Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 43
Mikil dýrakona Margrét hefur búið í Mosfellsbæ í 18 ár og unir hag sínum vel þar með dýr og plöntur. Margrét hefur alltaf verið mikil dýrakona frá bernsku þar sem hún stundaði hesta- mennsku af kappi, var bóndakona og svo hundaræktandi. Ósjaldan fór hún í sunnudagsbíltúr og kom heim með lítil grey sem vantaði heimili. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að hundarækt og verið að rækta Pom- eranian og Coton de Tulear hunda. Hún hefur verið mikil blómakona og áhugamanneskja um garðrækt. Árið 2010 varð Margrét amma í fyrsta sinn og hafa bæst tvö ömmu- börn í viðbót og það fjórða á leið- inni. Margrét er mikil amma og nýt- ur sín í því hlutverki. Hefur mikla unun af því að skottast með barna- börnin út um borg og bý, sýna þeim dýr og blóm en aðallega að eyði- leggja uppeldið á þeim eins og siður er ömmu og afa. Ekki má skemma góða sögu Margrét er þekkt fyrir að vera hrókur alls fagnaðar hvert sem hún fer, með mikla frásagnarhæfileika og góður penni. „Það má aldrei skemma góða sögu,“ segir hún. Margrét spilar á gítar og er mjög söngelsk. Hún samdi fallegt lag við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi Abbalabbalá og eftir hana liggja mörg kröftug og falleg ljóð. Enda á hún ekki langt að sækja hæfileikana en hún er komin af þjófum, fyrirmönnum, glæsikvend- um og síðast en ekki síst hagyrð- ingum. Eins og reyndar allir Íslend- ingar. Margrét hefur verið vinsæll kennari og ekki að undra, hún hefur mikla ástríðu fyrir starfinu sínu og áhugasöm um nemendur sína þó að hún stýri væntanlega kennslunni af miklum metnaði og með harðri hendi. Margrét mun eyða sextugs- afmælisdeginum að heiman og hef- ur lagt land undir fót og verður hjá bróður sínum Gísla í Seattle í Bandaríkjunum. Fjölskylda Foreldrar Margrétar eru Har- aldur Gíslason f. 28.9. 1928, d. 30.1. 1983, sveitarstjóri á Vopnafirði og í Garði og framkvæmdarstjóri, og Guðbjörg Ragnarsdóttir f. 3.2. 1930, húsmóðir í Reykjavík og á Hvann- eyri. Alsystkini Margrétar eru Ragnar, f. 15.12. 1949, fram- kvæmdastjóri bús. í Noregi, Gísli, f.9.6. 1955, stýrimaður, bús. í Bandaríkjunum, og Haraldur, f. 11.10. 1958, d. 11.11. 1997. Haraldur og Guðbjörg skildu. Seinni kona Haraldar er Björg Ingólfsdóttir f. 3.10. 1936, húsmóðir. Börn þeirra eru Soffía, f. 11.10. 1967, eigandi First Class Travel Iceland DMC, Ingólfur, f. 12.3. 1969, smiður og Björn Hlynur, f. 8.12. 1974, leikari. Seinni eiginmaður Guðbjargar var Gunnar Bjarnason, f. 13.12. 1915, d. 15.9. 1998, hrossaræktarráðunaut- ur. Börn þeirra eru Gunnar Ásgeir, f. 3.5. 1964, vinnur hjá Norðuráli, og Regína Sólveig, f. 1.7. 1969, d. 29.10. 2011 rekstrarfræðingur. Fyrir átti Gunnar Halldór, f. 14.1. 1941 prest og Bjarna, f. 25.7. 1948, verkfræð- ing. Margrét giftist Eggerti Vali Þor- kelssyni, f. 9.5. 1952, ökukennara. Fyrir átti Eggert Sunnevu Egg- ertsdóttur, f.14.10. 1975 dýralækni. Börn Margrétar og Eggerts eru 1) Hulda Margrét, f. 18.2. 1979, eig- andi Himalaya Magic gift Rajan Sedhai, f. 17.6. 1974, bakara, börn þeirra eru Sindri, f. 29.5. 2010 og Tara, f. 15.2. 2014; 2) Gísli Valur, f. 11.9. 1981 málarameistari í Reykja- vík, og 3) Gunnar Örn, f. 3.2. 1983, öryggisvörður hjá Öryggismiðstöð Íslands, giftur Fatimu Mandia Labitigan, f. 16.10. 1990 hjúkrunar- fræðingi, sonur þeirra er Jóhann Óskar, f. 21.4. 2014. Eggert og Margrét skildu en frá 1993 hefur Margrét verið í sambúð með Kristjáni Salberg Stefánssyni, f. 31.10. 1955 málara. Úr frændgarði Margrétar Haraldsdóttur Margrét Haraldsdóttir Solveig Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli Magnús Vigfússon bóndi á Kirkjubóli í Rvík Regína Magnúsdóttir húsfreyja og sunddrottning Ragnar Guðmundsson verslunarmaður í Rvík og bankastjóri Guðbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja í Rvík og á Hvanneyri Kristbjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Hafnarf. Guðmundur Sigurður Sigvaldason sjómaður í Hafnarfirði Guðmundur Kamban rithöfundur í Danmörku Guðbjörg Sigurveig Magnúsd. húsfr. í Rvík Guðrún Gísladóttir tannlæknir (fyrsta ísl. konan sem varð tannlæknir) Björgvin Magnússon fv. skólastjóri á Jaðri við Heiðmörk Edda Björgvins- dóttir leikkona Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja í Rvík Þorsteinn Jónsson járnsmíðameistari í Rvík Hlín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Rvík Gísli Jónsson alþingismaður og forstjóri í Rvík Haraldur Gíslason sveitarstjóri á Vopnaf. og í Garði og framkv.stj. Guðný Jónsdóttir húsfreyja Jón Hallgrímsson útgerðarmaður í Arnarfirði ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Laugardagur 85 ára Ingigerður Karlsdóttir 80 ára Gerd Skarpaas Einarsson Helgi Þorleifsson Hjörleifur Ólafsson Hörður Júlíusson Sævar Magnússon 75 ára Lars David Nielsen Ólöf Guðnadóttir Pála Hólmfríður Jónsdóttir Sigfús Þ. Guðmundsson Örn Hallsteinsson 70 ára Atli Vagnsson Ása Jóhannesdóttir Ásgerður Ingólfsdóttir Dagbjartur Bergþórsson Gísli Már Ólafsson Haraldur Jörgensen Ingimundur Tr. Magnússon Jónína Þórarinsdóttir María Bjarnadóttir Ólafur Sigurðsson Vilhjálmur B. Kvaran 60 ára Einar Ólafson Ellert Högni Jónsson Guðný Steindórsdóttir Hafrún Þ. Harðardóttir Jón Halldór Jónsson Laima Mitrauskiene Lilja Richardsdóttir Marie Sindelárová Már Vilhjálmsson Sigríður Magnúsdóttir Sigurður Karlsson 50 ára Bjarni Höskuldsson Bjarni Róbert Jónsson Borghildur A. Arnbjörnsd. Einar Trausti Óskarsson Eyþór Örn Jóhannsson Guðmundur J. Thorarensen Guðmundur St. Einarsson Guðmundur Þ. Sigurðsson Hermann Ó. Hermannsson Ingibjörg Markúsdóttir John Durke Hansen Jóhanna Katrín Bender Kristinn G. Kristinsson Kristján S. Snæbjörnsson Magnús Þór Snorrason Rakel Ragnarsdóttir Rúnar Svan Vöggsson Rún Rúnarsdóttir Sigurveig Árný Hreinsdóttir Viðar Örn Sigmarsson Zbigniew Wl. Grzelak Þorsteinn I. Kristjánsson 40 ára Ásta Bragadóttir Bisrat Dawit Melke Brynjar Már Eðvaldsson Díana Hilmarsdóttir Eyjólfur Karlsson Eyjólfur Kristinsson Garðar Valur Gíslason Halldóra Skúladóttir Ingibjörg Hilma Sigurðard. Jóhannes Tryggvason Jóhann Ingi Árnason Jurgita Jurgiliene Lilja Kristjánsdóttir Rakel Guðfinnsdóttir Sigríður Dagný Þrastard. Sigríður Guðbjörg Jónsd. 30 ára Ásmundur Kristjánsson Guðbjörg Kristín Grönvold Hans Ragnar Pjetursson Hrólfur Mar Jóelsson Jesper Greve Kristensen Jón Haukur Jóelsson Sigurveig Þórhallsdóttir Svava Pétursdóttir Sunnudagur 95 ára Kristín Gísladóttir María Arnlaugsdóttir Steinn Guðmundsson 85 ára Amalía Kristín Einarsdóttir Bragi Björnsson Hallfríður Georgsdóttir Jón Reynir Magnússon Valgerður Kristjánsdóttir 80 ára Ásthildur Geirmundsdóttir Friðrik H. Eggertsson Hermann B. Guðjónsson Þóra Svanþórsdóttir 75 ára Baldur Þór Baldvinsson Dóra Erla Þórhallsdóttir Einar Georg Einarsson Eiríkur Pálsson Guðleif Bára Andrésdóttir Guðmundur J. Ólafsson Guðríður Steinsdóttir Gunnar Tryggvason Magnús Jóhannsson Steinar Kjartansson 70 ára Aðalheiður Jóhannesdóttir Hrefna Jónsdóttir Jón Sigurður Ögmundsson Margrét Hauksdóttir Ottó Eiðsson Ólafía Þ.S. Sveinsdóttir Páll Pálsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir 60 ára Anna Guðmunda Stefánsd. Auðbjörg Halla Knútsdóttir Ásgrímur Kristófersson Friðrik Baldursson Guðjón Hilmarsson Guðrún Haraldsdóttir Jakob Marinósson Margrét Ágústsdóttir Margrét Haraldsdóttir Sigurrós Erlingsdóttir Sigurrós Nanna Ásgeirsd. Sveinn Stefánsson Trausti Pétursson 50 ára Álfheiður Árdal Ásgeir Valur Arnljótsson Birgitta Harðardóttir Cezary Newel Edda L. Waage Marinósd. Halldóra Magnúsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Rizalina Dungog Yamson 40 ára Daði Þór Steinarsson Freyr Friðriksson Harpa Dögg Hafþórsdóttir Hjördís Viðarsdóttir Kristinn Örn Sverrisson Magnþóra Kristjánsdóttir Margeir Steinar Karlsson María Valdimarsdóttir Ómar Örn Magnússon Sigurlaug Hrönn Magnúsd. Theodóra S. Theodórsd. Valur Ásmundsson Vilborg Þórðardóttir 30 ára Aron Kristbjörn Albertsson Baldur Karl Kristinsson Bragi Már O. Valbjörnsson Egill Steingrímsson Einar M. Bergþórsson Erna Haraldsdóttir Maren Rannveig Birgisd. Margrét Sigurðardóttir Sigrún Lína Sigurðardóttir Valdimar Eggertsson Valentina Marcelli Valur G. Sigurgeirsson Til hamingju með daginn María Sigríður Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í vélaverkfræði 19. nóvember sl. Ritgerðin ber heitið: Mat á hlutlektum í jarðhitakerfum út frá fræðilegum líkönum, niðurstöðum úr tilraunum og gögnum frá jarðhita- svæðum (Assessing relative permea- bilities in geothermal reservoirs using theoretical relations, laboratory measurements and field data). María útskrifaðist með sameigin- lega gráðu frá HR og HÍ. Leiðbein- endur voru dr. Guðrún A. Sævars- dóttir, dósent og deildarforseti við HR, og dr. Halldór Pálsson, dósent við HÍ. Einnig sátu í doktorsnefnd dr. Jónas Elíasson, prófessor emeritus við HÍ, og dr. Guðni Axelsson hjá Ísor. Andmæl- endur voru dr. Stephan Finsterle hjá Lawrence Berkeley National Labora- tory og dr. Ronny Pini, lektor við Im- perial College London. Votgufusvæði, sem eru algeng teg- und jarðhitasvæða, samanstanda af sprungnu bergi og jarðhitavökva sem flæðir m.a. samkvæmt Darcy lögmál- inu sem fyrir tveggja fasa flæði vatns og gufu inniheldur hlutlektir sem taka mettun fasanna með í reikninginn. Í þessu verkefni var Darcy lögmálið not- að til að reikna hlutlektir vökva sem hvellsýður í jarðhitakerfi og samanburður gerður á tveimur flæðistilfellum, lá- réttu og lóðréttu. Niðurstöðurnar sýna að munur er á hlutlektunum í þessum tilfellum þrátt fyrir að eiginleikar þeirra séu að öðru leyti þeir sömu. Þessar niður- stöður voru studdar með mælingum á vatni og lofti. Tilraunir voru einnig gerðar þar sem mældar stærðir voru notaðar til að reikna hlutlektir fyrir jarðhitavökva. Hlutlektirnar fylgdu Co- rey-ferlunum að nokkru leyti. Svoköll- uð Shinohara aðferð var notuð á gögn frá borholum jarðhitasvæða til að reikna hlutlektir í tveggja fasa jarð- hitakerfunum. Jarðhitakerfin saman- standa frekar af sprungnu en gljúpu bergi og hlutlektirnar benda til minni víxlverkana milli fasanna en tilraun- irnar sýndu. Niðurstöðurnar auka skilning á hegðun vatns og gufu í jarð- hitakerfum og geta stuðlað að bætt- um reiknilíkönum fyrir jarðhitakerfi. María S. Guðjónsdóttir María Sigríður Guðjónsdóttir fæddist í Borgarnesi árið 1977. Hún lauk stúdents- prófi frá MR árið 1997, B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ árið 2000 og Dipl.Ing. gráðu í orkuverkfræði frá Tækniháskólanum í München árið 2003. Hún starfaði hjá BMW í München, verkfræðistofunni Mannviti og Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og gegnir nú stöðu lektors við Háskólann í Reykja- vík. Foreldrar Maríu eru Guðjón Gíslason og Ingibjörg Haraldsdóttir. Eiginmaður hennar er Nökkvi Pálmason og synir þeirra eru Pálmi, Huldar og Dagur. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.