Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Eva Björk Jóhannesdóttir, hagfræðinemi við Háskóla Íslands oggjaldkeri Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, fagnar 23ára afmæli í dag. Hún hefur komið víða við, en hún er hálfur Akureyringur og hafði búsetu í Danmörku um árabil. Síðustu ár hefur hún helgað tíma sinn hagfræðinni og ýmsum fé- lagsstörfum. Meðal annars hefur hún látið til sín taka á vettvangi Vöku og Ökonomíu, félags hagfræðinema. Í sumar starfar hún hjá Borgun og Vegamótum. Spurð hvað hún hyggst gera í tilefni dagsins, segist hún ætla að gera sér ferð í árbít ásamt vinkonu sinni, en síðan tekur sófinn við henni þar sem landsleikur Íslands og Ungverjalands mun fanga athyglina. Eva segir ekki annað hægt en að fylgjast náið með landsliðinu á Evrópu- mótinu, vinnuveitandi hennar, Borgun, sé einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ. Að loknum landsleik verði síðan laugardagskvöldið vel nýtt, enda fari vel á því að eiga afmæli á frídegi. „Vinnustaðurinn er allur skreyttur og það eru pappamyndir af lands- liðsmönnum í fullri stærð úti um allt húsið. Svo er líka tippleikur í gangi, þannig að vinnan er í raun EM,“ segir Eva Björk, sem unir sér þannig vel í sumarstarfinu, þrátt fyrir að fara ekki út til Frakklands. Þegar blaðamaður spyr hver óskaafmælsgjöfin sé, segist hún ekki viss, það nægi henni að íslenska liðið nái sigri gegn Ungverjum og komi sér þannig í vænlega stöðu fyrir síðustu umferð í F-riðlinum. Ljósmynd/Eva Björk Jóhannesdóttir Afmælisbarn Eva Björk fylgist grannt með landsliðinu þessa dagana. Íslenskur sigur er efst á óskalistanum Eva Björk Jóhannesdóttir er 23 ára í dag M argrét Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1956. Hún ólst lengst af upp á Hvanneyri. Eftir grunnskólapróf fór Margrét í Menntaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan með fyrstu ein- kunn. Þá fór hún að kenna á Hellu og kynntist þar barnsföður sínum, Eggerti. Þau keyptu jörð að Sperðli í Vestur-Landeyjum þar sem þau voru með hesta og annan búfénað. Þau seldu svo búið og fluttu til Reykjavíkur 1985 og Margrét fór í Háskóla Íslands að læra stjórnmálafræði og kennslufræði. Hún útskrifaðist þaðan með ágæt- iseinkunn 1988. Hún tók þátt í póli- tík og vann fyrir Alþýðuflokkinn, Nýjan vettvang og við stofnun Reykjavíkurlistans. Frá útskrift hefur Margrét unnið sem framhaldsskólakennari í Menntaskólanum við Sund á félags- fræðibraut, kennt félagsfræði og stjórnmálafræði. Hún hefur sinnt ýmsum störfum innan skólans, verið fagstjóri, sviðsstjóri og kennslu- stjóri. Margrét Haraldsdóttir, stjórnmálafr. og framhaldsskólak. – 60 ára Með yngsta ömmubarninu Margrét og Jóhann Óskar, þriðja ömmubarnið, en það fjórða er á leiðinni. Hrókur alls fagnaðar Systkini Ragnar, Ingólfur, Margrét, Soffía og Björn Hlynur á góðri stundu. Þórhallur Runólfsson og Þór- unn H. Sveinbjörnsdóttir eiga gullbrúðkaup í dag, 18. júní. Séra Björn H. Jónsson gaf þau saman en hann var kennarinn þeirra í Gaggó Aust þar sem ævintýrið byrjaði og hann lof- aði að gifta þau ef sambandið yrði til frambúðar. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Orf úr áli 25.980 Orf úr tré 17.400 Ljár 7.950 Heyhrífa 4.320 Orf og ljár verz lunin bryn ja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.