluðu gæsunum gleymist seint og að fara með þér út í hænsnakofa að ná í egg er eins og það hafi gerst í gær. Reiðtúr- arnir voru mikið uppáhald og að ríða berbakt var algjört sport og hvað þá að hoppa á milli hesta. Sveitin er samt ekki eina minn- ingin. Að fá ömmu í heimsókn til okkar á Höfn í Hornafirði var aldrei leiðinlegt, eins og þegar þú passaðir okkur þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Það var svo gaman hjá okkur, þú varst okkur svo góð. Þú hjálp- aðir okkur svo að búa til skilti sem stóð á „Velkomin heim, mamma og pabbi“ úr spýtum og laki. Þú fórst alltaf með faðirvor- ið með okkur og kenndir okkur margar bænir. Það er svo sárt að vera búin að missa þig frá okkur, elsku amma. Þú varst eitt mesta hörkutól sem fyrirfinnst en einnig svo yndisleg og góð. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og mun ég bera nafn þitt með stolti, elsku amma mín. Megi Guðs englar vaka yfir þér og við vitum með vissu að þú munt vaka yfir okkur og fylgjast með honum Veigari. Veigar er heppinn að hafa fengið að kynn- ast þér þó það hafi ekki verið nema sex mánuðir af hans lífi þá fær hann að heyra allt um lang- ömmu sína. Við elskum þig og söknum. Systkinin Vilmar Herbert og Glódís Alda. Elsku amma mín, þá er komið að okkar kveðjustund sem bar mjög snöggt að eftir stutt og skörp veikindi. Mig langaði að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Minningarnar sem eru ómet- anlegar. Lærdóminn sem ég ber með mér mína lífsgöngu. Þú tókst mjög mikinn þátt í mínu uppeldi ásamt afa, og eigið þið stóran þátt í hvaða mann- eskja ég er í dag. Hvert einasta sumar frá því ég man eftir mér fór ég í sveitina (og var að auki eitt skólaár þegar ég var 7 ára í Njálsbúð) þar til ég var 15 ára. Ég fékk alltaf að taka vorprófin í skólanum á undan hinum krökk- unum því mig mátti ekki vanta í sauðburðinn. Í mínum augum varstu kjarnakona með stórt heimili og bú. Það var matur á borði í öll mál fyrir vinnumenn og heim- ilisfólk. Þú sást ekki bara um heimilið heldur hljópst í mjaltir og gjafir þegar heyskapur stóð sem hæst. Við vorum miklir dýravinir og í sauðburðinum reyndum við að bjarga öllum veikburða lömbum, t.d. með að geyma þau við yl inni í ofni eða í kassa við rúmgaflinn. Eitt sumarið vorum við með 16 heimalninga og eitt folald sem fengu sinn sopa tvisvar á dag. Í sveitinni lærði ég að axla ábyrgð og vera dugleg, vera snör í snúningum og borða allan mat sem lagður var á borð. Ég var bara átta ára þegar ég var farin að snúa heysátunum á túninu á traktor, sem var í fyrsta gír og fyrsta drifi, og ég stýrði hring eftir hring þar til einhver kom að stöðva traktor- inn því ekki náði ég niður á ped- alana. Allar hendur voru nýttar, stórar sem smáar enda stórt bú. Eftir hádegi var þinn hvíld- artími sem þú fékkst ekki alltaf sökum hávaða, slagsmála og prakkarastrika í okkur frænd- systkinum. Ég man eitt skiptið en þá fylltist mælirinn og þú komst fram og þurftir ekki að segja orð því svipurinn sagði okkur allt, við þutum út úr húsi og þú bara læstir á eftir okkur og við stóð- um úti á hlaði á sokkunum fliss- andi. En þolinmóð varstu við okkur og brosið kom fljótt aftur. Ýmislegt gekk á í sveitinni, margar minningar og skemmti- legar sögur sem eru sagðar við hvern hitting og mikið hlegið að, svona eins og þegar kindurnar höfðu betur og ég endaði með andlitið í forinni eða þegar ég fékk flugferð af hestbaki. Fyrir svefn hlustuðum við á útvarpssöguna og ekki mátti gleyma bænunum, einnig lastu fyrir mig litlu biblíubækurnar, þetta voru notalegar stundir hjá okkur. Ég er ekki að trúa því að við getum ekki hlegið lengur saman að mínum hrakförum og auðvit- að dugnaði í sveitinni, en minn- ingarnar mun ég geyma í mínu hjarta og brosa. Megi Guðs englar vaka yfir þér og þú yfir mér, elska þig alltaf, amma mín. Una Ósk. Alda Óskarsdóttir HINSTA KVEÐJA Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sveinn Óskar Ágústsson. Heita eining huga og máls, hjarta gulls og vilji stáls. ljósið trúar, ljósið vona lífs þín minning yfir brenni. Þú sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenn- ir. Dána! Þú varst íslensk kona. Margrét Jónsdóttir Strönd. 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN JÓHANN BRANDSSON, Burknavöllum 1b, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt 10. júní. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. júní kl. 13. . Katrín Jónsdóttir, Jón Karl Björnsson, Davíð Þór Björnsson, Valgerður B. Viðarsdóttir, Anna Björnsdóttir, Róbert Daði, Ágústa Katrín, Ylfa Rán, Jakob Máni og Aþena Ýr. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGHVATUR PÉTURSSON bifreiðastjóri, Álftamýri 44, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. júní klukkan 13. . Lára G. Sighvatsdóttir, Kristinn Ó. Sveinsson, Pétur H. Sighvatsson, Rakel Sighvatsdóttir, Guðm. B. Kjartansson, Guðm. S. Sighvatsson, Erla Vigdís Maack, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJARNARSON, lést fimmtudaginn 16. júní. . Sigríður Stefánsdóttir og fjölskylda. Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.