Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fjölnota tæki og tól Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ LuTool fjölnota hjakktæki til viðhalds - rafmagnstæki 300W. LuTool Pússivél 560W m/hjámiðju snúning 11.990 LuTool Fjölnota sög 600W fyrir málm, við, flísar og steypu, 3 blöð fylgja 13.990 LuTool 32mm blað í fjölnota tæki 390 LuTool fjölnota hjakktæki til viðhalds - þráðlaus með 12V LioIon rafhlöðu 8.990 7.890 LuTool 12 blaða sett 4.990 LuTool 7 blaða sett 2.490 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á skyr.is hefur aukist um 40% á innanlandsmarkaði, það sem af er ári. Markaðurinn hefur tekið vel við nýjum skyr.is próteindrykk sem Mjólkursamsalan setti fyrst á markað í Finnlandi fyrr á árinu og í kjölfarið hér á landi og aukning hef- ur orðið á sölu á Hleðslu. Allt þetta hefur orðið til þess að auka sölu á próteinhluta mjólkurframleiðsl- unnar og draga úr því mikla bili sem hefur verið á milli prótein- og fituhlutans undanfarin misseri. Útflutningur á skyri hefur í heild verið í samræmi við væntingar það sem af er ári, að sögn Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar. Mesta salan er í Finnlandi en þar voru seld um 5.500 tonn á síðasta ári. Ari segir að dregið hafi úr þeirri miklu söluaukningu sem þar var. Í staðinn komi sala á nýrri af- urð, skyr.is próteindrykk á fernum. Ari segir að salan hafi farið mjög vel af stað. MS sé að selja um 40 þúsund fernur á viku í Finnlandi, eða um 15 tonn. Heldur meira selst í Finnlandi en hér á landi. Framleiðsla á drykknum hófst í mars og er hann enn sem komið er aðeins seldur í þessum tveimur löndum. Skyr.is er orðið þekkt vörumerki í Finnlandi og það auð- veldar markaðssetningu nýrra af- urða, að sögn Ara. Próteindrykkurinn er fram- leiddur hjá MS á Selfossi fyrir báða markaðina. Íslenska skyrið sem selt er á Finnlandsmarkaði er að mestu leyti framleitt í Danmörku vegna tollmúra Evrópusambandsins. Pró- teindrykkurinn er ekki tollaður á sama hátt og þessvegna er hann framleiddur úr íslensku hráefni. Smjör á ný til Bandaríkjanna Stöðug aukning hefur verið á sölu á skyri í Bretlandi en Mjólkur- samsalan hóf að selja afurðina til stórrar verslanakeðju í febrúar. Einnig hefur verið góður vöxtur í Sviss. Um 200 tonn fóru til Sviss á síðasta ári og gert er ráð fyrir tvö- földun í ár. Útflutningurinn til Bret- lands gæti orðið um 300 tonn. Útflutningskvóti Evrópusam- bandsins, sem er 380 tonn, er not- aður að mestu til útflutnings til Bretlands en Sviss er utan ESB og þar er skyrið selt án tolla. Ari nefn- ir að greiða þurfi 45 krónur í toll af hverri 170 gramma skyrdós sem flutt er til ESB, utan kvóta, sem svari til 90 króna á hvern mjólkur- lítra sem notaður er til framleiðsl- unnar. Útflutningur á smjöri er að hefj- ast á ný til verslana Whole Foods Market í Bandaríkjunum. Smjör var selt þangað fyrir nokkrum árum en Mjólkursamsalan varð að hætta honum vegna stórlega aukinnar sölu fituríkra afurða á innanlands- markaði svo ekki var til hráefni til útflutnings. Sambærilegt verð fékkst fyrir smjörið í Bandaríkj- unum og hér á landi. Á sínum tíma voru seld um 40 tonn ári til Whole Foods. Dregur úr framleiðslu Framleiðsla á mjólk er talsvert umfram sölu á innanlandsmarkaði og þann útflutning sem hægt er að stunda fyrir viðunandi verð, að sögn Ara. Munar þar 16 milljón lítrum á fitugrunni og 26 milljón lítrum á próteingrunni. Innvegin mjólk var í byrjun ársins um 11% yfir fram- leiðslunni á síðasta ári en dregið hefur úr aukningu og er innvegin mjólk nú um 6% yfir framleiðslu í sömu viku í fyrra. Hefur offramleiðslan valdið Mjólkursamsölunni erfiðleikum. Birgðir safnast upp og undan- rennuduft og smjör hefur verið flutt út á heimsmarkaðsverði sem er mjög lágt um þessar mundir. Birgð- ir af undanrennudufti voru í mars rúm 700 tonn og tæp 600 tonn af smjöri voru til í birgðum. Ari segir æskilegt að draga enn frekar úr framleiðslu en tekur fram að það taki sinn tíma. „Við gerum okkur vonir um að seinni hluti árs- ins verði nær því sem var á sama tíma í fyrra og við náum tökum á ójafnvægi í framleiðslunni á næsta ári,“ segir Ari. Um næstu mánaðamót verður byrjað að innheimta sérstakt gjald af hverjum lítra mjólkur, umfram kvóta, sem bændur leggja inn í af- urðastöð og mjólkurkvótinn kemst svo aftur í gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir að verð fyrir umfram- mjólkina verði í samræmi við það sem fyrir hana fæst á markaði. Ferðamenn hafa áhrif Til viðbótar of mikilli framleiðslu hefur ójafnvægi á milli sölu prótein- ríkra og fituríkra afurða verið ákveðin áskorun við stjórnun mjólk- urframleiðslunnar. Nú hefur hægt á aukningu í sölu fituríkra afurða en aukning orðið í sölu á próteinhlut- anum á innanlandsmarkaði. Ari tel- ur að fjölgun erlendra ferðamanna hafi hér áhrif en augljóst sé að Ís- lendingar séu að kaupa meira af skyri en áður. Þá sé aukning í sölu á Hleðslu og á nýja skyr.is prótein- drykknum. 40% aukning í skyri innanlands  Finnskir og íslenskir neytendur hafa tekið vel á móti nýjum próteindrykk úr skyri sem MS hóf framleiðslu á í mars  Aukin sala á próteinríkum afurðum minnkar ójafnvægi í framleiðslunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Pökkun Mjólkurframleiðslan í landinu hefur verið meiri í ár en nokkurn tímann í sögunni. Starfsmenn MS eiga fullt í fangi með að gera úr henni verðmætar afurðir fyrir innanlandsmarkað og erlenda markaði. Morgunblaðið/Þórður Forstjóri Ari Edwald vonast eftir að jafnvægi komist á í mjólkurframleiðsl- unni á næsta ári. Kvótakerfið fer aftur að virka um áramót. Skyr.is Próteindrykkurinn fer vel af stað í Finnlandi og á Íslandi. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Starfsmenn bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar og fréttamiðilsins Vice- land verða hér á landi frá 23.-29. júní við tökur á nýjum sjónvarpsþætti um íslenska menningu og þjóð. Er þátt- urinn unninn í samstarfi við pólska ríkissjónvarpið. „Þeir eru að fara að gera nýjan ferðaþátt sem fjallar um íslenska menningu, um land og þjóð, með pólskum kynni, súpermódeli sem býr í New York,“ segir Eva Sigurðar- dóttir hjá Askja films, íslensku fyrir- tæki sem kemur að verkefninu. Súpermódelið sem um ræðir er hin unga Monika Jagaciak, sem mun fræða áhorfendur um Ísland og Ís- lendinga, en sérstakur snúningur verður tekinn á menningu pólskra innflytjenda á Íslandi. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðar- manna kemur að framleiðslunni, en tökurnar fara að mestu fram á Suður- landi og höfuðborgarsvæðinu. „Helmingurinn af teyminu eru Ís- lendingar. Þeir koma með kvik- myndagerðarmenn frá Póllandi. Það er gott að hafa Íslendinga í hópnum, þeir hafa þekkinguna, vita hvert á að fara og hvern á að hringja í ef eitt- hvað fer úrskeiðis,“ segir Eva, bjart- sýn um að tökur gangi vel. Gera kynningar- þátt um Ísland  Erlend sjónvarps- stöð sýnir íslenskri menningu áhuga Fyrirsæta Hin pólska Monika Jagaciak er væntanleg til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.