Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Ört hækkandi fasteignamat hefurþýtt ört hækkandi tekjur sveit- arfélaga í gegnum fasteignaskatta, sem eru annar stærsti tekjustofn þeirra á eftir út- svarinu. Við- brögð sveitarfé- laganna við þessari þróun eru ólík og end- urspegla viðhorf meirihluta þeirra með skýrum hætti.    Kópavogur og Seltjarnarnes hafalækkað álagningarhlutfallið til að mæta hækkandi fasteignamati. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir hækkanir á fasteignamati um næstu áramót miklu meiri en almennar verðlagshækkanir og hann telji víst að álagningarhlutfallið verði lækk- að þó að ákvörðun hafi ekki verið tekin.    En þó að íbúar þessara sveitarfé-laga njóti skilnings meirihluta sveitarstjórnar á að þeir séu annað og meira en skattfé, þá gildir ekki hið sama í Reykjavík.    S. Björn Blöndal, formaður borg-arráðs (sem svarar fyrir borg- ina þegar borgarstjóri vill ekki tengjast málum sem spillt gætu ímynd hans), segir að borgin verði að skoða vel alla tekjumöguleika sína.    Borgin hefur ekki ákveðið álagn-ingarhlutfallið, en skilaboð borgarstjóra í gegnum formann borgarráðs eru skýr: Meirihlutinn í Reykjavík ætlar að taka af borgar- búum alla þá skatta sem frekast er heimilt lögum samkvæmt.    Það er ekki ókeypis að búa viðstjórnarfar í boði Samfylk- ingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Eru borgarbúar einungis skattfé? STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 11 súld Akureyri 12 rigning Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 9 heiðskírt Ósló 15 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 20 alskýjað Helsinki 19 léttskýjað Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 13 rigning Dublin 15 léttskýjað Glasgow 15 rigning London 17 rigning París 18 rigning Amsterdam 18 rigning Hamborg 19 alskýjað Berlín 18 rigning Vín 21 heiðskírt Moskva 27 léttskýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 21 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Róm 22 alskýjað Aþena 34 heiðskírt Winnipeg 17 rigning Montreal 21 heiðskírt New York 23 léttskýjað Chicago 26 heiðskírt Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:10 23:48 Forseti Íslands sæmdi í gær tólf Ís- lendinga riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Þeir eru: Anna Stefánsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, Kópavogi, Björgvin Þór Jóhannsson, fyrrver- andi skólameistari, Hafnarfirði, Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, Dóra Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri, Reykjavík, Filippía Elís- dóttir búningahönnuður, Reykjavík, Geir Waage sóknarprestur, Reyk- holti, Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi alþingismaður, Reykja- vík, Jóhann Páll Valdimarsson bóka- útgefandi, Reykjavík, Katrín Pét- ursdóttir forstjóri, Seltjarnarnesi, Kristjana Sigurðardóttir, fyrrver- andi verslunarstjóri, Ísafirði, Lára Björnsdóttir félagsráðgjafi, Reykja- vík, og Stefán Svavarsson endur- skoðandi, Reykjavík. Tólf voru sæmd fálkaorðunni Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Orðuveiting Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær ásamt orðuhöfum og fulltrúum þeirra.  Orðuveiting við hátíðlega athöfn á Bessastöðum Hjólreiðakeppninni WOW Cycloth- on lauk í gær, en keppendur luku þá hringferð sinni um landið. Keppt var í einstaklingskeppni og liða- keppnum skipuðum fjórum mönn- um og einnig tíu mönnum. Auk þessa fór fram áheitakeppni þar sem landsmenn gátu heitið á liðin, sem ánöfnuðu góðgerðarmálum upphæðirnar. Í flokki fjögurra manna liða kom fyrst í mark lið Park Inn by Radison á tímanum 39:39:31, í flokki tíu manna liða kom fyrst í mark lið Olís á tímanum 36:54:21. Sigurvegari í einstaklingskeppninni var Eiríkur Ingi Jóhannsson, en hann kom í mark á tímanum 63:52:32. Þegar þetta var skrifað höfðu safnast vel yfir tíu milljónir króna í keppninni, sem verða gefnar til góð- gerðarmálefna, líkt og áður sagði. Auk flokkanna sem taldir eru upp að ofan, hjóluðu hringinn kepp- endur í flokknum Hjólakraftur, en undir hann falla allra yngstu kepp- endur keppninnar. Aftur sigraði Eiríkur í WOW Cyclothon Morgunblaðið/Eggert WOW Eiríkur Ingi Jóhannsson að lokinni keppni í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.