Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Ein dáðasta leikkona Breta, Helen Mirren, fer með hlut- verk í hasar- myndinni Fast 8 sem var tekin upp að hluta til hér á landi. Frá þessu greindi hún í viðtali í tískublaðinu Elle, sagðist mikil bíladellukona og vonandi fá að keyra eitthvert tryllitæki mynd- arinnar. Í myndinni verður mikið um skotbardaga, slagsmál og bíla- eltingaleiki og þá m.a. á ísilögðu Mývatni. Helen Mirren Mirren leikur í has- armyndinni Fast 8 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun fara með hlutverk í nýjum söngleik, Marylin! The Musical, sem fjallar um ævi kvikmyndastjörn- unnar Marilyn Monroe og frum- sýndur verður í Los Angeles í lok júlí. Unnur hlaut fyrir skömmu verð- laun við námslok í leiklistarskól- anum American Academy of Drama- tic Arts, var valin besta leikkona útskriftarárgangsins og fetaði með því í fótspor kvikmyndastjarnanna Roberts Redford, Anne Hathaway og Spencer Tracy. Í frétt mbl.is segir að höfundur verksins og leikstjóri, Tegan Summer, sé fyrrverandi nemandi við skólann og að hún hafi haft samband við Unni eftir að hún hlaut verðlaun- in. „Ég flyt til Los Angeles í mánuð og hefst þá strangt æfinga-ferli. Þetta er glænýr söngleikur og mark- miðið er að koma honum í reglulegar sýningar. Með svona nýja söngleiki þarf að halda nokkur kvöld fyrir fjárfesta og fá fólk til að tala um verkið,“ segir Unnur í samtali við mbl.is. Hún er með mörg járn í eld- inum því auk söngleiksins mun hún taka þátt í dansverki sem flakkar milli staða og fjallar um ferðalag danshöfundar á leið út úr skápnum. Morgunblaðið/Ásdís Á framabraut Unnur Eggertsdóttir er nýútskrifuð leikkona. Unnur í söngleik um Marilyn Monroe TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Skúli Sverrisson og HilmarJensson eru á meðal okkarmikilhæfustu tónlistarmanna er kemur að allra handa tilrauna- mennsku, þegar reyna skal á þanþol formsins og hætta sér út á ókunnar lendur standa þeir jafnan keikir í stafni. Þessu hafa þeir sinnt af elju um áratugaskeið, hérlendis og ekki hvað síst erlendis. Ég hef ekki pláss til að rifja upp afrek þessara meist- ara hér en þau eru mörg og merkileg, Skúli og Hilmar eru heimsklassa- listamenn sem njóta bæði virð- ingar og vin- sælda á alþjóðavísu. Skúli hefur hin síðustu ár einnig séð um listræna stjórnun á hinum frábæra stað Mengi sem hefur verið gott skjól og gróðurhús fyrir íslenska grasrót og tilraunamennsku. Mengi stendur að baki þessari plötu, sem inniheldur átta lög, hvers titlar eru byggðir á ljóðinu Saumur eftir Ólöfu Arnalds. Með þeim félögum er hinn norski Arve Henriksen sem á að baki alveg jafn tilkomumikinn feril og íslensk- ir félagar hans. Þetta er falleg plata, ekki bara útlitslega (hönnuður er Sara Riel) heldur og innihaldslega. Tónlistar- sköpun þessara aðila hefur verið býsna yfirgripsmikil og fjöl- breytileg í gegnum tíðina, frá örg- ustu óhljóðalist yfir í tindrandi, var- færna fegurð og á þessari plötu erum við, meira og minna, í síðast- nefndu deildinni. Platan hefst á „Kom“ sem ber með sér helgan him- nablæ og tónn gervallrar plötunnar er sleginn. Ljós og skuggar togast á, undir engilblíðum falsettusöng Arve krauma áhrifshljóð sem eru í Í Saumi sérhvers manns... Ljósmynd/Karólína Thorarensen. Flæði Saumur er eftir þá Skúla Sverrisson, Arve Henriksen og Hilmar Jensson. senn áleitin og aðlaðandi. Tromp- etinn rís af krafti undir rest, studd- ur hringlandi gítar og þessum ein- kennandi bassahljóm Skúla þar sem vissri hljóðbjögun er beitt til að framkalla höfugt, dáleiðandi flæði. Þeir sem hafa hlustað á Seríuplötur Skúla vita hvað ég á við. Þriðja lagið, „Undan“, hefst á þessum hljómi og maður þarf ekki nema nokkur sekúndubrot til að heyra hver stendur á bakvið hann. Yfir „syngur“ svo trompet Arve, hljómurinn er fallegur, angurvær og nánast viðkvæmnislegur. Þessi helgi sem maður fann fyrir í upp- hafslaginu er þarna yfir um og allt í kring. Mér varð hugsað til titillags fyrstu sólóplötu David Sylvian, Brilliant Trees, er ég hlustaði og kannski ekki að undra, Arve hefur unnið með þeim meistara. Þetta fagurfléttaða flæði er þó ekki samfellt, „Forkun“ er skugga- legri, svartari smíð, „Mín“ er líka knosaðra verk, hefst á snilldarlegu gítarplokki sem leiðir lagið, blástur- inn er hvass og áhrifshljóðin sömu- leiðis. Í „Opna“ stígum við inn í djúpan dal; tónlistin er surgandi hrátt „ambient“-flæði; ógurlegt og fallegt í senn. Eins og maður standi á brimbörðum kletti og horfi róleg- ur yfir úfið haf (þið afsakið náttúru- lýsinguna en, svona er þetta bara!). „Blíða“ ber hins vegar nafn með rentu, hæglátari smíð sem leiðir okkur í endastefið, „Náð“, sem kall- ast á við upphafið. Sama helgi er yf- ir, söngurinn er á sínum stað, og verkið er leitt til lykta með reisn. Eins og sjá má er lítið hægt að setja út á þetta verk, það stendur glæsilega og er höfundum til sóma. Mér skilst að þetta samstarf hafi verið afar lengi í bígerð og ég sam- fagna því mönnum að loks hafi þeir náð landi. Vonandi að þeir tjaldi ekki til einnar nætur, úr því að þeir eru loks komnir. » Ljós og skuggartogast á, undir engil- blíðum falsettusöng Arve krauma áhrifs- hljóð sem eru í senn áleitin og aðlaðandi. Saumur er plata eftir þá Arve Henriksen (Trompet, söngur, rafhljóð), Hilmar Jensson (gítar) og Skúla Sverrisson (bassi). Birgir Jón Birgisson tók plötuna upp í Sundlauginni, Finnur Hákonarson hljómjafnaði og Skúli sá um eftirvinnslu og hljóðblöndun. Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Lyktareyðandi niðurbrotsefni fyrir safntanka ferðaklósetta LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 2, 5 LEITIN AÐ DÓRU 3D ÍSL.TAL 1:30, 3:40, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 7:30, 10 THE NICE GUYS 10:30 WARCRAFT 8, 10:30 FLORENCE FOSTER JENKINS 8 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 1:30 TILBOÐ KL 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.