Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Jóhann Hjartarson varð Ís-landsmeistari í sjötta sinnþegar keppni í landsliðs-flokki sem fram fór á Seltjarnarnesi lauk um síðustu helgi. Jóhann hlaut 8 ½ vinning af ellefu mögulegum og varð ½ vinn- ingi á undan meistara síðasta árs, Héðni Steingrímssyni. Þessir tveir voru í nokkrum sérflokki á mótinu eins og lokaniðurstaðan ber með sér: 1. Jóhann Hjartarson 8 ½ v. (af 11) 2. Héðinn Steingrímsson 8 v. 3. – 5. Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson 6 ½ v. 6. Guðmundur Gíslason 6 v. 7. Guðmundur Kjartansson 5 ½ v. 8. – 9. Einar Hjalti Jensson og Davíð Kjartansson 5 v. 10. Örn Leó Jóhannsson 4 ½ v. 11. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v. 12. Jóhann Ingvason Jóhann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1980 og síðan aftur árin 1984, 1994, 1995 og 1997. Jóhann, sem er 53 ára gamall, er eftir því sem næst verður komist elsti Íslandsmeistari skáksögunnar en jafnframt sá þriðji yngsti. Hann komast í ánn krappan i nokkrum skákum en keppnis- reynslan skilaði góðu verki á örlaga- stundu og sigurinn var verðskuld- aður. Þó að Jóhann hafi verið með tapað tafl gegn Einar Hjalta og um tíma einnig gegn Héðni átti hann síðar góða vinningsmöguleika í þeirri skák og var með gjörunnið tafl gegn Guðmundi Kjartanssyni í 9. umferð en missti báðar skákirnar niður í jafntefli. Áður hefur verið vikið að góðri frammistöðu Guðmundar Gíslasonar sem tefldi manna fjörlegast á mótinu. Í pistli fyrir hálfum mánuði sveik minnið greinarhöfund sem varð til þess að Guðmundi Kjartans- syni var sleppt í upptalningu um Ís- landsmeistara fyrri ára og er beðist velvirðingar á því. Yngsti keppandinn, hinn 22 ára gamli Örn Léo Jóhannsson, háði prófraun sína á þessum vettvangi og bætti stigatölu sína um rösklega 30 stig. Hann tapaði að vísu fyrir föður sínum Jóhanni Ingvasyni náði en átti marga góða spretti sbr. eftirfar- andi skák sem tefld var undir lok mótsins: Skákþing Íslands 2016; 9. um- ferð: Örn Leó Jóhannsson – Davíð Kjartansson Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 Db6 8. Rf3 Be7 9. O-O a5 10. b3 h6 11. a3 g5 12. Be3 cxd4 13. cxd4 Rf8 14. Re1 Bd7 15. Rc2 Rg6 16. Bxg6 fxg6 17. Dd3 O-O-O? Kóngurinn er betur geymdur á kó0gsvæng. Eftir 17. .. Kf7 er stað- an í jafnvægi. 18. b4 Kb8 19. Hfb1 a4 20. Rc3 Ra7 21. b5 Hc8 22. Rxa4 Bxb5 23. Dd2 Dc7 24. Rc5 He8 25. a4 Bxc5 26. dxc5 Bc4 27. Rd4 Dxe5 28. Db2 Dc7 29. Rb5 Dc6 30. De5 Ka8 31. Rxa7 Kxa7 32. Hb6 Dc7 33. c6!? Skilur drottninguna eftir í dauð- anum en ekki gengur 33. … dxe5 vegna 34. Hxb7+ Ka8 (eða 34. … Ka6 35. Ha7 mát) 35. Ha7+ Kb8 36. Hb1+ og mátar. 33. … Dxb6 34. Bxb6+? Hér vantar aðeins upp á slag- kraftinn. Eftir 34. Hb1! getur svart- ur gefist upp, t.d. 34. … Hxc6 35. Hxb6 Hxb6 36. Db2 o.s.frv. 34. … Kxb6 35. cxb7 Kxb7 36. Hb1 Kc6 37. a5 Kc5 38. Hb6 Hc6 39. De3 Kd6 40. Hxc6 Kxc6 41. Db6 Kd7 42. a6 Bxa6 43. Dxa6 Ke7 44. Da7 Kf6 45. Dd4 Kf7 46. g3 Hc8 47. Kg2 Hc4 48. Dd3 g4 49. De3 h5 50. Dh6 He4 51. Dh7+ Kf6 52. Dg8 Hc4 53. Df8+ Stundum hægt að hanga á svona stöðum ef varnaraðilinn nær að valda peðin kirfilega. Því verður ekki við komið núna. 33. … Ke5 54. Dg7 Kd6 55. Dxg6 d4 56. Dxh5 d3 57. Dg5 Hd4 58. Dd2 Kd5 59. f3 e5 60. Kf2 - og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Verðskuldaður sigur Jóhanns á Íslandsmótinu Iðnaðar- og lagerhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3, Kópavogi. Stærð 270 fm. Leiga kr. 1200 pr. fm. + VSK. Laust strax. Stórar innkeyrsludyr. Upplýsingar í síma 892 1529. Iðnaðar- og lagerhúsnæði til leigu FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Einbýlishús á HelluTil sölu Til sölu er 198,5 fm einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr við Heiðvang nr. 21, á Hellu. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1972. Það er múrað og málað að utanverðu og hluti þess hefur verið klæddur með timburklæðningu. Eignin telur, anddyri, gang, salerni, stofu, eldhús, þvottahús, herbergjagang, baðherbergi og fimm svefnherbergi. Undir hluta hússins er kjallari sem hefur verið innréttaður sem fjölskylduherbergi. Í húsinu eru vandaðar innréttingar úr hlyn og við það er stór verönd úr timbri með heitum potti. Húsið stendur við botnlangagötu á góðum útsýnisstað í Helluþorpi. Verð kr. 36.900.000,- Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu www.fannberg.is og á skrifstofu. Skipti mögulega á ódýrari eign. á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Í umræðum á Al- þingi vildi Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra samgöngumála, kanna hvernig einkaaðilar gætu komið að fjár- mögnun samgöngu- mannvirkja. Tímabært er að menn svari því strax hvort þetta sé rétti tíminn til að ráð- ast í framkvæmdir við nýja Sundabraut þegar því er spáð þessa dagana að meðalumferð á sól- arhring muni þrefaldast í Hvalfjarð- argöngunum, sem eru hér um bil skuldlaus. Hugmyndir um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri samgöngumannvirkja, hafa oft verið umdeildar. Til eru menn sem hlaupa í fjölmiðla með fjar- stæðukenndar fullyrðingar um að meðalumferð ökutækja á öllu Reykjavíkursvæðinu sé of lítil til þess að vegtollur á hvern bíl geti staðið undir fjármögnun Hvalfjarð- arganga. Þær eru settar fram gegn betri vitund í þeim tilgangi að af- skræma allar staðreyndir, um arð- semismat ganganna. Annað kom nú í ljós sumarið 1998 þegar umferð var í fyrsta sinn hleypt í gegnum neðansjávargöngin undir fjörðinn sem styttu vegalengdina milli höf- uðborgarsvæðisins og Vesturlands um 45 km. Fyrstu mánuðina fyrir 18 árum varð meðalumferð ökutækja á dag í gegnum þetta samgöngu- mannvirki nógu mikil til að göngin þyldu ekki álagið, sem skapar of mikla slysahættu. Hún fimmfaldast ef ákvörðun verður tekin um breikk- un Hvalfjarðarganga í fjórar akrein- ar, í stað þess að hafa umferðina í tveimur aðskildum, göngum undir fjörðinn. Ráðherra samgöngumála skal kynna sér hvort heppilegra sé að ný hliðargöng undir Hvalfjörð verði sett í forgang vegna slysa- hættunnar, sem eykst alltof mikið í núverandi neðansjávargöngum, áð- ur en útboð Sundabrautar verður ákveðið. Eldsvoðinn sem braust út í Mont Blanc göngunum fyrir 17 ár- um og kostaði alltof mörg mannslíf vekur spurningar um hvort það sama geti líka gerst í Hvalfjarð- argöngum verði útboði Sundabrautar flýtt næstu árin þegar því hefur verið spáð síð- ustu vikurnar að með- alumferð ökutækja um þetta samgöngu- mannvirki verði 25-33 þúsund bílar á dag eft- ir 6-8 ár. Fullvíst þykir að þessi meðalumferð um Sundabraut verði alltof mikil til að Hval- fjarðargöngin þoli álagið af þessum bíla- fjölda ef tvöföldun ganganna, verður tekin fram yfir ný hliðargöng. Ég spyr. Er heppilegt að svona mikil meðalumferð á sólarhring í núver- andi göngum fari, fyrr eða síðar, yfir 213 þúsund ökutæki á viku? Það kemur í veg fyrir að hægt verði að bregðast tímanlega við neyð- artilfellum, ef lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabílar lenda í sjálfheldu inni í göngunum. Nógu stór er þessi bíla- floti til að 1.000 króna veggjald á hvert ökutæki standi undir fjár- mögnun hliðarganganna, sem tryggja öryggi vegfarenda enn bet- ur en breikkun núverandi neð- ansjávarganga undir fjörðinn. Of mikil umferð þungaflutninga sem vegirnir þola ekki verður ávísun á enn meiri slysahættu ef bremsurör flutningabifreiðar springur á 70 km hraða, þegar keyrt er niður í botn ganganna. Þá verður dauðaslysum aldrei afstýrt ef litlir fólksbílar lenda á milli stóru ökutækjanna. Nógu stór var tollurinn sem elds- voðinn í Mont Blanc-göngunum tók, án þess að þeir sem ferðinni ráða og fara sínu fram komist upp með að breyta Hvalfjarðargöngunum í dauðagildru. Önnur spurning. Er verjandi að þetta skeytingarleysi verði í kjölfarið skrifað á reikning skattgreiðendanna, ef þeir sem ákvarðanir taka gegn vilja almenn- ings þurfa ekki að bera ábyrgð á mistökum sínum um ókomin ár? Þvert á allar hrakspár um minnk- andi umferð í Hvalfjarðargöngum hefur meðalumferðin milli Vest- urlands og höfuðborgarsvæðisins aukist nógu mikið, til að óhætt sé að afskrifa tvöföldun neðansjávargang- anna. Með tvíbreiðum hliðargöngum klárast dæmið strax þegar álagið, í núverandi göngum minnkar. Eina lausnin á þessu vandamáli er ný hliðargöng sem tryggja öryggi veg- farenda enn betur. Finnum við- unandi lausn á öryggismálum Hval- fjarðarganganna eftir harðan árekstur tveggja ökutækja sem þar varð 5. júní og kostaði eitt mannslíf. Afskrifum endanlega tvöföldun Hvalfjarðarganga og járnbraut- arlestina, sem gerir þjóðarbúið gjaldþrota. Enga tvöföldun Hvalfjarðarganga Eftir Guðmund Karl Jónsson »Eina lausnin á þessu vandamáli eru ný hliðargöng sem tryggja öryggi vegfar- enda enn betur. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.